Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég harðneita því að hreindýraveiði- menn hafi valdið stórkostlegum landspjöllum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu,“ sagði Þórhallur Borgarsson, formaður Félags leið- sögumanna með hreindýraveiðum (FLH). Í Morgunblaðinu í gær var talað um svöðusár eftir akstur jeppa og sexhjól veiðimanna o.fl. á svæðinu norðan Vatnajökuls. Haft var eftir stjórnarmanni í Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs að sveitarstjórn og undir- nefndir hennar hlustuðu meira á hreindýraveiðimenn en aðra. „Ég fer fram á að þeir bendi okkur á slóð sem veiðimenn hafa búið til,“ sagði Þórhallur. Hann sagði að mynd af útlendum trukki í flagi sem birtist með fréttinni hefði verið tekin á línu- slóða sem liggur frá Fljótsdal yfir í Stuðlafoss á Jökuldal. „Þessi slóði er eftir RARIK. Þetta er ófært, bara forarvilpa,“ sagði Þór- hallur. „Við ætlum að nota slóðana sem við notum aftur á næsta ári og árið þar eftir. Það er okkar hagur að þeir séu sem bestir.“ Þórhallur hafnaði því einnig að sexhjól, sem eru notuð til að sækja bráð, hefðu valdið landspjöllum. Hann benti á að sexhjól vægju rúm 400 kg og kæmu því um 70 kg á hvert hjól. Miðað við flöt dekkjanna ylli það minna álagi en gangandi maður að því tilskildu að ekið væri skyn- samlega. Hann sagði að hreindýra- veiðar væru arðsöm ferðaþjónusta sem skilaði um 180 milljónum kr. inn á svæðið á ári. Þórhallur vill að meira fé sé varið til viðhalds slóða og merk- inga. „Ég keyri um 3.000 km á ári á þessum slóðum og nota 300-400 lítra af olíu til þess. Ríkið fær af því tekjur sem eiga að fara í vegabætur en þær eru klárlega ekki að skila sér í þessa slóða,“ sagði Þórhallur. Hann sagði skort á merkingum einnig til mikils baga. Ekki væri óalgengt að útlend- ingar á þungum torfærubílum lentu í ógöngum utan slóða með tilheyrandi landskemmdum. Þórhallur taldi koma til greina að flokka slóða í al- menna slóða og sérstaka smala- og veiðislóða með takmarkaðri umferð. Aðalfundur FLH 2012 samþykkti ályktun um að sveitarfélög á veiði- svæðum hreindýra „hafi forgöngu um að skrá og skilgreina slóða með það að markmiði að tryggja eðlilegt og löglegt aðgengi leiðsögumanna og hreindýraveiðimanna að veiðislóð“. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, hafnar því að sveitarstjórn og undirnefndir hlusti meira á hreindýraveiðimenn en aðra hópa þegar kemur að vega- og slóða- málum í sveitarfélaginu. Hygla ekki einum hópi „Ég veit að umhverfis- og héraðs- nefnd sem hefur með þessi mál að gera af hálfu sveitarfélagsins er alls ekki að horfa á þetta með einhverj- um sérstökum gleraugum,“ sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa orðið var við að nefndin hyglaði einhverj- um hópum umfram aðra. Í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs eru merktir viðurkenndir slóðar og er lögð áhersla á að halda þeim við, að sögn Björns. Sveitarfélagið fær fjármuni af vegafé til svonefndra styrkvega og þeir peningar fara m.a. til viðhalds á þessum vegum. Björn sagði fjárhæðina misháa frá ári til árs og oft væri komið fram á sumar þegar ljóst yrði hvað mikið fé yrði til ráðstöfunar í þennan málaflokk. Björn benti á að utanvegaakstur væri bannaður með lögum og það þyrfti að taka á slíku með viðeigandi hætti. Hafnar ásökunum um landspjöll  FLH vill að sveitarfélögin skrái og skilgreini vegslóðana Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Línuvegur Framkvæmdum hefur fylgt mikið rask eins og mátti sjá við Kröflulínu á Fljótsdalsheiði. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Ég vil bara að ferðaskrifstofurnar svari fyrir það, hvað svona fram- koma við gamalt fólk eigi að þýða. Mér bara hreinlega blöskrar hvern- ig komið er fram við eldri borgara landsins,“ segir Eiríkur Sigfússon á Akureyri og segist kominn með nóg af hneykslanlegri verðlagningu ferðaskrifstofa á ferðum til útlanda, og þá sérstaklega til Kanaríeyja. Eiríkur fer á hverju ári til Kanarí- eyja, stundum oftar en einu sinni, og hefur gert það í langan tíma. „Það skiptir engu máli hvar drepið er nið- ur, þeir eru allir með gífurlega há verð,“ segir Eiríkur. Hafa hækkað gríðarlega Eiríkur segir að mikil hækkun hafi orðið á ferðum hjá ferðaskrif- stofum landsins í kjölfar efnahags- hruns Íslendinga, og vill hann meina að verðið sé allt of hátt. Eiríkur seg- ist hafa orðið var við mikla óánægju hjá eldra fólki og tekur sem dæmi að fyrir fimm árum hafi verið hægt að kaupa ferðir til Kanaríeyja fyrir tæplega 36.000 krónur báðar leiðir, en nú kosti báðar leiðir allt að 135.000 krónur. Eiríkur botnar ekk- ert í þessu og segist hafa rekist á auglýsingu á netinu sem auglýsi flug frá Íslandi til Minneapolis fyrir 35.000 krónur, aðra leið. „Hvernig er hægt að útskýra það? Við erum að tala um 100% mun á verði,“ segir Eiríkur. Hugsar um gamla fólkið „Ég stend ekki í þessu bara fyrir mig, ég er líka að hugsa um gamla fólkið í landinu,“ segir Eiríkur, en fátt var um svör þegar Eiríkur setti sig í samband við eina af ferðaskrif- stofum landsins og spurði hvort þeir ætluðu virkilega að verðsetja sig út af markaði. Eiríkur hefur átt mikil viðskipti við ákveðna ferðaskrifstofu og segist oft hafa orðið fyrir vonbrigðum með framkomu hennar. Eiríkur segir hana einnig oft hafa svikið loforð um aðbúnað í flugvélum. Hann hafi t.a.m. lent í því að hún hafi sagt að flogið verði með vélum frá Icelandair, en svo komi á daginn að ferðaskrifstofan noti gripaflutninga- vélar með lélegum sætum, og bjóði svo fólkinu samlokur og gos í miskabætur. „Þetta eru svo lélegar flugvélar að það er ekki einu sinni hægt að hreyfa armana og plássleysið er svo þvílíkt að menn eru orðnir vel stirðir og þungir í lok flugs,“ segir Eiríkur og vill meina að það bæti nú ekki úr skák að fyrir sé heilsan oft ekki góð hjá eldra fólki. Það sé því einfaldlega ekki boðlegt hvernig ferðaskrifstof- urnar hagi sér. „Þetta er vegna þess að Íslend- ingar eru farnir að leigja sér sjálfir íbúðir á Kanaríeyjum,“ segir Eiríkur, en hann telur að útskýringu hækkana ferðaskrifstofa landsins megi rekja til þess að Íslendingar eru í auknum mæli farnir að leigja sér sjálfir íbúðir, og ferðaskrifstofur landsins skrúfi þá bara upp verðið til að fá til baka tapið á þeim íbúðum sem þær leigja út. Talaði við Samkeppniseftirlitið „Yngra fólkið í landinu lætur ekki koma svona fram við sig. Það fer allt í gegnum London eða Amsterdam,“ segir Eiríkur, en hann segir þessar verðhækkanir helst koma niður á eldri borgurum landsins, þar sem þeir noti helst ferðaskrifstofur til að panta sér ferðir til útlanda. Eiríkur hafði samband við félaga sinn og bað hann um að bera þetta mál undir Fé- lag eldri borgara, en hann vonar að félagið eigi eftir að beita sér í þess- um málum af fullri hörku, enda sé löngu kominn tími til. Eiríkur hafði á dögunum samband við Samkeppniseftirlitið vegna þess að honum finnst ekki eðlilegt að ferðaskrifstofurnar passi sig allar á því að hafa svipað verð. „Ég sagði einfaldlega við þá að þeir þyrftu að vakta þetta. Ferðaskrifstofurnar væru búnar að vera ósvífnar í langan tíma,“ segir Eiríkur, en Samkeppn- iseftirlitið sagðist ætla að skoða mál- ið. Blöskrar fram- koman í garð eldri borgara  Farmiði til Kanarí kostar 135 þúsund Morgunblaðið/Einar Falur Kanarí Þúsundir Íslendinga sækja eyjarnar heim á hverjum vetri. Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Torino T2T Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað Rín Hornsófi 2H2 Verð frá 285.900 kr Roma sófasett 311 Verð frá 251.900 kr Basel sófi Verð frá 172.900 kr Oslo stóll Verð frá 52.900 kr Áður 343.700 kr Nú aðeins 274.960 kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.