Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Svarið við spurningu dagsins
NÝ HEIMASÍÐA
Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is
Kíktu við og sjáðu rétti dagsins, finndu þér
uppskrift eða veltu fyrir þér veislunni sem þú
ætlar að halda í sumar
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Það er nú varla oft sem það koma
svona margir farþegar í einu, allavega
á skemmtiferðaskipum,“ segir Ágúst
Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóa-
hafna, en næstkomandi mánudag
munu fjögur erlend skemmti-
ferðaskip sigla í höfn í Reykjavík.
Að sögn Ágústs munu samtals um
sex til sjö þúsund farþegar koma
hingað á mánudaginn með skipunum
fjórum. Skipin eru öll misstór en
Ágúst segir að um 150 farþegar komi
með því minnsta, Clipper Adventurer,
og hinsvegar um 3100 farþegar með
stærsta skipinu, Costa Pacifica. Rétt
er að taka það fram að þessar tölur
eru miðaðar við að einungis sé selt í
neðri koju. „Það er oft efri og neðri
koja í klefunum en þeir selja yfirleitt
bara í lægri kojuna fyrir svona langa
ferð,“ segir Ágúst.
„Þau koma frá hinum og þessum
höfnum í Evrópu,“ segir Gunnar Rafn
Birgisson, framkvæmdastjóri ferða-
skrifstofunnar Atlantik sem sér um
þrjú af þeim fjórum skemmti-
ferðaskipum sem koma hingað á
mánudaginn, aðspurður hvaðan skip-
in komi.
U.þ.b. hundrað farartæki
Að sögn Gunnars er Atlantik með
ýmsar ferðir í boði fyrir farþega skip-
anna. „Það er náttúrlega vinsælast að
fara á þessa hefðbundnu ferða-
mannastaði, gullhringinn, Bláa lónið
og Reykjanesið,“ segir Gunnar og
bætir við: „Það eru farþegar að fara í
hvalaskoðun, í útsýnisflug, í jeppa-
ferðir, bæði lengri og skemmri og
þetta er svona öll flóran í raun og
veru.“ Þegar svona mikill fjöldi far-
þega kemur til landsins á einum degi
og stór hluti þeirra fer í ferðir þá ligg-
ur í augum uppi að mikil þörf er fyrir
farartæki. „Við gerum ráð fyrir því að
það verði ansi mikill fjöldi af bílum í
gangi á þessum degi og við erum
örugglega að nota um og yfir hundr-
að farartæki,“ segir Gunnar og bætir
við að um sé að ræða allskonar far-
artæki, þ. á m. mikið af rútum og
jeppum.
Hann segir að sem betur fer komi
skipin ekki öll á sama augnablikinu
og því geti fyrirtækið notað rúturnar
í fleiri en eina ferð. „Það er eitt að
koma eftir hádegi og tvö um morg-
uninn. Eitt skipið verður síðan yfir
nótt og við erum að reyna að stýra
þessu eins og við getum þannig að
þeir sem séu hér yfir nótt, það verði
meira að gera hjá þeim daginn eftir,“
segir Gunnar í samtali við blaða-
mann.
Að sögn Gunnars vinnur Atlantik
mjög vel með sínum samtarfsaðilum
og segir hann alla leggja sig fram um
að láta þetta ganga upp. „Það sem er
að gerast í heiminum almennt er það
að skemmtiferðaskipin eru að
stækka þannig að um borð í hverju
skipi eru fleiri farþegar. Það koma
svona dagar og við getum alveg átt
von á því að það gerist áfram og
kannski þá í auknum mæli,“ segir
Gunnar.
Um fjórtán þúsund farþegar
koma til Íslands á mánudag
Um 100 farartæki verða notuð til þess að flytja skipsfarþega í ferðir um landið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ventura Skemmtiferðaskipið Ventura sem kom til Reykjavíkur þann 8. júní
sl. í jómfrúrferð sinni. Skipið lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn.
Skemmtiferðaskip
» Skipið Artania er 44.588
brúttótonn og gert er ráð fyrir
að með því komi um 1200 far-
þegar.
» Skipið Clipper Adventurer er
4.376 brúttótonn og ger er ráð
fyrir að með því komi um 150
farþegar.
» Skipið Costa Pacifica er
114.288 brúttótonn og gert er
ráð fyrir að með því komi um
3100 farþegar.
» Skipið Aidamar er 71.000
brúttótonn og gert er ráð fyrir
að með því komi um 2200 far-
þegar.
» Samkvæmt upplýsingum frá
Isavia munu um sjö þúsund
flugfarþegar koma hingað til
lands á mánudag.
Hæstiréttur hefur vísað frá deilu-
máli fyrrverandi hjóna um eign-
arhald á ketti, en bæði segjast þau
vera lögmætir eigendur kattarins.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði
því að kötturinn yrði tekinn úr
vörslum varnaraðila og fenginn lög-
manni sóknaraðilans. Sá síðarnefndi
kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.
Hann krafðist þess að Hæstiréttur
myndi fella úrskurð héraðsdóms úr
gildi og sín krafa yrði tekin til
greina. Þrír dómarar Hæstaréttar
vísuðu málinu frá. Þeir segja að þeg-
ar málið var kært til Hæstaréttar
hafi áfrýjunarfjárhæð, þ.e. lág-
marksfjárhæð til að hægt sé að
áfrýja máli, verið 705.325 krónur.
Ekkert liggi hins vegar fyrir um
verðgildi kattarins og því hafi ekki
verið sýnt fram á að þessu skilyrði sé
fullnægt. Því beri að vísa því sjálf-
krafa frá Hæstarétti.
Fram kemur í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur, að sóknaraðili segist
vera lögmætur eigandi kattarins
sbr. skráningarskírteini. Við sam-
vistarslit málsaðila í nóvember 2011
hafi orðið að samkomulagi að kött-
urinn yrði fyrst um sinn til heimilis
hjá varnaraðila en sóknaraðili kæmi
reglulega til að annast um hann.
Þegar sóknaraðili hafi svo ætlað að
taka köttinn með sér á sitt nýja
heimili hafi varnaraðili neitað að af-
henda hann. Síðan hafi sóknaraðili
ekki fengið að annast köttinn.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst
að þeirri niðurstöðu að ekki þyki
sýnt að skráning kattarins hjá dyra-
audkenni.is veiti fullnægjandi sönn-
ur fyrir því hver sé eigandi katt-
arins. Þá þyki önnur gögn málsins
heldur ekki veita sönnun fyrir því
hver sé eigandi hans.
Morgunblaðið/Kristinn
Matur Hnoðri tengist ekki málinu.
Köttur ekki
nógu dýr fyrir
Hæstarétt
Íslenska landsliðið, sem keppir í
opnum flokki á Evrópumótinu í
brids, vann tvo leiki en tapaði
einum leik á fyrsta keppnisdeg-
inum í gær en mótið er haldið í
Dublin á Írlandi.
Íslendingar eru í 6.-8. sæti í
sínum riðli eftir fyrsta keppn-
isdaginn með 49 stig. 34 þjóðir
taka þátt í mótinu og er þeim
skipt í tvo riðla. Riðlakeppninni
lýkur í næstu viku og þá keppa
níu efstu þjóðirnar í hvorum riðli
til úrslita.
Fyrsti leikur Íslendinga á
mótinu í gær var gegn Rúmenum
og var ekki nægilega vel spilaður
af hálfu íslenska liðsins. Rúmenar
höfðu sigur, 21:9.
Annar leikurinn var gegn liði
Wales og þá var allt annað að sjá
til Íslendinga, sem unnu öruggan
sigur, 23:7.
Þriðji og síðasti leikur dagsins
var gegn Pólverjum en brids-
landsleikir þessara þjóða hafa oft
verið sögulegir. Leikurinn var vel
spilaður en honum lauk með sigri
Íslendinga, 17:13.
Mótinu er haldið áfram í dag
og þá spila Íslendingar við
Frakkland, Lúxemborg og Króat-
íu. Frakkar eru efstir í riðlinum
með 64 stig eftir þrjá leiki og
Lúxemborg er í 3. sæti með 54
stig ásamt liði Mónakó. Það lið
hefur talsverða sérstöðu á mótinu
því um er að ræða atvinnumanna-
sveit og enginn liðsmannanna er
búsettur þar. Í sveitinni spila
meðal annars Norðmennirnir Tor
Helness og Geir Helgemo sem
margsinnis hafa spilað hér á
landi en þeir hafa einnig unnið
heims- og Evrópumeistaratitla
fyrir Noreg.
Íslenska liðið er skipað þeim
Aðalsteini Jörgensen, Bjarna Ein-
arssyni, Magnúsi Magnússyni,
Jóni Baldurssyni, Þorláki Jóns-
syni og Þresti Ingimarssyni en
Björn Eysteinsson er fyrirliði.
Tveir sigrar og eitt
tap á EM í brids
Morgunblaðið/Þorkell