Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Fjöldi fólks sækir Landsvirkjun
heim ár hvert en sumarið 2011
heimsóttu rúmlega 19.000 manns
gestastofur Landsvirkjunar og
kynntu sér endurnýjanlega orku-
gjafa á orkusýningum í aflstöðvum
fyrirtækisins. Landsvirkjun er með
opnar gestastofur í Kröflustöð á
Norðausturlandi, í Végarði hjá
Fljótsdalsstöð á Austurlandi og í
Búrfellsstöð á Suðurlandi. Sumarið
2012 verður einnig opið í Ljósa-
fossstöð en þar munu Skátarnir
setja upp sýningu í tilefni 100 ára
afmælis skátastarfs á Íslandi.
Í Kröflustöð er fjölsóttasta
gestastofa Landsvirkjunar en tæp-
lega 8.000 manns sóttu stöðina
heim árið 2011 og var því á síðasta
ári ákveðið að ráðast í endurbætur
á sýningunni fyrir sumarið 2012.
Kraftar í iðrum jarðar
Ný sýning í Kröflustöð varpar
ljósi á þá krafta sem búa í iðrum
jarðar og hvernig vinna má raf-
orku úr jarðvarma. Boðið er upp á
fræðslu um endurnýjanlega orku-
gjafa sem og merkilega sögu
Kröflustöðvar þar sem eldgos og
beislun orkunnar fóru fram á sama
tíma. Sýningin var hönnuð af Gag-
arín, í samvinnu við Landsvirkjun.
Einnig var endurgerð kvikmynd
um Kröfluelda eftir nýju handriti
Ara Trausta Guðmundssonar.
Opið er alla daga vikunnar í
júní, júlí og ágúst en nánar um
sýningar og afgreiðslutíma hverr-
ar stöðvar má lesa á gestir.lands-
virkjun.is.
Ný sýning
sett upp í
Kröflustöð
Gestastofur Lands-
virkjunar vel sóttar
Ljósmynd/Þorkell
Krafla Þangað koma flestir sem
sækja gestastofur Landsvirkjunar.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„27 félög munu koma með um 140 lið og við verðum með
18 knattspyrnuvelli í gangi í einu,“ segir Þórður Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri ÍA.
Norðurálsmótið í knattspyrnu verður haldið dagana
15.-17. júní á Akranesi og er búist við miklum fjölda
gesta. Mótið hefur verið haldið allt frá 1985.
„Þetta hefst með mikilli vinnu foreldra iðkenda hérna
á Akranesi og svo framlagi þeirra sem koma að stjórnun
knattspyrnufélagsins. Í skólum bæjarins og á tjaldstæði
mótsins erum við með eitthvað á bilinu 3.500 til 4.000
manns í gistingu,“ segir Þórður.
Hann segir það jafnframt vinsælt að aðstandendur
komi í dagsferðir til Akraness og búist sé við að hátt í
átta þúsund manns leggi leið sína á mótið. Þórður segir
margt annað í gangi í bænum yfir helgina.
„Fyrirtæki og verslanir eru með fjölmarga viðburði í
gangi. Svo eru sett upp leiksvæði í kringum Langasand-
inn og í Garðalundi, skógi okkar Skagamanna. Sundlaug-
in verður opin og frítt í sund alla helgina. Svo er hægt að
fara í sjóinn og sturtuna á Langasandi,“ segir Þórður að
lokum.
Um 140 lið keppa á Skaganum
Knattspyrnumót Norðurálsmótið verður haldið um helgina á Akranesi.
Búist er við að hátt í átta þúsund manns leggi leið sína á
Norðurálsmótið sem haldið verður á Akranesi nú um helgina
Laugardaginn 16. júní verður blás-
ið til hverfishátíðar í Norðurmýri.
Um er að ræða hátíð/flóamarkað
og fer hún fram á milli kl. 13 og 17
á Bollagöturóló (við endann á
Gunnarsbraut og Auðarstræti).
Hátíðin er samvinnuverkefni
hverfisbúa. Fólk er hvatt til þátt-
töku, hvort sem það er til að losa
geymsluna, kynnast krökkunum og
foreldrunum í hverfinu eða koma
fram. Nærsveitungar eru að sjálf-
sögðu velkomnir.
Hverfishátíð haldin
í Norðurmýrinni