Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Góðu fréttirnar eru að barnadauði
hefur dregist saman um 50% á 40 ár-
um. Þegar Unicef var stofnað á Ís-
landi 2004 var
mjög algengt að
sjá tölur yfir
barnadauða sem
voru vel yfir 200 á
hverjar 1.000
fæðingar. Nú er
ekkert ríki í
heiminum með
slíkar tölur,“ seg-
ir Sigríður Víðis
Jónsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi
Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, á Íslandi, í tilefni af alþjóð-
legri ráðstefnu um barna- og mæðra-
dauða sem hefst í Washington í dag.
„Barnadauði er mestur í Sómalíu
eða 180 börn yngri en fimm ára á
hverjar þúsund fæðingar. Mér er
minnisstætt að fyrir nokkrum árum
var barnadauði í Síerra Leóne yfir
270 börn á hverjar þúsund fæðingar.
Núna er þessi tala komin niður í
174,“ segir Sigríður og víkur að or-
sökunum fyrir barnadauða.
Hægt að fyrirbyggja dauðsföll
„Skýrsla sem Unicef gefur út í
tengslum við fundinn í Washington
fjallar um helstu orsakir barnadauða
í heiminum og það er þyngra en tár-
um taki að börn láta lífið á hverjum
degi út af orsökum sem vel mætti
koma í veg fyrir. Það er talað um að
60% dauðsfalla barna yngri en fimm
ára í heiminum megi rekja til nokk-
urra þátta þar sem lungnabólga
trónir á toppnum sem mesti skað-
valdurinn og niðurgangspestir fylgja
þar á eftir. Síðan eru fleiri þættir
eins og malaría. Þetta hlutfall er allt
of hátt. Góðu fréttirnar eru að við
vitum til dæmis vel hvernig hægt er
að koma í veg fyrir að börn deyi af
völdum niðurgangspesta.“
Setja markið enn hærra
Að sögn Sigríðar Víðis á að halda
áfram á þeirri braut sem mörkuð var
með Þúsaldarmarkmiðum Samein-
uðu þjóðanna og stefna að því að árið
2035 verði barnadauði að meðaltali
farinn niður í 20 börn af hverjum
þúsund fæðingum. Hún segir að
barnadauði sé mestur í Afríku sunn-
an Sahara. „Þar þurfum við að gera
miklu betur. Margar aðgerðanna eru
ekki svo flóknar. Með því að dreifa til
dæmis moskítónetum má auðveld-
lega bjarga mannslífum,“ segir hún.
Barnadauði er
á undanhaldi
Góðar fréttir af baráttu síðustu ára
AFP
Máltíð Ungur drengur í S-Afríku.
Barnadauði er vandi í Afríku.
Sigríður Víðis
Jónsdóttir Hressótertan fæst
hjá Reyni Bakara
Hin eina sanna
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Bil
ds
hö
fði
8
8
Breiðhöfði
Bíldshöfði 8
Bíldshöfði 6
Bil
ds
hö
fði
6
Bíldshöfða 8
Opið9 til 17 í dag
Citroën
Komdu hingað