Morgunblaðið - 14.06.2012, Page 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Fjöldi fólks streymir til bæjarins nú
í vikulokin, bæði vegna Bíladaga og
þjóðhátíðarinnar 17. júní. Þá mætast
hér nýir og gamlir MA-ingar og
halda hátíð, auk þess sem stúdentar
eru brautskráðir frá skólanum að
vanda (í sól og blíðu) á þjóðhátíð-
ardaginn.
Gulur og blár páfagaukur fannst
illa til reika við Hamar, félagsheimili
íþróttafélagsins Þórs, í vikunni.
„Þetta gæti verið njósnari frá KA,
hann er þannig klæddur,“ sagði Sig-
fús Ólafsson Helgason, fram-
kvæmdastjóri Þórs, léttur í bragði.
Skyldu meðaltekjur ekki vera í
hærri kantinum á Akureyri? Enn
einn vinningsmiðinn í lottó var seld-
ur í bænum um síðustu helgi og hinn
heppni fær 73 milljónir. Vonandi var
það ekki utanbæjarmaður …
Kaffihúsið Björk í Lystigarð-
inum er mjög vel heppnað. Það var
opnað um síðustu helgi í frábæru
veðri, heimamenn fjölmenntu og
ekki dró úr aðsókn að um morguninn
lagði að bryggju skemmtiferðaskip
með 3.000 farþega! Margir slíkir
rölta alltaf í Lystigarðinn og skoða
þann merkilega stað.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála (ÚUA) hefur komist
að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag
fyrir Dalsbraut frá Þingvallastræti
að Miðhúsabraut hafi fengið lög-
formlega rétta málsmeðferð sam-
kvæmt skipulagslögum. Kæra þar
að lútandi var því ekki tekin til
greina og framkvæmdir hefjast þar
af leiðandi fljótlega.
Í sumar verður hafist handa við
þann hluta götunnar sem liggur frá
Miðhúsabraut að Skógarlundi; frá
verslun Bónuss norður að íþrótta-
svæði KA, en framkvæmdir við
norðurhlutann, frá Skógarlundi að
Þingvallastræti, geta ekki hafist
strax vegna þess að ÚUA komst að
þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið
samræmi milli aðalskipulags og
deiliskipulags, að því leyti að teng-
ingar voru ekki sýndar á aðal-
skipulagi við lóð Lundarskóla og
íþróttasvæði KA.
Bæjaryfirvöld segjast munu
bæta úr nefndu ósamræmi en það
verður væntanlega til þess að fram-
kvæmdum við brautina lýkur ekki
fyrr en á næsta ári.
Kór Akureyrarkirkju kom á
föstudaginn var úr vikulangri söng-
ferð til Lahti og Helsinki í Finnlandi
og Pétursborgar í Rússlandi. Í ferð-
inni voru 67 kórfélagar, einsöngv-
ararnir Elvý G. Hreinsdóttir og
Hjalti Jónsson, organistinn Sigrún
Magna Þórsteinsdótir, Lára Sóley
Jóhannsdóttir fiðluleikari og kór-
stjórinn Eyþór Ingi Jónsson. Nokkr-
ir makar voru með í för þannig að
hópurinn var milli 80 og 90 manns.
Í Lahti, vinabæ Akureyrar, var
sungið í Kirkju krossins, sem var
síðasta verk sem snillingurinn Alvar
Aalto hannaði. Safnaðarnefndin tók
kórnum tveim höndum og hélt hon-
um vel að mat fyrir og eftir tónleika,
en tónleikagestir voru næstum 300
talsins, segir í tilkynningu.
Í Helsinki var sungið í Temppeli-
aukio Kirkko, sem sprengd var inn í
klett nálægt miðbænum. Fjöldi
ferðamanna leit inn og fylgdist með
æfingum, en hljómurinn í kirkjunni
var afar fagur og því fylgdi ólýsanleg
stemning að lokum að syngja þar
mjög vel heppnaða tónleika fyrir
nærfellt 400 áheyrendur. Stundin í
Klettakirkjunni líður kórfélögum
seint úr minni, að sögn eins þeirra,
Sverris Páls Erlendssonar.
Í Pétursborg söng kórinn í
Finnsku kirkjunni, sem kennd er við
Maríu. Á þessum lokatónleikum
ferðarinnar voru nokkru færri
áheyrendur en í Finnlandi en und-
irtektir voru afar góðar. Heild-
arfjöldi áheyrenda var sem næst 900
manns.
Ferðin öll tókst afar vel, að sögn
Sverris Páls, og var fróðleg og
skemmtileg, enda margt að sjá á
þeim slóðum sem um var farið.
Spánný hljómsveit, Cheek
Mountain Thief, er með tónleika á
Græna hattinum í kvöld. Mike
Lindsay (úr Tunng) fer fyrir sveit-
inni og aðrir eiga rætur að rekja til
Húsavíkur – undan Kinnarfjöll-
um …
Von er á plötu frá sveitinni og
framundan tónleikaferð til að kynna
hana, bæði hérlendis og um Bret-
land. Auk Lindsey eru í sveitinni
Gunnar Illugi Sigurðsson, Lára Sól-
ey Jóhannsdóttir, Leifur Björnsson,
Birkir Ólafsson og Óskar Andri
Ólafsson.
Langi Seli og Skuggarnir verða
með tónleika á Græna hattinum á
föstudagskvöld. Það er vel við hæfi í
tilefni Bíladaga, segir Haukur vert á
hattinum. „Óhætt er að fullyrða að
engin hljómsveit á Íslandi hefur
sungið jafnmikið um bifreiðar,
vinnuvélar, pústflækjur og hedd!“
Helgi & Hljóðfæraleikararnir
þjófstarta þjóðhátíðinni með „líf-
rænum og þjóðleikum“ tónleikum,
eins og segir í tilkynningu, á laug-
ardagskvöldið. Þeir hefjast kl. 23.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Dalsbraut Gatan verður neðan við KA-vellina, sem eru áberandi á myndinni, og gegnum íbúðahverfið til hægri.
Byrjað á Dalsbrautinni í sumar
Ljósmynd/Andri Lárusson
Í Klettakirkjunni Kór Akureyrarkirkju og einsöngvararinn Elvý G. Hreinsdóttir. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Hinir árlegu Bíladagar verða
haldnir um næstu helgi á Akureyri,
frá 14. til 17. júní. Þetta er mikil há-
tíð áhugamanna um ökutæki og
akstursíþróttir og má því búast við
mikilli umferð til Akureyrar næstu
daga fram að helgi. Þúsundir
manna hafa sótt þessa árlegu hátíð.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Akureyri verður mikið um-
ferðareftirlit nú sem fyrr.
Umferðarstofa og Bílaklúbbur
Akureyrar vilja hvetja þátttak-
endur til að varpa ekki skugga á
þessa annars ágætu hátíð með akst-
ursmáta sem skapað getur hættu
og óþægindi í almennri umferð eða
truflun fyrir íbúa.
„Það er ágætt að haft sé í huga
að í akstursíþróttafélögum eru
strangar siðareglur og hörð við-
urlög við því ef menn gerast brot-
legir við umferðarlög á leið til og
frá keppni. Sama á við um brot á
þeim reglum sem gilda á Bíladög-
um. Mikil áhersla er lögð á að menn
séu ekki að ástunda einhvern þann
akstursmáta í almennri umferð sem
aðeins á heima í keppnum eða á til
þess gerðum æfingasvæðum,“ segir
í tilkynningu.
„Búið er að setja upp afmörkuð
og örugg svæði þar sem gestir geta
reynt aksturshæfni sína bæði í leik
og keppni og mikilvægt er að slík
iðja takmarkist við þau svæði.
Það þarf ekki nema einn til að
skemma ímynd alls hópsins og
ábyrgðin er því mikil,“ segir í
tilkynningunni.
Mikill viðbúnaður vegna
Bíladaga um helgina
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spólað Þúsundir sækja Bíladagana og fylgjst með tilþrifum ökuþóranna.
Sólarvörn fyrir alla fjölskylduna
www.avon.is
Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Derma-UV Plus
Activi-D tæknin
gefur hámarks
vörn, er vatns-
held og góð
fyrir viðkvæma
húð og hentar
því einstaklega
vel fyrir börn
Verðu
þig vel
í sólinni