Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Ólafur Bernódusson Skagaströnd | Leikskólinn Barnaból á Skaga- strönd er 35 ára um þessar mundir. Haldið var upp á afmælið með því að hafa opið hús með kaffiveitingum fyrir nemendur og gesti. Sýnd var stuttmynd sem AnneMarie van Splunter gerði um börnin á leikskólanum fyrr og nú og síðan komu Skoppa og Skrítla í heimsókn í af- mælið og vöktu þær stöllur mikla gleði meðal nemenda Barnabóls. Upphafið að Barnabóli var þannig að Lions- klúbbur Skagastrandar stóð fyrir byggingu leik- skólahúss á sínum tíma og afhenti það síðan sveitarfélaginu til eignar og rekstrar. Síðar var svo húsnæði skólans tvöfaldað með viðbyggingu því eldra húsið var orðið alltof lítið fyrir starf- semina. Nokkur fækkun hefur orðið á leikskól- anum á undanförnum misserum en nú eru þar á milli 30 og 40 börn í tveimur deildum. Leik- skólastjóri Barnabóls er Þórunn Bernódusdóttir. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Stuttmynd sýnd á afmæli Barnabóls Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta gæslu- varðhaldi til föstudagsins 6. júlí næstkomandi. Maðurinn er undir sterkum grun um þjófnað, nytja- stuld, bensíngripdeild og fíkniefna- akstur. Maðurinn er einnig undir rökstuddum grun um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Ný afbrotahrina hafin Maðurinn var dæmdur 13. apríl sl. og fékk þá 14 mánaða óskilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir rán. Hann hefur hlotið 11 refsidóma frá árinu 2008 fyrir ýmis brot og lög- reglan telur að ný afbrotahrina sé hafin hjá honum og yfirgnæfandi lík- ur séu á því að hann muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva frekari af- brot og reyna að ljúka málum mannsins. Þá er það mat lögreglu að maðurinn muni ekki fá skilorðs- bundinn dóm vegna fjölda málanna og alvöru brotanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur sagði að maðurinn væri undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsis- refsing væri lögð við. Í því ljósi og með hliðsjón af sakarferli mannsins yrði að ætla að hann myndi halda brotunum áfram ef hann yrði leystur úr haldi. Hlaut 11 refsidóma frá 2008  Gæsluvarðhalds- úrskurður staðfestur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.