Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 22

Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Seinni umferð forsetakosninganna sögulegu í Egyptalandi fer fram um helgina en mikil óvissa ríkir um framvindu mála, m. a. um það hvort annað forsetaefnið, Ahmed Shafik, fær að vera í framboði. Sett voru um- deild lög í fyrra sem meina æðstu embættimönnum Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram en Shafik var um hríð forsætis- ráðherra í lok valdatíðar hans. Vandinn er að í reynd er engin stjórnarskrá í gildi heldur stuðst við yfirlýsingu um væntanlega stjórnar- skrá. Þessi staða hefur valdið geysi- legum lagaflækjum. Ætlast er til þess að stjórnlagadómstóllinn í Kaíró úrskurði í dag hvort lögin um vanhæfi Shafiks standist stjórnar- skrá. Kjörnefnd ákvað á sínum tíma að Shafik væri vanhæfur en hann áfrýj- aði og fékk þá að vera í framboði til bráðabirgða. Þess má geta að sami maður, Farouk Sultan, gegnir að sögn BBC embætti forseta stjórn- lagadómstólsins og yfirmanns kjör- nefndar! Annað mál sem dómstóllinn á að skera úr um er lögmæti þingkosn- inganna sem fóru fram í mörgum áföngum í fyrra og lauk snemma á þessu ári. Kosningakerfið var afar flókið og nú er deilt um það hvort ráðamenn, þ.e. bráðabirgðastjórn sem hershöfðingjarnir komu á fót, hafi haft vald til að setja reglur af þessu tagi. Mursi einn í framboði? Margir álíta að dómstóllinn muni fórna höndum og fresta því að taka ákvörðun. En enginn veit hvað gerist ef hann ógildir framboð Shafiks. Hann nýtur einkum stuðnings hóf- samra múslíma en einnig kristna þjóðarbrotsins og veraldlega sinn- aðra Egypta. Andstæðingur hans, Mohammed Mursi, er hins vegar for- setaefni heittrúaðra múslíma í Bræðralagi múslíma sem fékk nær helming þingsæta og hefur öflugan meirihluta með öðrum, ofsafengnari íslamistaflokki. Mursi gæti orðið einn í framboði. En talið er að Bræðralagið hafi misst fylgi að undanförnu og myndi því ekki sætta sig við að þingkosning- arnar yrðu ógiltar og kosið á ný. Lagaflækjur hrella Egypta  Vafi um kosningareglur og forsetaefni Kosið verður um margt fleira en forseta í Kali- forníu í nóvember, þar verður einnig þjóðaratkvæði um lög sem skylda framleiðendur erfðabreyttra matvæla til að merkja þau sérstaklega. Að sögn vefsíðu Guardian hafa til- lögur af sama tagi verið ræddar í sambandsríkjunum Vermont og Connecticut en ekki tekist að fá sam- þykkt að leggja þær undir þjóð- aratkvæði, m.a. vegna harðrar and- stöðu framleiðenda. Kannanir sýna að þorri Bandaríkjamanna vill að erfðabreytt matvæli séu merkt sér- staklega og aðeins fjórði hver kjós- andi er sannfærður um að þau séu „býsna örugg“. Athyglisvert er að engu skiptir hvort um demókrata eða repúblikana er að ræða. Erfðabreytt efni, oftast í afar litlu magni, eru í um 70% af allri matvöru í stórmörkuðum vestra, samsvarandi hlutfall í Evrópu er um 5%. kjon@mbl.is Erfðabreytt sé merkt sérstaklega Erfðabreytt hveiti.  Þjóðaratkvæði verður í Kaliforníu Talið er að um milljón tonna af afla skipa frá Evrópusambandinu sé fleygt fyrir borð á hverju ári. Æðsta valdastofnun ESB, ráðherraráðið, hefur nú samþykkt yfirlýsingu um að lagt verði bann við brottkasti. Vandinn er að bannið á að koma til framkvæmda á mörgum árum og segja sumir sérfræðingar að það muni því ekki duga til að bjarga sumum tegundum. Maria Dam- anaki, sjávarútvegsstjóri í fram- kvæmdastjórninni í Brussel, segir samþykktina samt „skref í rétta átt“. kjon@mbl.is Íhuga bann við brottkasti Leiðtogi hægriflokksins Nýtt lýð- ræði í Grikklandi, Antonis Samaras, reynir nú að höfða til kjósenda sem finnst að allt of margir ólöglegir inn- flytjendur séu í landinu. „Við verðum að ná aftur borgunum okkar úr höndum þeirra sem hafa streymt inn án nokkurra leyfa,“ sagði Samaras. Landamæri Grikklands og Evópu- hluta Tyrklands eru ein algengasta inngönguleiðin fyrir fólk sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í Evrópusambandið. Talið er að nú séu um 800 þúsund ólöglegir inn- flytjendur í Grikklandi. Nokkuð hef- ur verið um árásir á innflytjendur síðustu mánuði. Hefur einn af leið- togum múslíma sakað stjórnmála- menn, einkum á ysta hægri væng, um að ýta undir andúð á múslímum. Kosningar verða í landinu á sunnudag og hafa misvísandi kann- anir sýnt að Nýtt lýðræði og róttæk- ur vinstriflokkur, Syriza, hafi mest fylgi. Sá sem verður stærstur fær aukalega 50 þingsæti. kjon@mbl.is AFP Áróður Kosningaspjöld Nýs lýðræðis og Syriza í Aþenu. Síðarnefndi flokk- urinn vill semja á ný við ESB um lánin sem verða þungur baggi á þjóðinni. Vill draga úr ólög- legum innflutningi Lögin gegn framboði fyrrverandi embættismanna Mubaraks voru í reynd sett til höfuðs Omar Suleim- an, yfirmanni hinnar hötuðu ör- yggis- og leyniþjónustu Mubaraks, sem ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Suleiman tókst hins vegar ekki að safna nægilega mörgum meðmælendum. En mörgum liðsmönnum bylt- ingarinnar sem velti Mubarak í fyrra finnst það óþolandi til- hugsun að einn af æðstu liðs- mönnum hans geti orðið forseti. Með því væri ver- ið að afmá að vissu leyti glæp- ina sem framdir voru í tíð Mub- araks, gera lítið úr fórnum þeirra sem féllu í bylt- ingunni. Shafik eins og rauð dula BYLTINGARSINNAR ÓSÁTTIR VIÐ FRAMBJÓÐANDA Ahmed Shafik Stúlka í Kassala-héraði í austurhluta Súdans með vatnsfötur. Stjórnvöld í Kartúm hafa valdið áhyggjum í ríkjum sem hafa veitt þjóðinni margvíslega aðstoð á seinni árum, nú er búið að vísa sjö alþjóðlegum hjálparstofnunum á brott úr austurhéruðunum. Þar er fátæktin í landinu einna sárust en ráðamenn sýna öðrum ríkjum vaxandi tortryggni. AFP Vísa erlendum hjálpar- stofnunum á brott Heill heimur af ævintýrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.