Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 alltaf tilbúin að vinna meira, taka aukavaktir og mér fannst hún stundum vinna meira en góðu hófi gegndi og ræddum við það okkar á milli að hún yrði að finna smátíma fyrir sig sjálfa og rækta eigið líf meira og minnka vinnuá- lagið. Það náði hún Eybjörg að gera síðustu árin sín og átti góð- an tíma með börnunum sínum og manni. Fyrir hönd starfsfólks heilsu- gæslunnar í Efstaleiti sendi ég fjölskyldu Eybjargar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Megi minning um góðan kollega lifa. Alma Eir Svavarsdóttir. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Það var síðla vetrar 2006 sem við Eybjörg byrjuðum að vinna saman á heilsugæslunni Sól- vangi. Hún hóf þá störf sem heimilislæknir á Sólvangsvegi 3 en ég var þar fyrir sem ritari. Það sem ég tók strax eftir var yndislegur hlátur hennar sem smitaði alla nærstadda. Þessi litla eining okkar átti góðar stundir í kaffitímum og þar var nú margt skrafað og spekúlerað. Með tímanum fengum við að vita að Eybjörg átti vin fyrir vestan sem var henni mjög hug- leikinn enda skrapp hún þangað oft á stóra bílnum sínum. Í ljós kom að vinurinn heitir Einar og að hann var eitthvað meira en vinur enda ljómaði hún öll þegar hún talaði um hann og börnin sín. Í ferðalagi okkar vinnufélag- anna til London komu einhverjir makar með og auðvitað bauð Ey- björg Einari „sínum“. Það fór ekki fram hjá neinum í ferðinni hversu mikil ást, gleði og ham- ingja var á milli þeirra. Þegar við Eybjörg vorum búnar að vinna saman í um fjög- ur ár sagði hún mér skælbros- andi að þau Einar ættu von á erf- ingja. Gleðin var mikil sem og mikill spenningur. Þetta voru yndislegar fréttir. Það var erfitt að fylgjast með veikindum Eybjargar og því mið- ur sá ég hana lítið þann tíma sem þau stóðu. Mig langar hér með að þakka Eybjörgu fyrir yndisleg kynni, hláturinn hennar sem aldrei gleymist og góðar samveru- stundir. Um leið votta ég Einari, Stefaníu, Sigrúnu, Kristjáni, Brynjari og Lilju sem og öðrum aðstandendum Eybjargar mína innilegustu samúð. Ásgerður Halldórsdóttir (Ása). Við kynntumst Eybjörgu árið 2006 þegar hún hóf störf á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafn- arfirði. Fljótlega komumst við að því hversu gott var að starfa með henni og hversu ljúf og þægileg Eybjörg var í allri viðkynningu. Hún starfaði árin á Sólvangi á „litlu stöð“ þar sem oft var glatt á hjalla. Þar naut Eybjörg sín vel og hlátur hennar ómaði á kaffi- stofunni og heyrðist vel fram á gang. Hún hafði einstakan hlátur sem við munum ylja okkur við í minningunni. Eybjörg var mjög mikil handavinnukona. Þegar Lilja litla fór að taka meira pláss í maganum og Eybjörg passaði ekki lengur í fötin sín mætti hún nokkrum sinnum í nýjum kjólum sem við dáðumst að. Hún hafði þá saumað kjólinn um helgina og ekki verið lengi að. Í veikindum Eybjargar síðast- liðið ár prjónaði hún hvert stykk- ið á fætur öðru. Hún prjónaði margar gjafir fyrir síðustu jól og einnig prjónaði hún lopapeysur á fjölskylduna af miklum móð. Ey- björg tók veikindum sínum af æðruleysi og var sama ljúfa Ey- björg allan tímann. Veikindin hafa verið afskaplega erfið fyrir Eybjörgu og alla fjölskylduna en við reyndum eftir bestu getu að létta undir með þeim. Hjúkrun- arfræðingar og sjúkraliðar heilsugæslunnar eru þakklátir fyrir að hafa fengið að aðstoða við umönnun Eybjargar. Það var í senn átakanlegt að horfa á veik- indin ágerast en jafnframt gef- andi að koma til hennar. Við hugsum til Eybjargar með hlýju og söknuði. Hugur okkar er nú hjá stóru fjölskyldunni hennar. Elsku Einar, Stefanía, Sigrún, Kristján, Brynjar, Lilja og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill. Megi ljúfar minningar um yndislega konu sefa sorgina. Fyrir hönd hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða Heilsugæsl- unnar Sólvangi, Ásdís og Inga Valgerður. Á lífsleiðinni hittir maður ýmsar gerðir af fólki og stundum er maður svo heppinn að eiga samleið með góðu fólki sem mað- ur ávallt hugsar til með hlýju. Þannig manneskja var Eybjörg. Við störfuðum saman á Heilsu- gæslustöðinni í Efra-Breiðholti um þriggja ára skeið og dillandi hláturinn, einlæg kátínan og æðruleysið hennar Eybjargar er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Einn föstudaginn fyrir margt löngu vorum við að ræða á kaffistofunni plön helgarinnar og kom uppúr dúrnum að við stefndum á sama sveitaballið í Króksfjarðarnesi í Reykhóla- sveit og vildi Eybjörg lítið gefa upp hvað hún ætlaði sér þangað. Hún átti jú bróður í Mýrartungu þannig að þetta var svo sem ekki óeðlilegt að hún heimsækti Reykhólasveitina. Það sem við vissum ekki vinnufélagarnir var að hún var þá að slá sér upp með Einari úr Gufudal sem svo varð sambýlismaður hennar og barns- faðir. Eybjörg var hamingjusöm með Einari og börnunum og þó að hún talaði sjaldan um sín fjöl- skyldumál var því ekki að leyna að hamingjan hafði barið dyra hjá þeim tveimur og börnunum. Eybjörg hafði mikla sam- kennd með öðru fólki og sem læknir sinnti hún sínum sjúkling- um af alúð og vinskap. Hún var góður félagi og eljusamur heim- ilislæknir, góður kollegi sem við munum öll sakna sárt. Í veik- indum sínum sýndi Eybjörg svo enn styrk sinn og æðruleysi, baráttuvilja og umhyggju sína gagnvart sínum nánustu og öðr- um. Fyrir hönd Félags íslenskra heimilislækna sendi ég fjöl- skyldu hennar, Einari og börn- unum innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna. Eybjörg Bergljót Hansdóttir Elskulegi afi minn Magnús Jóns- son er nú látinn, eftir langa og far- sæla ævi. Hann fékk hægt andlát með ömmu og börnin sín tvö hjá sér, svo það „gat ekki verið betra“, eins og hann sagði svo oft sjálfur. Ef tilgangur lífsins er að láta gott af sér leiða og gefa af sér til fjölskyldu sinnar og samferða- fólks, getur afi svo sannarlega svarað því játandi að hann hafi lif- að til fulls. Hann lifði á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga, en hann ólst upp hjá góðu fólki í Æðey við Ísa- fjarðardjúp þar sem lífsbaráttan var hörð, gekk aldrei í barnaskóla, en varð síðan kennari og skóla- stjóri. Vinkonur mínar í barnæsku, þrjár systur, áttu engan afa og þeim leist svo vel á afa minn að þær voru að hugsa um að biðja hann að vera afi sinn líka. Heimili ömmu og afa var um leið griða- staður og ævintýraheimur, þar var gnægð skemmtilegra bóka og leikfanga fyrir börn og við barna- börnin vorum ávallt velkomin á þeirra heimili. Þegar ég var lítil fór hann með mig út á Ægisíðu að skoða endurnar við gömlu kofana, og í Hljómskálagarðinn að leika. Sumarið 1974 fórum við daglega í Vesturbæjarlaugina þar sem hann kenndi mér að synda. Þegar ég fór að stálpast tók ég strætó til þeirra ömmu og gisti um helgar og afi svaf þá á óþægilegum litlum bedda svo ég gæti verið í rúminu. Á fyrstu önn í menntaskóla fékk ég stærðfræðikennara sem mér tókst ekki að læra neitt hjá, svo ég sleppti stærðfræðitímunum í skól- anum og mætti vikulega til afa sem kenndi mér með þeim ár- angri að ég svaraði öllum spurn- ingum rétt í stærðfræðiprófinu í eina skipti ævinnar. Á háskólaár- unum fór ég til þeirra ömmu í hádegismat og jafnvel þá stappaði afi kartöflurnar fyrir mig á diskn- um. Þegar ég varð móðir sjálf var afi enn og aftur til staðar fyrir mig og passaði syni mína og studdi, eins og hann hefur alltaf gert fyrir fjölskyldu sína. Það segir sína sögu að þegar Magnús sonur minn var 12 ára átti hann að skrifa ritgerð í skólanum um einhverja persónu sem honum fannst mikið til koma. Flestir skrifuðu um merkispersónur sögunnar, en hann valdi að skrifa um afa. Það er svo ótalmargt sem afi kenndi mér, en það mikilvægasta sem ég lærði af honum er hvernig hann sýndi með fordæmi sínu hvað það er að vera góð mann- eskja. Þegar ég var yngri hugsaði ég stundum með ótta til þess tíma að afi yrði ekki lengur hér, en nú þegar sá dagur er kominn finn ég Magnús Jónsson ✝ Magnús Jóns-son fæddist í Bolungarvík 7. ágúst 1916. Hann lést í Reykjavík 6. júní 2012. Útför Magnúsar fór fram frá Árbæjarkirkju 12. júní 2012. að allt það góða sem hann gaf mér mun lifa áfram með mér og vera hluti af mér. Því kveð ég afa með djúpu þakklæti í hjarta. Þórgunnur Ársælsdóttir. Heiðursmaðurinn Magnús Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn, 95 ára gamall. Margs er að minnast á kveðju- stund. Magnús var tengdafaðir minn í rúm 20 ár og mat ég hann mikils. Hann var óvenju heil- steyptur maður, skynsamur, úr- ræðagóður, jákvæður og hjálp- samur. Einbeittan vilja hafði hann án þess að sýna öðrum yfirgang. Hann gat gert það sem hann ein- setti sér, hvort sem það var að ná góðu sambandi við erfiða nemend- ur, leggja fram drjúgan vinnu- skerf við húsbyggingar eða gæta ungabarns hálfan daginn í marga mánuði þegar hann var kominn á efri ár, svo eitthvað sé nefnt. Magnús var myndarlegur mað- ur, hafði gaman af að segja sögur og kasta fram vísu. Var hann gjarnan hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann átti gott með að útskýra sitt mál, en hlustaði líka á það sem aðrir höfðu til mál- anna að leggja, var frábær kenn- ari og skólastjórnandi, enda skólamaður af lífi og sál. Velferð fjölskyldunnar var Magnúsi hjartans mál og hann bar hana á höndum sér alla tíð. Hann hafði ungur misst móður sína, heimilið verið leyst upp og hann alist upp hjá vandalausum. Það hefur verið erfið lífsreynsla, en skilaði honum út í lífsbaráttuna sem sterkum og skilningsríkum einstaklingi. Hann valdi sér góðan lífsförunaut, Sigrúnu Jónsdóttur og saman stóðu þau í blíðu og stríðu í rúm 60 ár. Mig langar að þakka þeim báð- um elskusemi við mig, drengina mína tvo, tengdadóttur og barna- börnin mín, svo og aðra mér ná- komna. Ég votta Sigrúnu, Gyðu og Jóni og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð, þau hafa mikið misst, en eiga líka fjársjóð góðra minninga. Halldóra J. Rafnar. HINSTA KVEÐJA Við minnumst Magnúsar Jónssonar af hlýhug og elsku. Okkar kynni hófust fyrir tuttugu árum og ein- kenndust ætíð af væntum- þykju og velvilja. Einlægur hlátur Magnúsar ómar í minningunni. Við biðjum Sigrúnu, börnum þeirra Jóni og Gyðu og öðrum ást- vinum Guðs blessunar. Blessuð sé minning góðs vinar. Ásdís Magnúsdóttir, Ágúst R. og Vigdís M. Glad. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GARÐARS ÁSBJÖRNSSONAR, Túngötu 3, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja fyrir einstaka umönnun og Ísfélag Vestmannaeyja fyrir trygga og góða vináttu Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Sigurðardóttir. ✝ Við þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og skilning við andlát og útför STEFÁNS PÁLS STEFÁNSSONAR. Stefán Garðar Níelsson, Hulda Marín Njálsdóttir, Birkir Freyr Stefánsson, Anný Rós Guðmundsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir, Rósa Stefánsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ BERGRÓS JÓNASDÓTTIR, fyrrum húsfreyja í Norður-Hvammi í Mýrdal, síðar Smáratúni 20, Selfossi, sem lést á Hjallatúni í Vík föstudaginn 8. júní, verður jarðsett frá Selfosskirkju laugardaginn 16. júní kl. 11.00. Erla Eyþórsdóttir, Brynjólfur Ámundason, Gísli Sævar Hermannsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sjöfn Hermannsdóttir, Jónas Smári Hermannsson, Anna Droplaug Erlingsdóttir, Hreiðar Hermannsson, Ágústa Jónsdóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Almar Sigurðsson. ✝ Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elsku eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS S. OTTÓSSONAR. Innilegar þakkir færum við starfsfólki 11-E Landspítala, heimahlynningar- og líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi. Steinunn Árnadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Helgi Rafn Jósteinsson, Kristín Ólafsdóttir, Davíð Sigurjónsson, Erna Ólafsdóttir, Helgi Arnarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.