Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 ✝ Kristjana Guð-rún Einars- dóttir fæddist að Kollsá í Grunnavík- urhreppi 10. októ- ber 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Guðmann Guð- leifsson bóndi, f. 16. apríl 1886, d. 4. febrúar1967 og Jóna Ólöf Jóhannesdóttir, f. 10. júlí 1887, d. 29. nóvember 1967. Systkini hennar voru: Jakob Kristján Einarsson, látinn, Rann- veig Jóhanna Einarsdóttir, látin. Benjamín Kristján Eiríksson, lát- inn, hálfbróðir, sammæðra. Kristjana Guðrún giftist í nóv- ember 1953 Lárusi Kristjánssyni húsasmíðameistara, f. 28. ágúst 1929, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar trésmiðs og Elínar unnusti hennar er Tómas Orri. 5) Iðunn skrifstofumaður, gift Óðni húsasmið og sjómanni, þau eiga soninn Anton Má, unnusta hans er Embla Dís. Fyrir átti Óðinn soninn Brynjar, giftur Aldísi, þau eiga saman fjögur börn. 6) Lára Kristjana verslunarmaður, í sam- búð með Bjarka stýrimanni, dæt- ur þeirra eru: a) Hildur Björk, unnusti hennar er Arnór, b) Guð- rún María, unnusti hennar er Óð- inn. Kristjana Guðrún var einn vet- ur í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði, vann á Farsóttarheim- ilinu í Reykjavík um tíma. Flutt- ist til Vestmannaeyja á fimmta áratug síðustu aldar og vann þá hjá Ísfélagi Vestmannaeyja auk Fiskverkuninni Eyjaberg. Þegar barnauppeldi lauk, hóf hún aftur störf hjá Ísfélaginu og lauk þar sinni starfsævi. Hannyrðir voru hennar hjartans mál og ylja margar peysurnar, sokkar og vettlingar börnum og barnabörn- um. Þá lagði hún Vorinu styrkt- arfélagi lið með prjónelsi og öðru smálegu. Útför Kristjönu Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í dag, 4. júlí 2012, kl. 15. Oddsdóttur frá Heið- arbrún. Börn Krist- jönu Guðrúnar og Lárusar eru: 1) Ólaf- ur Einar kennari, giftur Emmu Hinriku leikskólastjóra, þau eiga synina a) Kjart- an, giftur Erlu Björgu, dætur þeirra eru Anna Birna og Kristjana Emma. b) Hlynur. 2) Kristín Auður verslunarmaður, gift Jón- asi Kristni trésmið, synir þeirra eru: a) Lárus Gunnar, giftur Hall- dóru Björk, börn þeirra eru Lauf- ey Kristín, Gerður Katrín og Sölvi Breki. b) Brynjar Freyr. 3) Hrönn bóndi, í sambúð Bergi bónda í Pét- ursey, synir þeirra eru: tvíbur- arnir Gunnþór og Bergþór. 4) Elín leiðbeinandi, í sambúð með Ómari rekstrarstjóra, börn þeirra eru: a) Andri, giftur Bergrúnu Írisi, son- ur þeirra er Darri Freyr, b) Aníta, Það er með sorg og söknuði í hjarta sem við kveðjum hana elsku mömmu í dag. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Alltaf stóðstu með okkur systk- inunum hvað sem dundi á og hafð- ir alltaf mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku mamma, megi sál þín hvíla í friði og góði Guð, viltu styrkja pabba í sorginni. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Ólafur, Kristín, Hrönn, Elín, Iðunn og Lára. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Í dag kveð ég ástkæru tengda- móður mína Kristjönu Guðrúnu eða Gunnu eins og hún var alltaf kölluð. Ég gæti skrifað heila bók um þessa yndislegu og skemmti- legu konu, en ljóðið hér að ofan lýsir henni fyllilega. Ef orðið „góð manneskja“ hefur einhverja meiningu þá er enginn að þessum orðum betur kominn en hún Gunna mín. Nú hefur hún prjónað sinn síðasta prjón. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Elsku Gunna hafðu þökk fyrir allt. Yndislega minning þín lifir áfram. Elska þig, sofðu rótt. Þín tengdadóttir, Emma Hinrika (Emma Vídó). Fallin er frá hjartkær tengda- móðir mín Kristjana Guðrún Ein- arsdóttir, eða amma Gunna eins og hún var jafnan kölluð. Með ör- fáum fátæklegum orðum langar mig að kveðja þessa yndislegu manneskju sem tengdamóðir mín var og þakka það hversu vel og hlýlega hún tók á móti mér ung- um og óburðugum unglingnum er ég fór að gera hosur mínar græn- ar fyrir einni af heimasætunum á heimilinu. Allt til hinstu stundar bar engan skugga á þessi sam- skipti og oft áttum við í glettn- islegum orðaskiptum sem við nut- um að láta fljúga á milli okkar, en slíkt lífsfjör einkenndi hana ein- mitt svo mjög sem manneskju. Það læðist að mér sá grunur að ömmu Gunnu sé ekkert um það gefið að ég sé að pára einhver lofs- yrði um hana og kæmi mér ekki á óvart ef heyrðist frá henni fara eitthvað á þessa leið, „Jónas minn hvað ertu nú að gera!“ Nein hún tengdamóðir mín var ekki fyrir að vera í sviðsljósinu, en var hornsteinn fjölskyldunnar og vakin og sofin yfir allri velferð hennar. Samgladdist yfir stóru sem smáu. og ekki þurfti mikið til- efni til að gleðjast og hafa gaman. Það að hittast yfir kaffi og pönnslum var nóg til að gera gleðistund með. Með þessari bæn langar mig að gera að kveðjuorðum mínum til þín, elsku tengdó, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi) Þinn tengdasonur, Jónas Kristinn Eggertsson. „Þetta er ekki eins og hjá ömmu Gunnu.“ Þetta er setning sem ég hef oft notað eða hugsað um þegar ég borða pönnukökur með sykri. Það er nefnilega þann- ig að enginn gat eða á eftir að geta gert eins góðar pönnukökur og amma gerði. Einnig gerði amma alveg einstakar flatar brauðtertur sem voru listaverk með útskorinni skinku, gúrku og öðru góðgæti. Í eldhúsinu var hún algjörlega á heimavelli, hún var meistarakokkur. Amma Gunna var einstök kona, það var allt svo rólegt, þægilegt og gott í kringum hana. Að kíkja til ömmu og afa á Brim- hólabrautina innihélt alltaf að maður fékk eitthvað gott að borða, oft greip amma í spil með okkur, gaf okkur sokka eða vet- linga sem hún prjónaði og svo var kíkt upp í kistuna og náð í ís. Alltaf var hún amma að gefa af sér og þegar ég eignaðist mín börn þá fengu þau einnig að njóta gjafmildis hennar. Hún fylgist vel með okkur og öllum sínum enda skiptum við öll hana miklu máli, hún lifði fyrir sitt fólk. Þegar ég eignaðist yngri dótt- ur mína fyrir tveimur árum kom lítið annað til greina en að gefa ömmu nöfnu og hlaut hún nafnið Kristjana Emma. Amma Gunna fylgist með vel með nöfnu sinni sem fékk reglulega sendingu frá henni með vettlingum eða sokk- um. Þannig var amma Gunna, alltaf að gefa. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku amma Gunna, hafðu mikla þökk fyrir allt. Þú gafst okkur öllum svo mikið og góðar minningar munu lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Þinn Kjartan. Elsku amma Gunna, svo góð, svo hlý. Þá er komið að stundinni sem okkur kveið alltaf fyrir, það er að kveðja þig. En nú vitum við amma að nú ert þú komin á góðan stað og þér líður vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig amma og huggi afa. Anton Már og Guðrún María. Elsku amma. Það skiptast á skin og skúrir í lífinu og við fjöl- skyldan vorum rækilega minnt á það í þessari viku. Það er erfitt fyrir lítinn gutta að alast upp fjarri ömmum sínum og öfum en þeim mun sterkari eru minningarnar um öll ferðalögin til Vestmannaeyja til að hitta ykkur. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist þín og rifja upp allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa á Brimó og seinna í Kleifó og svo á Hraunbúðir. Alltaf gat mað- ur gengið að því vísu að fá góðar móttökur; innileg knús og kossa, bestu pönnukökurnar, jafnvel ís úr frystikistunni eða eitthvað ann- að góðgæti. Umhyggja þín gagnvart okkur barnabörnunum var óþrjótandi. Þau eru ófá skiptin sem þú vafðir okkur inní „lúring“ og sást til þess að okkur yrði ekki kalt. Ég vissi því alveg að páfagaukurinn Pási væri best geymdur hjá þér þegar ég flutti ungur frá Vestmannaeyjum. Reyndar tók ég hann einu sinni með mér uppá land en vildi að hann færi strax til þín aftur þegar ég frétti hvað þú saknaðir hans. Það var alltaf erfitt að kveðja þegar kominn var tími til að fara aftur heim uppá land. Rétt eins og ég á eftir að sakna þess að heim- sækja þig á ég eftir að sakna þess að tala við þig í síma. Mér er sér- staklega eftirminnilegt samtal sem við áttum um siðferði á int- ernetinu, sem þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á þrátt fyrir að hafa aldrei átt tölvu né prófað eina slíka. Já, amma þú fylgdist vel með og varst með allt á hreinu og sýndir okkur fjölskyldunni mikinn áhuga. Vænst þykir mér einmitt um stundirnar sem við Begga átt- um með ykkur afa og Darra Frey. Strax eftir að hann hafði fengið nafn komum við til ykkar og loks- ins fékkstu að kyssa hann undir iljarnar. Þegar ég flutti fimm ára gamall uppá land frá Vestmannaeyjum hafði ég víst miklar áhyggjur af því hver myndi biðja bænirnar með mér. Það var auðvitað í þínum höndum og ömmu Dúru. En ég var fljótur að læra og amma Dúra segir mér að þú hafir kennt mér þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, ég á eftir að hugsa til þín í hvert sinn sem ég dreg yfir mig „lúring“, þegar ég baka og þegar ég set slæðu um hálsinn þegar ég er að kvefast. Ég vona að ég geti sýnt fólkinu í kringum mig jafn mikla hjarta- hlýju og þú sýndir öllum í kringum þig. Við höldum áfram að kyssa Darra Frey undir iljarnar og segja honum frá Ömmu Gunnu. Andri. Kristjana Guðrún Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristjönu Guðrúnu Ein- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA SOFFÍA LONG kennari, Norðurbrún 1, Reykjavík, er látin. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.00. Sigurbjörg Eyrún Þorvaldsdóttir, Kjartan Þór Þorvaldsson, Hildur Ása Sævarsdóttir, Sandra María Kjartansdóttir, Kristófer Þór Kjartansson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JÚLÍUSDÓTTIR Bíbí, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.00. Birgir Stefánsson, Þorgerður Edda Birgisdóttir, Jón Ellert Sverrisson, Brynhildur Birgisdóttir, Einar Þór Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON vélsmiður, Aðalstræti 97, Patreksfirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði laugardaginn 23. júní verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnardeildina Unni á Patreksfirði. Ingveldur Ásta Hjartardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Björn Ágúst Jónsson, Rikharð H. Sigurðsson, Sigurður Svanur Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG HRÓLFSDÓTTIR, Þjórsártúni, lést á Hrafnistu föstudaginn 29. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valgerður Ölvisdóttir, Gunnar Snorrason, Lilja Ölvisdóttir, Emil Kristófersson, Kristjana Ingibjörg Ölvisdóttir, Jón Ármann Sigurðsson, Karl Ölvisson, Jóhanna Hilmarsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Guðmundur Unnar Agnarsson, Hrólfur Ölvisson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og tengdamóðir, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR URUP myndlistarkona frá Sauðárkróki, Vejlesövej 34A, Holte 2840, Danmörku, lést í Holte fimmtudaginn 28. júní. Útförin fer fram miðvikudaginn 11. júlí í Virum Kirke, kl. 12.00. Kristín, Edda, Arne, Tora, Stefan, Stella, Bertil, Laurence, Kjartan Jan, Jonathan. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT UNNUR GUTTORMSDÓTTIR, Þvottá, Álftafirði, sem lést miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsungin frá Djúpavogskirkju föstudaginn 6. júlí kl. 14.00. Smári Kristinsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Hanna Kristinsdóttir, Björn Jónsson, Kári Alfreðsson, Guðmundur Kristinsson, Hafdís Gunnarsdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.