Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
Starfsmenn ÍAV hf. vinna í sumar af
fullum krafti við gerð Sauðárveitna á
Hraunum. Með þessum framkvæmd-
um mun afkastageta Fljótsdalsstöðv-
ar Kárahnjúkavirkjunar aukast um
40 GWst á ári.
Innri- og Ytri-Sauðá eru tvær
austustu árnar á virkjunarsvæði
Kárahnjúkavirkjunar. Vatni frá
væntanlegri Sauðárveitu verður veitt
í Grjótá en frá Grjótárlóni liggja jarð-
göng yfir í Kelduárlón, sem er hluti af
mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar.
Tilboð voru opnuð í stíflufram-
kvæmdir og skurði í vor og var geng-
ið til samninga við ÍAV hf. Eru verk-
lok áætluð 1. október næstkomandi.
Óli Grétar Blöndal Sveinsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Landsvirkjunar, segir að gerðar
verði tvær fremur lágar stíflur auk
skurðarmannvirkja. Stíflan sem reist
verður í Innri-Sauðá verður sjö
metra há. Skurðir eru misdjúpir en
dýpstur skurður verður grafinn við
Innri-Sauðá sem verður 14 metra
djúpur.
Framkvæmdir í sumar gátu ekki
hafist fyrr en 20. júní vegna mikilla
snjóa en þær fara fram í um 800
metra hæð yfir sjávarmáli.
„Núna eru 16 manns á verkstað en
áætlað er að 20 til 30 starfsmenn
verði þarna í sumar,“ segir Óli Grét-
ar.
Á seinasta sumri var lokið við
vegagerð vegna Sauðárveitu, settar
voru upp vinnubúðir og hafinn gröft-
ur veituskurða.
Sauðárveita verður að öllu
óbreyttu tekin í notkun 1. október nk.
omfr@mbl.is
Framkvæmdir
í fullum gangi
Fyrirsögn hér
Fyrirhuguð
Innri-Sauðárveita
og Ytri-Sauðárveita
Kortið er byggt á gögnum Landmælinga Íslands
ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU
Opið virka daga frá 10-18
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lög-
reglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangs-
miklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn
af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töfl-
urnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í
sína vörslu 200 ampúlur og verulegt magn af sterum í
vökvaformi. Þremenningarnir, sem allir eru skipverjar hjá
Eimskipi, hafa játað aðild sína að málinu, segir í frétt frá
lögreglunni.
Tveir mannanna voru handteknir í Vestmannaeyjum, en
þeir fóru þaðan á litlum fiskibáti og sóttu varninginn þegar
honum varpað í sjóinn af skipverja á Brúarfossi. Skipið var
þá á siglingu á milli lands og Vestmannaeyja, en lögreglu-
menn fylgdust með ferðum þess og sáu þegar fimm plast-
dunkum, festum við flotholt, var varpað í sjóinn.
Mennirnir á fiskibátnum sigldu með góssið til Vest-
mannaeyja og voru að bera það í land þegar lögreglan
handtók þá, eins og að framan greinir. Áðurnefndur skip-
verji var svo handtekinn þegar Brúarfoss kom til Reykja-
víkur á sunnudagskvöld.
Í rannsókn í nokkrar vikur
Rannsókn málsins hófst fyrir nokkrum vikum, eða þeg-
ar lögreglan komst á snoðir um fyrirhugað smygl. Rann-
sóknin var unnin í samvinnu við lögregluna í Vestmanna-
eyjum og tollgæsluna.
Sóttu smyglgóss á smábáti
Þrír menn hafa játað smygl á áfengi, tóbaki og sterum
Matvöruverslun Iceland-keðjunnar
verður opnuð 28. júlí í Engihjalla í
Kópavogi í húsnæði sem áður hýsti
verslun 10/11. Búið er að ráða
starfsfólk í allar stöður, um níu
manns, og hefur það þegar hafið
störf. Jóhannes Jónsson, áður
kenndur við Bónus, er fram-
kvæmdastjóri Iceland á Íslandi.
Iceland-verslun opn-
uð í Engihjallanum
Egill Einarsson hefur lagt fram
kæru á hendur stúlku sem kærði
hann fyrir nauðgun. Hann hefur
einnig lagt fram kæru á hendur
vinkonum hennar og óskað eftir
lögreglurannsókn á kæru stúlk-
unnar. Í yfirlýsingu segist hann
hafa einsett sér að komast til botns
í þessu máli.
Hefur kært stúlku
sem kærði nauðgun
Dauð vogmær fannst í fjörunni við vitann í Kálfshamarsvík í gær. Þar
voru á göngu Jónas Skaftason og barnabarn hans, Silja Marín Róberts-
dóttir, og kom rekinn þeim á óvart. Jónas var lengi til sjós, en segist í
samtali við fréttaritara ekki hafa séð svona fisk áður. Vogmærin var 1,4
metrar á lengd. Á vísindavef HÍ segir að vogmær geti orðið um þrír
metrar á lengd.
Heimkynni hennar eru í Norðaustur-Atlantshafi og þar segir að hún
virðist vera algeng allt í kringum Ísland, nema undan ströndum Norð-
austurlands og Austurlands. Vogmær finnst undan ströndum Noregs, í
Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður til Madeira.
Vogmær Jónas Skaftason og Silja Marín Róbertsdóttir með fiskinn.
Óvæntur reki í
Kálfshamarsvík
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson