Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
STUTT
Kristján Valur Ingólfsson, vígslu-
biskup í Skálholti, vígði um síðustu
helgi nýjan kirkjugarð við Sól-
heimakirkju.
Í tilkynningu segir, að kirkju-
garðurinn hafi verið á deiliskipu-
lagi frá árinu 2001 og sé því merk-
um áfanga náð.
Á aðalsafnaðarfundi Mosfells-
sóknar 1. júlí árið 2010, hafi verið
samþykkt að senda umsókn Sól-
heima til Kirkjugarðaráðs um upp-
töku nýs kirkjugarðs við Sólheima-
kirkju.
Fram kemur að margir hafi kom-
ið að undirbúningi við garðinn.
Kostnaður við gerð garðsins sé
alfarið á höndum Sólheima, svo og
allt viðhald og umhirða.
Sólheimakirkja var vígð árið
2005 en framkvæmdir hófust þar
árið 2002. Prestur Sólheima er sr.
Birgir Thomsen.
Nýr kirkjugarður
vígður á Sólheimum
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty stendur fyrir
uppákomu á Austurvelli í Reykjavík klukkan 12 í dag.
Þar munu ungir aðgerðasinnar safna undirskrifum og
vera með sýningu á algengum pyntingaaðferðum.
Í tilkynningu segir að fólki gefist þar færi á að prófa
aðferðirnar í örstuttan tíma og kynna sér málefni
Kanadamanns að nafni Maher Arar, sem hafi sætt pynt-
ingum af hálfu sýrlenskra stjórnvalda.
Ungliðahreyfingin var stofnuð síðasta vor af ungum
aðgerðarsinnum á aldrinum 16-25 ára.
Sýning á pyntingaaðferðum
Maher Arar
Vinabæjamót ungmenna frá öllum
Norðurlöndum hófst á Akureyri í
gær.
Að þessu sinni eru mætt til leiks
um 100 ungmenni á aldrinum 16-20
ára sem taka þátt í ýmsum smiðj-
um.
Mótinu lýkur á laugardagskvöld
en klukkan 16 þann dag verður sett
upp leiksýningin Lifun í Hofi. Sú
sýning er byggð á tónverki hljóm-
sveitarinnar Trúbrots.
Vinir Norrænu ungmennin á æfingu í Hofi.
Norræn ungmenni
á vinabæjamóti
Birkir Fanndal
Mývatnssveit | Á gömlum skræðum
er til sú sögn að biskuparnir í Skál-
holti og á Hólum hafi gert með sér
það samkomulag fyrrum, að eiga
mótsstað á hálsinum milli Víðidals
og Grímsstaða á Fjöllum þegar þeir
væru á vísitasíuferðum í umdæmum
sínum. Þar heitir á Biskupshálsi. Á
hálsinum eru skil milli Austfirð-
ingafjórðungs og Norðlend-
ingafjórðungs og jafnframt mörk
biskupsdæma Skálholts og Hóla,
einnig skilur þar á milli sveitarfélag-
anna Norðurþings og Fljótsdalshér-
aðs.
Um hálsinn hefur um aldir legið
þjóðleið þeirra sem erindi áttu milli
landsfjórðunga. Vörður eru þar enn
allnokkrar og vel sér fyrir fyrstu bíl-
slóðinni upp hálsinn vestanfrá.
Skammt er þaðan norður til gömlu
Grímsstaða en nokkur spölur suður í
Möðrudal. Á hálsinum á merkjum
Grímsstaða og Víðidals eru tvö all-
mikil grjóthrúgöld sem heita Bisk-
upavörður. Skammt þar frá er beinn
og breiður vegur um hálsinn þjóð-
vegur 1. Fögur fjallasýn er af háls-
inum. Í vestri Mývatnsöræfi með
Jökulsá og Hrossaborg í forgrunni
en í suðri Víðidalsfjöll með sínum
fögru tindum. Sannarlega ástæða til
að „hefja augu sín til fjallanna“.
Eftir að byggð lagðist af í Víðidal
á Fjöllum um síðustu aldamót keypti
Landgræðslan jörðina og hefur lagt
í það metnað síðan að styrkja gróður
á dalnum og var ekki vanþörf á, en
landareignin sem er 24 þús. ha. er
um 90% örfoka land. Nú vinnur
Landgræðslan að því hörðum hönd-
um að stöðva uppblástur og græða
jörðina upphaflegum gróðri og hefur
það verkefni gengið framar vonum
að sögn Stefáns Skaftasonar.
Þessu til viðbótar hefur Land-
græðslan, nú í samvinnu með Bisk-
upsstofu, Vegagerð og Fornleifa-
vernd, látið gera myndarlegan
áningarstað þar á hálsinum. Yfirum-
sjón með verkinu hafði Stefán
Skaftason í Straumnesi en fjölmarg-
ir hafa komið að verkefninu og lagt
því lið með ýmsum hætti.
Mæltu sér mót á fjöllum
Um síðustu helgi mæltu sér mót
þarna á nýja áningarstaðnum, bisk-
up Íslands Karl Sigurbjörnsson,
biskuparnir í Skálholti og á Hólum,
þeir Kristján Valur Ingólfsson og
Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Einnig
voru þar með í för Víðirhólsprestur
sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson,
Möðrudalsprestur sr. Lára Odds-
dóttir og Grenjaðarstaðaprestur sr.
Þorgrímur Daníelsson. Þarna voru
einnig mættir fulltrúar Vegagerðar,
Landgræðslu, Fornleifaverndar og
Fljótsdalshéraðs auk annarra, eða
samtals um 40 manns.
Athöfnin hófst með ávarpi Guð-
mundar Stefánssonar, sviðsstjóra
Landgræðslu, þá fór Stefán Skafta-
son yfir sögu staðarins og framgang
verkefnisins, en að lokum talaði
biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son. Hann kvað það gleðiefni að
menn skyldu hér vilja draga fram og
gera söguna sýnilega. „Gefið gaum
að gömlum götum,“ sagði hann og
fór síðan með 121. Davíðssálm „Ég
hef augu mín til fjallanna.“ Að því
sögðu afhjúpuðu biskuparnir þrír
allir saman upplýsingaskilti stað-
arins. Athöfnin lauk með því að við-
staddir gengu stuttan stíg að gömlu
biskupavörðunum og lituðust þar
um áður en haldið var austur í
Möðrudal þar sem Möðrudals-
kjötsúpan landskunna beið þeirra
sem hana vildu.
Þessi athöfn mun hafa verið síð-
asta embættisverk Karls Sigur-
björnssonar sem biskups Íslands.
Karl hefur áður sýnt „gömlum göt-
um“ ræktarsemi. Þess minnast
margir Þingeyingar þegar hann
söng messu í Suðurárbotnum í ágúst
1999 til að minnast fornrar biskupa-
leiðar um Ódáðahraun sem Jón
Sigurgeirsson frá Helluvaði hafði þá
nýlega grafið úr gleymsku.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Á Biskupshálsi Biskupar og prestar við athöfnina. Kristján Valur Ingólfsson, Karl Sigurbjörnsson, séra Lára Odds-
dóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, séra Þorgrímur Daníelsson og séra Örnólfur J. Ólafsson.
Biskupar á Biskupshálsi
Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is
Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir
Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Fersk skata með rjóma-
lagaðri sítrónu-dillsósu