Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
✝ Karl Guð-mundsson
íþróttakennari
fæddist í Reykjavík
28. janúar 1924.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 24. júní 2012.
Faðir Karls var
Guðmundur Jóns-
son, f. 27. nóv-
ember 1896, d. 21.
febrúar 1966, son-
ur Gyðríðar Steinsdóttur frá
Einarshöfn á Eyrarbakka og
Jóns Sigurðssonar frá Brekkum
í Holtahreppi í Rang-
árvallasýslu. Móðir Karls var
Sigurást G. Níelsdóttir, f. 6. nóv-
ember 1896, d. 29. nóvember
1978, dóttir Marsibilar Sigurð-
ardóttur úr Staðastaðasókn og
Níelsar Ólafssonar úr Ingjalds-
hólssókn. Systkini Karls voru,
Guðmundur V. Guðmundsson, f.
1926, d. 2007, Steinn Guðmunds-
son, f. 1932, d. 2011 og Marsibil
Katrín Guðmundsdóttir, f. 1939.
Árið 1947 kvæntist Karl eft-
irlifandi eiginkonu sinni Sigríði
Stefánsdóttur frá Ísafirði, f.
25.3. 1925. Foreldrar hennar
Þýskalands og sótti fjölmörg
námskeið heima og erlendis.
Haustið 1949 hóf hann störf við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
og kenndi þar í 17 ár, aðallega
íþróttir en einnig vélritun og
heilsufræði. Árið 1966 hóf hann
störf við Kennaraskóla Íslands,
síðar Kennaraháskóla Íslands,
og var þar lektor í íþróttafræð-
um til ársins 1985. Tók þá við
starfi fræðslustjóra hjá ÍSÍ og
sinnti þar þýðingum og fræðslu-
og útgáfumálum til ársins 1996.
Á unglingsárum gekk Karl í
Knattspyrnufélagið Fram og lék
með félaginu fram til ársins
1953. Hann lék með landsliði Ís-
lands tíu fyrstu landsleikina og
varð síðar þjálfari landsliðsins
frá 5́4-́62. Var framkvæmda-
stjóri KSÍ 7́9-́80. Kenndi verð-
andi knattspyrnuþjálfurum um
árabil á vegum Íþrótta¬kenn-
ara¬skólans á Laugarvatni og
KSÍ. Hann var knattspyrnu-
þjálfari í Lilleström og í Sand-
efjord, Noregi, á árunum 5́8, 6́0
og 6́2. Karl var sæmdur gull-
merkjum ÍSÍ, KSÍ, KRR og
Fálkaorðunni fyrir störf sín að
íþróttamálum. Einnig heið-
ursmerki Stangveiðifélagsins
þar sem hann sat í stjórn. Hann
starfaði í Frímúrarareglunni í
tæp 60 ár.
Útför Karls fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 4. júlí 2012,
og hefst athöfnin kl. 13.
voru Guðrún
Helgadóttir og
Stefán Bjarnason
skipstjóri frá Ísa-
firði. Börn Karls og
Sigríðar eru fjögur:
1) Stefán, f. 1947, d.
1947. 2) Guðrún,
maki hennar er
Jens Hilmarsson og
eiga þau tvö börn:
Karl Kristberg og
Sigríði Ýri, maki
hennar er W. Róbert Wessman.
Börn þeirra eru: Helena Ýr og
Jens Hilmar. 3) Ásta Sigrún,
maki hennar var Sigþór Her-
mannsson, d. 2005. 4) Stefán
Örn.
Karl stundaði nám við
Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni og útskrifaðist
þaðan 1944. Fór tveimur árum
síðar til Englands í framhalds-
nám til þess að afla sér frekari
menntunar í knattspyrnuþjálf-
un. Hann lauk prófi frá Norges
Idrettshøgskole í Osló 5́9 og vet-
urinn 1981-́82 stundaði hann
nám í þróttafræðum við Luther
College, Decorah, Iowa,
Bandar. Karl fór í námsferðir til
Í dag er kvaddur hinztu kveðju
vinur minn og félagi, Karl M.
Guðmundsson íþróttakennari.
Mínar fyrstu minningar um hann
eru frá gamla Melavellinum þar
sem við strákarnir fylgdust með
afrekum Framliðsins í knatt-
spyrnu með hinn knáa bakvörð
Kalla Gumm í fullu fjöri. Hann
lék lengi í íslenzka landsliðinu og
var þjálfari í Noregi um árabil.
Kynni okkar hófust þegar ég
kom til náms í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar þar sem Karl var
íþróttakennari og endurnýjuðust
og urðu að góðri vináttu þegar ég
mörgum árum síðar var kjörinn í
stjórn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, en þar var Karl ritari fé-
lagsins.
Magnús Ólafsson læknir var
þá formaður félagsins og höfðu
hann og Karl árum saman stund-
að veiðar, ásamt konum sínum, í
Sandá í Þistilfirði og var mér og
konu minni boðin þátttaka í þess-
um hópi. Áttum við saman
ógleymanlegar stundir bæði í
Sandá og öðrum ám.
Eiginkonur okkar náðu vel
saman og héldu hópinn árum
saman. Það vakti kátínu eftir
margra ára samveru þegar
Hidda eiginkona Kalla og Lillý
heitin eiginkona mín, fundu út að
þær voru þremenningar að
skyldleika.
Ekki minnkaði samveran þeg-
ar Hidda og Kalli keyptu sum-
arhús við Meðalfellsvatn í Kjós
og gerðust nágrannar okkar þar.
Karl var einn af elstu félögum í
Frímúrarastúkunni Mími og
hann og Magnús Ólafsson voru
meðmælendur mínir við inn-
göngu mína í
Frímúrararegluna og fyrir það
er ég þakklátur.
Seinustu árin voru heilsufars-
lega erfið hjá Karli. Hann þjáðist
af sykursýki sem hafði alvarlegar
afleiðingar, en hann var vel
studdur af sínu fólki.
Ég vil þakka Karli fyrir góð
kynni og alla samveru og votta
Hiddu og fjölskyldunni allri inni-
lega samúð frá mér og fjölskyldu
minni.
Ólafur G. Karlsson.
Góður vinskapur hófst árið
1953 við Karl, Hiddu og börn
þeirra er foreldrar mínir, Magn-
ús Ólafsson læknir og Annella
Stefánsdóttir, bróðir minn Ólafur
F. Magnússon og ég fluttum að
Laugavegi 141 í sama hús og þau
bjuggu í.
Síðan eftir framhaldsnám föð-
ur míns í Washington DC og við
fluttum aftur heim til Íslands
endurnýjuðust kynnin við Karl
og Hiddu eilífum vinarböndum.
Karl var landsþekktur íþrótta-
maður. Þegar hann stundaði nám
við Íþróttaháskólann í Osló spil-
aði hann samhliða því fótbolta
með norskum liðum. Þegar heim
var komið var Fram liðið hans en
þó með þeim undantekningum að
þar sem skortur var á góðum
þjálfurum hérlendis í þá daga tók
hann bæði að sér þjálfun hjá Val
og KR auk þess að þjálfa ís-
lenska landsliðið í knattspyrnu
um skeið. Þá spilaði Karl lands-
leiki á árunum 1946 til 1954 og
var fyrirliði þess frá árinu 1951.
Karl var um langt árabil
íþróttakennari og kenndi hann
mér er ég var nemandi í Kenn-
araskóla Íslands. Þar var hann í
essinu sínu og gerði hann stirða
nemendur fima til lima. Sjálfum
leið mér eins og sprækum fjalla-
læk eftir þjálfun hans.
Faðir minn og Karl áttu
sameiginlegt áhugamál sem var
stangaveiði. Minnist ég sem tán-
ingur skemmtilegra veiðiferða í
Sandá þar sem Guðjón Einars-
son og Hjördís heitin voru í veiði-
túrum ásamt Karli heitnum,
Hiddu og foreldrum mínum.
Haldnar voru skemmtilegar
kvöldvökur þar sem Karl og Guð-
jón fóru í hin ýmsu gervi og grín-
uðu af einstakri list fram á rauða
nótt.
Karl gerðist frímúrarabróðir
árið 1954 og var í stúkunni Mími.
Hann var meðmælandi föður
míns sem gekk í stúkuna árið
1976 og var einn af mörgum er
fögnuðu mér við upptöku mína í
Mími árið 1985. Karl starfaði um
langt árabil sem ritari stúkunnar
enda skrift hans algjör skraut-
skrift. Segja má, er hann var kos-
inn í stjórn Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, að þá var hann að
sjálfsögðu kosinn í embætti rit-
ara stjórnar sem hann sinnti af
alúð í 16 ár. Hann hlaut heiðurs-
merki SVFR fyrir störf sín og
hefur stjórn SVFR beðið mig
fyrir þakklætis- og samúðar-
kveðjur til Hiddu og fjölskyldu.
Karl var sæmdur hinni ís-
lensku fálkaorðu á síðasta ári
fyrir störf sín fyrir knattspyrnu-
hreyfinguna og fyrir kennslu og
uppbyggingarstörf íþróttaiðkun-
ar.
Karl var maður fríður, spengi-
legur og nærgætinn gagnvart
öðru fólki. Hann var og hörku
tenórsöngvari. Þegar ég stýrði
kvöldskemmtun hjá Landssam-
tökum stangaveiðifélaga í Mun-
aðarnesi fyrir margt löngu kall-
aði ég Karl upp á svið ásamt
fleirum og er mér minnisstætt
þegar hann og Þórólfur Hall-
dórsson, sýslumaður og stór-
söngvari, tóku dúett er ómaði um
allan Norðurárdal. Viti menn,
kýrnar á Glitstöðum áttu met-
mjaltir daginn eftir.
Síðustu árin barðist Karl við
hinn illvíga sjúkdóm sykursýki
eins og sönn hetja og hjúkraði
Hidda honum af ást og alúð til
kveðjustundar.
Nú þegar ég kveð Karl sendi
ég, móðir mín og Ólafur bróðir
hugheilar samúðarkveðjur til
Hiddu og fjölskyldu.
Kæri bróðir, Karl, megi hinn
hæsti höfuðsmiður himins og
jarðar lýsa þér leiðina til austurs-
ins eilífa.
Stefán Á. Magnússon.
Þegar Kalli hefur nú kvatt
okkur eftir erfiða baráttu er mér
ljúft að minnast hans. Við áttum
margar góðar stundir saman á
langri vegferð þótt fótboltinn
væri sjaldnast efst á blaði í okkar
spjalli. Kalli birtist okkur vestur
á Ísafirði fyrir 65 árum, glæsi-
legur ungur maður, bar með sér
frískan andblæ að sunnan og
gekk í hjónaband með Sigríði,
sem í okkar hópi hefur jafnan
verið kölluð Hidda, dóttur Guð-
rúnar og Stefáns Bjarnasonar.
Fjölskyldur okkar höfðu búið
undir sama þaki við Tangagötuna
um árabil og tengst sterkum vin-
áttuböndum, jafnvel svo, að Guð-
rún og Stefán urðu mér nánast
amma og afi þótt engin væru ætt-
artengsl. Hidda hafði á ferming-
araldri gætt mín um skeið eftir að
ég fór að ganga og tengslin hafa
haldist æ síðan. Þannig varð ég
heimilisvinur þeirra Hiddu og
Kalla frá upphafi. Vinátta, sem
með árunum varð mér mikils
virði.
Ég minnist þess að 12 ára kom
ég hingað suður í fyrsta skipti og
dvaldi hjá ungu hjónunum í tvær
vikur. Kalli var einstaklega nat-
inn við að leiðbeina mér og sýna
mér það áhugaverðasta í borg-
inni, sem þá var reyndar smábær
miðað við núverandi umfang, en
ný og spennandi veröld fyrir
strákling vestan úr Djúpi. Þótt
Kalli hefði mörgu að sinna hafði
hann oft smugu til þess að skjót-
ast með mig í ýmsar áttir – leið-
beina mér að Landsbókasafninu
og ýmsum áhugaverðum stofnun-
um og stöðum, fara m.a. með mig
í gömlu Laugarnar og í búnings-
álmuna á Melavellinum þar sem
ég sá nokkrar helstu íþrótta-
hetjur þeirra tíma. Og í þessari
ferð sá ég Kalla líka fyrst í knatt-
spyrnuleik, einmitt á Melunum.
Þótt öll höfum við verið önnum
kafin á helsta athafnaskeiði hvers
og eins og tíminn hafi stundum
nánast hlaupið frá manni, gáfum
við okkur jafnan tóm til að setjast
niður af og til og halda góðu sam-
bandi. Hittumst jafnvel í útlönd-
um þegar aðstæður leyfðu, eitt
sinn í París, líka á Spáni. Fórum
saman til Flórida og áttum þar
notalegar stundir á sólarströnd.
Útivera í veðurblíðu og léttum
klæðum var sannarlega í anda
okkar góðu vina.
Með aldrinum fór að hægjast
um hjá okkur og þá fjölgaði
smám saman tækifærum til þess
að setjast niður og rabba. Alltaf
var ánægjulegt að koma heim til
þeirra, í sumarbústaðinn eða nið-
ur á Eyrarbakka. Og af og til litu
þau inn til okkar. Við Kalli náðum
alltaf vel saman þótt helstu
áhugamál okkar væru að jafnaði
ekki þau sömu, en við vorum nán-
ir kunningjar í heilan mannsald-
ur og skynjuðum yfirleitt hvor
annan án margra orða. Hlýja
nærveru og viðmóts varð grunn-
ur samskiptanna. Hvarf hans set-
ur mig hljóðan og fyllir mig þakk-
læti fyrir vináttuna, sem
þroskaðist með okkur vel yfir
hálfa öld.
Við þessi þáttaskil er hugur
okkar konu minnar hjá Hiddu og
börnum þeirra Kalla, fullur sam-
úðar og þakklætis fyrir óteljandi
ánægjustundir og einstaka
tryggð. Hidda byrjaði að sinna
mér þegar ég var þriggja ára og
tengsl okkar hafa síðan haldist
óslitin, ég kominn vel yfir sjötugt.
Einstakt, náið vináttusamband
er það, sem endist óskyldum jafn
lengi.
Haraldur J. Hamar.
Látinn er öðlingurinn Karl
Guðmundsson, Kalli Gúmm, eins
og hann var jafnan nefndur. Mað-
ur sem ég hef þekkt frá því ég var
unglingur og dáðist að frá fyrsta
degi. Ég man fyrst eftir Kalla á
Melavellinum gamla, í hægri bak-
varðarstöðunni með sinn fallega
limaburð og knattleikni, fimur og
flottur í Frambúningnum. Aldrei
óðagot, aldrei ruddaskapur,
drengileg sjentilmennska. Kar-
akterinn endurspeglaðist í lát-
bragði og ljúfmennsku í þeirri
íþrótt sem hann unni. Karl fór ut-
an, kannske fyrstur manna, til að
læra knattspyrnuþjálfun og lét
íslenska knattspyrnu njóta
krafta sinna og þekkingar í ára-
tugi, eftir að hann lagði sjálfur
skóna á hilluna.
Ferill hans sem knattspyrnu-
þjálfari var langur og glæsilegur.
Starfaði um tíma í Noregi og
gerði Lilleström að Noregsmeist-
urum, þjálfaði síðan fjölmörg
kapplið hér heima, meðal annars
KR, meðan ég var þar keppandi.
Hann var lengi og oft þjálfari ís-
lenska landsliðsins á þessum ár-
um. Með Kalla og Björgvin föður
mínum tókst mikil vinátta.
Landsliðsþjálfarinn hafði þá að-
setur og vinnukompu á skrifstofu
pabba og þeir vinirnir voru báðir
laxveiðimenn og fékk ég oftsinnis
að fljóta með í veiðiferð í Sogið.
Þar áttum við ánægjulegar
stundir í sumarblíðu. Karl var
seinna starfsmaður hjá ÍSÍ, með-
an ég var þar innanbúðar og þá
sem endranær var heiðarleikinn
og háttvísin í fyrirrúmi.
Karl Guðmundsson var vel
meðalmaður á hæð, snyrtimenni
og vel til fara. Fríður maður sýn-
um, brosmildur og kankvís. Kom
til dyranna eins og hann var
klæddur, sagði meiningu sína en
án áreitis eða yfirgangs. Hann
var hvers manns hugljúfi
Megi minning hans lifa.
Ellert B. Schram.
Fallinn er frá Karl Guðmunds-
son, heiðursfélagi Íþrótta- og Ól-
ympíusambands Íslands. Heið-
ursfélagi ÍSÍ er æðsta
viðurkenning Íþrótta- og Ólymp-
íusambands Íslands og hlotnast
einungis þeim sem hafa helgað líf
sitt íþróttum og unnið ómetan-
legt starf í þágu íþróttahreyfing-
arinnar. Karl var sannarlega vel
að heiðursviðurkenningunni
kominn sem og öðrum viðurkenn-
ingum sem hann hlaut á sinni lífs-
göngu vegna starfa sinna í þágu
íþrótta- og æskulýðsmála.
Karl átti langan og merkilegan
feril að baki í íþróttahreyfing-
unni, fyrst og fremst sem knatt-
spyrnumaður og þjálfari en hann
þjálfaði meðal annars landslið Ís-
lands í knattspyrnu. Hann starf-
aði um árabil sem fræðslustjóri
ÍSÍ og eftir hann liggur fjöldi
bóka og leiðbeinandi rita er lúta
að íþróttaþjálfun. Hann hafði ein-
lægan áhuga á íþróttum og starfi
íþróttahreyfingarinnar og var öt-
ull að mæta til þeirra viðburða
sem ÍSÍ boðaði hann til. Hann
kom einnig reglulega í heimsókn í
höfuðstöðvar ÍSÍ, á meðan heils-
an leyfði, til að hitta starfsfólkið
og forvitnast um helstu verkefni í
starfi sambandsins. Oft hafði
hann meðferðis eitthvað áhuga-
vert frá fyrri tíð enda annt um að
viðhalda sögunni og fræða okkur
hin um það sem áður var.
Starfsfólk ÍSÍ hafði það stund-
um á orði að Karl væri eins kvik-
myndastjarna, svo fínn væri
hann í fallega frakkanum sínum,
með silfraða hrokkna hárið og
dökk augun. Háttvís í fasi og tali.
Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands kveður þennan heiðurs-
mann með þakklæti fyrir það
mikla starf sem hann lagði af
mörkum í þágu íþrótta og
íþróttahreyfingarinnar, trygg-
lyndi hans og vináttu.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir
Sigríði konu hans og aðstandend-
um öllum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Karls
Guðmundssonar.
Ólafur E. Rafnsson,
forseti ÍSÍ.
Karl M.
Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Karl M. Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær sonur, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORVALDUR A. ÁSTRÁÐSSON,
Njarðargötu 27,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Kristín Á. Þorvaldsdóttir,
Halldór Alberts Þorvaldsson, Sigrún Björg Ingvadóttir,
Ástráður Freyr Þorvaldsson,
Jón Ingi Þorvaldsson, Unnur Erlendsdóttir,
Jón Yngvi Ástráðsson, Sjöfn Jónsdóttir,
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI JÓNSSON
vélstjóri,
Árskógum 8,
Reykjavík,
andaðist laugardaginn 30. júní
á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.00.
Fríða Helgadóttir,
Elín Bjarnadóttir,
Helgi Bjarnason,
Fríða Dís Bjarnadóttir, Leifur Gústafsson,
Fríða Stefánsdóttir, Ragnar Bjarni Stefánsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÓLÖF ÞORBERGSDÓTTIR,
síðast til heimilis að Lækjasmára 2,
Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi sunnudaginn 1. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þorbergur Karlsson, Jónína A. Sanders,
Valdimar Örn Karlsson, Guðrún V. Guðmundsdóttir,
Hafsteinn Karlsson, Ebba Pálsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, Ólafur Helgason,
Gunnar Karlsson, Ólöf Nordal,
Arnþrúður Karlsdóttir, Ólafur Kolbeinsson,
Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lilliendahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
JÓN ELÍAS LUNDBERG,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
föstudaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 6. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Margrét Sigurjónsdóttir,
Jóhanna Gísladóttir, Rúnar Laxdal Gunnarsson,
Anton Lundberg, Þórey Þorkelsdóttir,
Ingvar Lundberg, Santia Sigurjónsdóttir,
Ragnar Lundberg, Marina Suturina,
barnabörn og langafabörn,
Kristín Lundberg.