Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 11
land og Íslendinga. Bloggið varð þó
öllu pólitískara eftir hrun og hlaut
mikla athygli út á það.
Hætta að heilsast
„Erfitt er að ætla sér að lýsa
íslensku þjóðarsálinni í nokkrum
orðum en þó má nefna nokkur
dæmi. Mér finnst þetta hæfilega
kæruleysi t.d. jákvæður þáttur í ís-
lenskri þjóðarsál svo lengi sem við
erum ekki allt of kærulaus. En flest
sem ég nefni í bókinni getur haft
bæði sínar jákvæðu og neikvæðu
hliðar. Hér eru líka stuttar boðleið-
ir oft þægilegar en um leið getur
lítið samfélag verið þrúgandi. Eitt
sem lítið hefur verið talað um, en
ég skrifa um í bókinni og finnst
mjög merkilegt, er hve lengi fólk
heilsast úti á götu. Svo virð-
ist vera sem fólki kynnist
ágætlega eftir að það hefur
kannski dottið í það eitt
kvöld eða farið í ferð með
hópi. Síðan skilja leiðir og
fólk heilsast voðalega inni-
lega í nokkra mánuði en síð-
an fer þetta að dofna og eft-
ir ákveðinn tíma er það hætt
að heilsast. Ég hef velt því
fyrir mér hvort þetta komi
til af því að eftir ákveðinn
tíma þurfir þú að heilsa öll-
um í landinu. Kannski sé
þetta því einhvers konar
kvótakerfi þar sem maður klárar
kvótann eftir ákveðinn tíma,“ segir
Alda.
Íslendingarnir ánægðir
Bókin kom fyrst út sem raf-
bók, líkt og fyrsta bók Öldu, Living
Inside a Meltdown og er þriðja raf-
bókin nú rétt ókomin á netið.
„Ég er mikil áhugamanneskja
um rafvæðingu bóka og slík útgáfa
hentar mér vel þar sem með henni
er auðvelt að ná til erlendra les-
enda. Enda eru les- og spjaldtölvur
orðnar mjög algengar víða erlend-
is.Living Inside a Meltdown var
viðtalsbók með sögum fólks sem
hafði upplifað hrunið hvert með
sínum hætti. En þriðja bókin er
þýðing á íslensku þjóðsögunum og
inngangur um þessa söguhefð Ís-
lendinga,“ segir Alda.
Viðbrögðin við bókinni hafa
verið góð en einna best frá Íslend-
ingum sem Alda segir að sé mjög
skemmtilegt.
„Margir útlendingar sem búa á
Íslandi lásu bloggið mitt og mér
fannst dálítið fyndið að í hvert sinn
sem ég skrifaði eitthvað, og jafnvel
eitthvað sem ég var hrædd við að
segja, þá var fólk undantekningar-
laust sammála mér. Það var gaman
að fá staðfestingu á því að ég væri
ekki sú eina sem upplifði hlutina á
ákveðinn hátt, “ segir Alda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferðarmenning Íslendingar gefa gjarnan stefnuljós í miðri beygju eða sleppa því alveg.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
Í síðustu viku var sushistaðurinn
Soya Makibar opnaður í Iðuhúsinu
við Lækjargötu. Staðurinn er ólíkur
öðrum sushistöðum hér á landi að
því leytinu til að gestir velja sér
sjálfir hráefni í makirúllurnar eða
salatið.
„Þetta virkar í rauninni eins og
þegar maður fer á Subway,“ út-
skýrir Ívar Unnsteinsson mat-
reiðslumeistari sem ásamt þeim El-
ís Árnasyni og Þórhalli Arnórssyni
stendur að baki staðnum. „Þú
kemur að afgreiðsluborðinu og
byrjar á því að velja hvort þú viljir
maki-rúllu eða salat. Því næst vel-
urðu þér kjöt, fisk eða grænmeti
og svo sósur og tilheyrandi,“ segir
Ívar en hægt er að velja milli níu
mismunandi kjöt- og fisktegunda.
„Að lokum er þetta skorið niður,
sett í box og svo getur fólk valið
hvort það tekur matinn með sér
eða borðar á staðnum,“ segir Ívar
og bendir á að staðurinn sé einn
sinnar tegundar hér á landi, jafnvel
í Evrópu. „Ég veit ekki til þess að
það sé svona staður annars staðar
í Evrópu en veit af nokkrum í
Bandaríkjunum,“ segir hann.
Soya Makibar opnaði síðastliðinn
fimmtudag og segir Ívar Íslendinga
taka vel á móti staðnum sem er
hannaður af Leifi Welding. „Viðtök-
urnar hafa verið mjög góðar,“ segir
hann og bendir á að fólki finnist
alltaf gaman að prófa eitthvað
nýtt. „Fólk er ánægt með þessa
nýjung og finnst þetta spennandi.“
Nýr sushistaður opnar í Lækjargötu
Morgunblaðið/Heiddi
Fjölbreytt Á Soya Makibar er hægt að velja úr fjölda mismunandi kjöt- og
fisktegunda ásamt ýmsu grænmeti, sósum og öllu sem tilheyrir.
Gestir velja sitt uppáhaldssushi
Ljósmyndir/Kristín Sigurgeirsdóttir
Sushi Bakki frá Soya Makibar.
Maki-rúlla Á fullu í sushigerðinni.
Alda Sigmundsdóttir starfar
sem þýðandi og rekur Ensku
textasmiðjuna sem sinnir texta-
gerð á ensku svo og þýðingum.
Alda hefur skrifað talsvert fyrir
erlenda fjölmiðla, hún var
fréttaritari AP fréttastofunnar
um skeið og skrifaði einnig fyrir
Guardian og fleiri blöð.
Einnig
stundar Alda
nú nám í þjóð-
fræði og ensku
og heldur úti
Facebook-
síðunni The
Iceland Weat-
her Report þar
sem hún skrif-
ar á ensku um
ýmis málefni
líðandi stund-
ar.
Málefni líð-
andi stundar
THE ICELAND WEATHER
REPORT
Youth Ensemble of New England
heldur þrenna tónleika á Íslandi á
næstu dögum. Er þetta í annað
sinn sem sveitin heimsækir Ísland
en hún er skipuð 30 ungmennum á
aldrinum 10-20 ára og er stjórn-
andi Connie Rittenhouse.
Hljómsveitin leikur verk sem eru
sambland af klassík og kirkju-
tónlist frá barokktímabilinu til nú-
tímans.
Sveitin hefur haldið tónleika víða
og hlotið mikið lof. Þau hafa m.a.
leikið á Jamaíka, í Kanada, í
Edinborgarkastala í Skotlandi og í
Windsorkastala á Englandi. Þau
hafa verið á ferðalagi og lýkur ferð
þeirra hér. En nokkur ungmennanna
eru af íslensku bergi brotin. Frítt er
inn á alla tónleikana, en þeir sem
vilja styrkja Líknar- og vinafélagið
Bergmál geta gert það með fjár-
framlagi á fyrstu tónleikum sveit-
arinnar í Selfosskirkju í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 4.júlí kl. 20.00.
Einnig verða tónleikar í Guðríð-
arkirkju föstudagskvöldið 6. júlí og
í Aðventkirkjunni í Reykjavík laug-
ardaginn 7. júlí kl. 12.00 (Ingólfs-
stræti 19).
Youth Ensemble of New England í Íslandsheimsókn
Ungmenni sem leika sambland
af klassík og kirkjutónlist
Tónleikar Ungmennin í Youth Ensemble of New England eru nú stödd á Íslandi.
Psyllium Husk hylki
• Eykur trefjar í mataræði
• Bætir meltinguna
• Styður við hreinsun á ristli
Acidophilus og Bifidus
góðgerlablanda
• Gott fyrir meltinguna
• Stuðlar að jafnvægi þarmaflóru
• Styður ónæmiskerfið
Omega 3-6-9 fitusýrur
• Lífsnauðsynlegar fitusýrur
• Stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi
• Draga úr bólgumyndun í líkamanum
NOW bætiefni með
10% afslætti
www.lifandimarkadur.is
Borgartúni 24 | Reykjavík
Hæðasmára 6 | Kópavogi
Sími 585 8700