Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Vertu með fólki sem þú get- ur spjallað við um alla heima og geima. 20. apríl - 20. maí  Naut Öfgar munu ekki hjálpa þér núna. Hugsaðu um tíma þinn sem mikilvægan, og sjáðu hvernig það breytir því hvernig þú nýtir hann. Engin spenna er í loftinu og því skaltu taka lífinu með ró. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú hafir margt á þinni könnu er engin ástæða til þess að láta aðvaranir ann- arra sem vind um eyru þjóta. Gleymdu því samt ekki að heima bíða þínir nánustu og þurfa líka á þér að halda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Kurteisin kostar ekki neitt. Mundu bara að nota velgengnina sem hvata til að bæta þig en ekki sem afsökun til að slá slöku við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er frábær dagur fyrir ástar- ævintýri og rómantík. Snubbótt nei vekur við- brögð sem erfitt getur verið að yfirstíga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Haltu fast utan um pyngjuna því ein- hver nákominn þér er farinn að gerast helst til þurftarfrekur. Láttu aðra ekki tefja þig að tilefnislausu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Aðstæður í einkalífinu eru þannig, að ef þú tekst almennilega á við þær, hefur það margfeldisáhrif. Haltu djarfur á vit nýrra tíma og þeirra möguleika sem það gefur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er margt sem liggur fyrir í dag og þú mátt hafa þig allan við ef þú ætlar að komast yfir öll verkefni dagsins. Ef þú virk- ar ekki sannfærandi getur þú varla ætlast til þess að aðrir trúi á málstað þinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að sýna mikla lipurð til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem fylgja nýju verkefni. Fólk virðist hreinlega vera ósammála um alla hluti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er tímabært að láta reyna á sköpunargáfuna. Sjálfsöryggi og þolinmæði skiptir máli þegar þú leysir úr vandamálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér standa ýmsir möguleikar opn- ir og vissulega er vandi að velja en undan honum getur þú ekki vikist. Reyndu að hitta kunningja í hádeginu eða í kvöld. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinir fara yfir strikið í einlægri viðleitni sinni til þess að hjálpa þér. Þú ert margbrot- inn og fjölbreytilegur. Vertu lítillátur og ljúfur. Pétur Stefánsson setti mynd afsvölunum heima hjá sér á netið og með fylgdi vísa: Þar anga blómin yndisleg og að sér flugur draga. Úti á svölum uni ég allsber flesta daga. Útsýnið er ekkert plat, og eflaust með því besta. Þar er gott að grilla mat; grísi, lömb og hesta. Björn Ingólfsson orti eftir að hafa virt útsýnið fyrir sér: Til að auka innri spekt út á svalir karlinn prílar hvar útsýnið er unaðslegt; allra handa þök og bílar. En Pétur var ekki af baki dottinn og skrifaði: „Stórbrotið útsýnið komst því miður ekki fyrir á mynd- inni, en því má lýsa svona í fáum orðum: Í austri lít ég fell og fjöll. Framundan er Heiðmörk öll. Í vestri er útsýn vart til skaða, því vel má sjá til Bessastaða. Og ef ég reyni að rýna vel – þó rigni smá og geri él, yfir land og úfinn sæ, er ágæt sýn til Paragvæ.“ Loks Guðmundur Ingi Jón- atansson: Eru svalir alveg grand, enda flíkar slíku. Sér hann yfir sjó og land til Suður-Ameríku. Því Pétur er með afbragðssjón upp þá hárin rísa apaspili við Amasón ætlar hann næst að lýsa. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af útsýni af svölunum hans Péturs Innblástur Mynd af svölunum hjá Pétri kveikti andagift hagyrðinga. G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi F er di n an d ÞARNA ER KÖTTUR- INN EKKI HAFA ÁHYGGJUR VIÐ ERUM 5 Á MÓTI EINUM HVERNIG HJÁLPAR ÞAÐ OKKUR? ÞEGIÐU ÞVÍ FLEIRI, ÞVÍ BETRA EF VIÐ LIFUM NÓGU LENGI TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ, ÞÁ ER SPÁÐ RIGNINGU UM HELGINA HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÉG TÆKI TEPPIÐ AF ÞÉR OG BRENNDI ÞAÐ? ÞAÐ MYNDI LÍÐA YFIR MIG... ÞAÐ YRÐI AÐ KALLA Á SJÚKRABÍL OG SETJA MIG Í SÚREFNISTJALD HVERNIG DETTUR MÉR SVONA LAGAÐ Í HUG? ERT ÞÚ TALANDI LEIKFANG? JÁ, ÉG HEITI KEN ÉG ER KÆRASTINN HENNAR BARBIE EN ÉG ER SAMT FREKAR LÉLEG EFTIRMYND AF KARLMANNI? ÁTTU VIÐ AÐ ÞÚ SÉRT ÓVENJU LÍTILL MIÐAÐ VIÐ ALVÖRU KARLMANN? ÆTLI ÞAÐ MEGI EKKI ORÐA ÞAÐ ÞANNIG... Tortryggni er dýr. Víkverji las ný-lega bókina Liars and Outliers eft- ir Bruce Schneier. Þar er vitnað í James Madison: „Ef menn væru engl- ar væru ríkisstjórnir óþarfi.“ Höfund- urinn bætir við að væru menn englar væri öll öryggisgæsla óþarfi. „Lásar á hurðum, vír með rakvélablöðum, háar girðingar og þjófavarnarkerfi væru óþarfi. Englar fara aldrei þangað, sem þeir eiga ekki að fara. Lögregla væri óþarfi. Herir? Ríki engla gætu leyst friðsamlega úr ágreiningi og hern- aðarútgjöld væru óþarfi.“ x x x Schneier bendir á að heilu iðngrein-arnar myndu þurrkast út. Enginn myndi þurfa á öryggisvörðum að halda, ekki þyrfti að framleiða örygg- ismyndavélar, lása, þjófavarnarkerfi í hús og bíla eða hafa áhyggjur af ör- yggi tölvukerfa, fyrirtækja og flug- valla. Þar að auki myndi endurskoð- unargeirinn leggjast af og ýmislegt fleira. x x x Það er dýrt að vera ekki engill,“skrifar Schneier. „Mikið af kostn- aðinum greiðist ekki beint. Megnið af honum er falinn í verði þess, sem við kaupum. Matur kostar meira út af búðastuldi. flugmiðar kosta meira vegna þess að sumir reyna að sprengja flugvélar í loft upp. Bankar greiða lægri vexti út af svikum. Allt sem við gerum eða kaupum kostar meira vegna þess að með einhverjum hætti þarf að tryggja öryggi þegar því er komið til skila.“ x x x Schneier bendir á að kostnaðurinnliggi ekki bara í að allt verði dýr- ara. Frelsi okkar og sjálfstæði skerð- ist, sem og vald og friðhelgi einkalífs- ins. „Öryggi er ekki bara skattur á hina heiðarlegu, það er mjög dýr skattur á hina heiðarlegu,“ skrifar hann. „Ímyndið ykkur sparnaðinn ef allir menn væru englar.“ x x x Víkverji ætlar ekki að verja púkann ímanninum og allra síst mæla bót óbótamönnum og föntum sögunnar, en vill þó bæta við að lífið yrði ólíkt bragðdaufara ef allir væru englar. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.