Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fór ekki í graf- götur með afstöðu sambandsins til makríldeilunnar á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Síðan samninga- viðræður hófust fyrir þremur árum hafi sambandið lagt fram tilboð til ís- lenskra stjórnvalda sem hafi verið hafnað. Í kjölfarið hafi verið lagt fram nýtt tilboð sem kvað á um 60% meiri makrílkvóta en hið fyrra. Nú sé að mati ESB komið að ríkisstjórn Ís- lands að leggja fram gagntilboð og binda enda á deiluna með samningi. Eftir fundinn gaf Damanaki kost á stuttu viðtali um makríldeiluna og tengsl hennar við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Tilefni heimsóknarinnar er fundur sjávarútvegsráðherra Norður- Atlantshafsríkjanna í Reykjavík þar sem makríldeilan er í brennidepli. Deilan hefur farið harðnandi síðan makríll tók að ganga í meira mæli inn í íslenska lögsögu árið 2008 og hótar ESB nú að refsa Íslandi og Fær- eyjum vegna meintrar ofveiði. Virði heildarlöggjöf ESB – Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur lýst yfir áhyggjum með að innan ESB sé mak- ríldeilan tengd við umsókn Íslands um aðild að sambandinu. Er það rétt? „Ég hef þegar svarað því til að öll aðildarríkin vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ég tel að þessi staða sé hættuleg fyrir báða aðila. En við verðum að halda því ákveðið fram að Ísland virði heildarlöggjöf Evrópusambandsins [e. European acquis], með vísan til alþjóðlegra samninga um deilistofna. Við verðum að komast í gegnum aðildarferlið. Við leggjum hart að okkur og ætlum að leggja enn harðar að okkur til að yfir- stíga þessa erfiðleika.“ – Þú lagðir mikla áherslu á að fara samningaleiðina í makríldeilunni þeg- ar þú ræddir við fjölmiðla áðan. Án þess að ég vilji oftúlka orð þín verð ég að spyrja hvort lausn deil- unnar sé skilyrði þess að aðildar- viðræðurnar geti haldið áfram? „Aðildarferlið er ekki grundvallað á skilyrðum eins eða neins. Eina skil- yrðið er að allir nýliðar virði heildar- löggjöf Evrópusambandsins. Það er ekki skilyrði. Þetta er mjög sann- gjarnt og er til vitnis um vilja þess sem vill ganga í fjölskylduna. Við þurfum því að leggja harðar að okkur. Það er það eina sem ég get sagt,“ seg- ir Damanaki en með fjölskyldu á hún við aðildarríki Evrópusambandsins. – Írski Evrópuþingmaðurinn Pat the Cope Gallagher hefur beitt sér fyrir nýjum samningi á vettvangi þingsins um refsiaðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veið- ar. Hvaða líkur eru á því að þínu mati að þessum refsiákvæðum verði beitt gegn Íslandi og Færeyjum, takist ekki að ná samkomulagi í makríl- deilunni hér í Reykjavík? Taki á ósjálfbærum veiðum „Það sem ég get sagt er að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um þau laga- legu úrræði sem grípa má til. Við stöndum frammi fyrir því að nokkur ríki stunda ósjálfbærar veiðar … Úr því að Evrópuþingið og fram- kvæmdastjórnin hafa þegar lýst yfir stuðningi við tillögurnar get ég reikn- að með því að málinu verði lokið í september og að úrræðin verði þá tiltæk. En ég tek fram að þessi úr- ræði ná til allra þeirra sem ekki fara að alþjóðalögum. Þetta eru ekki ís- lensk úrræði. Við unnum þau ekki með Ísland í huga. Þau eru fyrir alla.“ – Ganga verður út frá því að úr- ræðin hafi verið smíðuð til að beita þeim gegn ríkjum sem talin eru brot- leg. Ef samningaviðræðurnar fara út um þúfur og Ísland heldur að ykkar áliti áfram að stunda ósjálfbærar makrílveiðar, hvenær gætu slíkar refsiaðgerðir litið dagsins ljós? Úrræði fyrst, svo útfærslur „Á þessari stundu er áherslan á að reyna að ná samkomulagi. Við verð- um að bíða þar til þessi úrræði liggja fyrir og þá munum við ræða hvernig þeim verður beitt. Það er ótímabært að ræða þetta á þessu stigi.“ – Hversu mikla þolinmæði hefur Evrópusambandið? Horfið þið til þess að ljúka samningum um makríl- inn á meðan Kýpur fer með for- mennsku í sambandinu til áramóta eða á að ljúka þeim fyrir sumarlok? „Ég tel að við þurfum að ljúka samningaviðræðum þannig að samn- ingar liggi fyrir áður en næsta fisk- veiðitímabil hefst. Það er markmið okkar. Það þýðir að við þurfum að ná samkomulagi í haust. Það virðist vel vera hægt að ná því markmiði.“ Úrvalssveit lögfræðinga – Því hefur verið haldið fram í um- ræðunni á Íslandi að fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins og ákvæðum samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hvernig bregstu við því? „Markmið okkar er skýrt. Við höf- um lýst því yfir að við viljum að farið sé að alþjóðalögum. Tillögur okkar að umræddum úrræðum taka mið af því. Lögmenn okkar hafa séð um málið og þeir geta sagt þér að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur upp á að bjóða bestu lagalegu ráðgjöfina sem fyrirfinnst. Úrræðin verða í samræmi við alþjóðalög. Ég er ekki lögfræðingur en ég treysti lögmönnum okkar. Þeir eru afar færir.“ – Hluti forystunnar í Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði gerir kröfu um að aðildarsamningur verði á borð- inu, eða að minnsta kosti megin- útlínur hans, áður en gengið verður til þingkosninga á Íslandi næsta vor. Er þetta raunhæft markmið? „Við erum að reyna að hafa þessi úrræði tiltæk svo fljótt sem auðið er vegna þess að við þurfum mikið á þeim að halda, almennt séð. Ég get ekki tengt málið við kosningarnar.“ – Er raunhæft að flýta aðildar- viðræðunum svo þessi tímarammi sem hér er til umræðu fái staðist? „Það get ég ekki sagt. Ég get hins vegar sagt að markmið okkar er að leita lausnar eins fljótt og auðið er.“ Refsiákvæðin tilbúin í haust  Sjávarútvegsstjóri ESB segir nýsamþykktan refsiramma gegn þjóðum sem stunda ofveiði hvíla á traustum lagagrunni  Vill fara samningaleiðina í makríldeilunni  Ákvæðin taka gildi í haust Morgunblaðið/Kristinn Í Reykjavík Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, svarar spurningum blaðamanna í gær. Refsiákvæðin sem Damanaki vík- ur að hér í viðtalinu fyrir ofan eru í sjö svohljóðandi liðum sem eru hér endursagðir í réttri röð í lauslegri þýðingu á íslensku: 1) Takmarkanir á magni innflutts fisks til Evrópusambandsins, þar með talið af stofnum sem snerta sameiginlega hagsmuni og tengdar tegundir. 2) Skilgreiningin á tengdum teg- undum er almenn og nær til nokkurra tegunda annarra en til dæmis makríls og er byggð á reglum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar SÞ. 3) Ákvæðin veita svigrúm til frekari aðgerða reynist upp- haflegu aðgerðirnar ekki árangursríkar. 4) Takmörkun á notkun hafna í ESB fyrir skip sem sigla undir fána landsins eða svæðisins sem talið er stunda ofveiði. 5) Takmörkun á notkun hafna í ESB fyrir skip sem flytja fisk og sjávarafurðir úr stofnum sameiginlegra hagsmuna og tengdra tegunda. 6) Bann við sölu á fiskveiði- skipum, veiðarfærum og birgðum til landsins eða svæðisins sem talið er stunda ofveiði. 7) Bann við útflöggun fiskiskips frá aðild- arríki ESB við land eða svæði sem talið er stunda ofveiði. Írski Evr- ópuþing- maðurinn Pat the Cope Gallagher leiddi samninga- viðræðurnar og greindi frá því 27. júní sl. að samningar hefðu tekist milli Evrópuþingsins og danskrar forystu í ESB um ofan- talin refsiákvæði, en Danir létu af forsæti í sambandinu 1. júlí sl. Sendiherrar ESB-ríkjanna hefðu samþykkt samkomulagið 27. júní sem ætlunin sé að sam- þykkja innan sjávarútvegs- nefndar Evrópuþingsins dagana 10-11. júlí nk. Loks sé stefnt að því að samþykkja samninginn á Evrópuþinginu í vinnuvikunni sem hefst 10. september. Fram kemur í máli Damanaki hér fyrir ofan að hún líti svo á að framkvæmdastjórn ESB leggi blessun sína yfir refsiákvæðin. YFIRVOFANDI REFSIAÐGERÐIR ESB Takmarkanir yrðu settar á löndun íslenskra skipa Pat the Cope Gallagher

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.