Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  154. tölublað  100. árgangur  ÍSLENDINGAR ERU BJARTSÝNIR OG KÆRULAUSIR HÁTÍÐAHÖLD UM ALLT LAND HÆGT AÐ SKEMMTA SÉR OG HLÆJA Á DANSSÝNINGUM TÓNLEIKAR OG DRULLUMALL 30 HRINGRÁS OG HEIMSÓKNARTÍMI 33BÓK UM ÞJÓÐARSÁL ÍSLENDINGA 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég tel að við þurfum að ljúka samn- ingaviðræðum þannig að samningar liggi fyrir áður en næsta fiskveiði- tímabil hefst. Það er markmið okkar. Það þýðir að við þurfum að ná sam- komulagi í haust,“ segir Maria Dam- anaki, sjávarútvegsstjóri ESB, um þau tímamörk sem sambandið gefur til að finna lausn á makríldeilunni. Damanaki ítrekar í samtali við Morgunblaðið að hún vilji fara samningaleiðina en tekur jafn- framt fram að fyrirhuguðum refsiákvæðum gegn ríkjum sem stunda ofveiði verði beitt sé tal- in ástæða til. Hvað snertir það sjónarmið að ákvæðin brjóti í bága við EES- samninginn og ákvæði samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar telur Damanaki lagarökin með ESB. Úrvalshópur lögfræðinga „Lögmenn okkar hafa séð um málið og þeir geta sagt þér að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur upp á að bjóða bestu lagalegu ráðgjöfina sem fyrirfinnst. Úrræðin verða í samræmi við alþjóðalög. Ég er ekki lögfræðingur en ég treysti lögmönnum okkar. Þeir eru afar færir,“ segir Damanaki sem telur að Ísland verði sem umsóknarríki að ESB að virða heildarlöggjöf sam- bandsins, líkt og aðrir nýliðar sem sækja um inngöngu. Á hún með því við að Ísland verði að fara samn- ingaleiðina við ESB í deilunni, ella gangi landið gegn þessari hefð. Damanaki segir ekki hægt að full- yrða að það takist að ljúka aðildar- viðræðum fyrir kosningarnar 2013. Skiptar skoðanir séu innan ESB um hvenær eigi að opna sjávarútvegs- kaflann. MRefsiákvæðin tilbúin í haust »12 Ögurstundin er í haust  Sjávarútvegsstjóri ESB segir traust lagarök fyrir refsiákvæðum vegna ofveiði  Slík úrræði gegn þjóðum sem taldar eru stunda ofveiði verða tiltæk í haust Maria Damanaki Skúli Hansen skulih@mbl.is Flugfélagið WOW Air og flugþjón- ustan Keflavík Flight Services hafa kært meintar viðskiptanjósnir af hálfu Pálma Haraldssonar, Björns Vilbergs Jónssonar og annarra ótil- greindra starfsmanna Iceland Ex- press til lögreglu. Í kæru sem Jóhannes Sigurðsson, hrl., sendi til rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hönd WOW Air og KFS, kemur fram að starfsmaður Isavia hafi orð- ið þess var í hefðbundnu eftirliti að flugstjórnarmiðstöð hjá Iceland Ex- press á Keflavíkurflugvelli, OCC, hleraði svokallaða tetrarás KFS. Þá segir einnig í kærunni að Björn Vilberg Jónsson hafi viðurkennt í samtali við viðkomandi starfsmann Isavia að tilgangur hlerunarinnar væri sá að afla upplýsinga um far- þegatölur og annað sem snúi að starfsemi félagsins WOW Air og að þær upplýsingar sem þannig hafi fengist væru sendar beint til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda og stjórnarformanns Iceland Express. Að mati kærenda bendir þetta til þess að Pálmi hafi gefið starfs- mönnum sínum fyrirmæli um hler- unina og einnig að upplýsingar sem þannig fengjust hafi verið kynntar öðrum stjórnendum Iceland Ex- press. »4 WOW sakar IE um njósnir Njósnir IE er sakað um njósnir.  Kært til lögreglu Kríuvarpið virðist víða líflegra í sumar en verið hefur undanfarin ár og útlit fyrir að fleiri ungar komist á legg. Á Álftanesi var líf og fjör í varpinu og unginn fúlsaði ekki við sílinu sem boðið var upp á í gærkvöldi. Líflegt hjá kríunni á Álftanesi Morgunblaðið/Ómar Landssamband íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) vill að íslensk stjórn- völd krefjist þess að dregin verði miðlína milli efnahagslögsögu Sval- barða og Noregs við Bjarnarey, syðsta útvörð Svalbarðaeyjaklas- ans. Einnig að Svalbarðasáttmálinn gildi Svalbarðamegin við miðlínuna. Við það myndi efnahagslögsaga Svalbarða stækka um 83.000 km2. Nú nær lögsaga Noregs langleiðina til Bjarnareyjar. LÍÚ hefur einnig ítrekað fyrri áskoranir til stjórnvalda um að hagsmunir Íslands á Svalbarða- svæðinu verði varðir með því að stefna Norðmönnum fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag vegna túlkunar þeirra á Svalbarðasamningnum. Friðrik sagði Norðmenn hafa helgað sér efnahagslögsögu við Svalbarða, frá 12 mílna landhelgi eyjaklasans og út í 200 sjómílur. Þetta geri þeir á grundvelli norskra laga um efnahagslögsögu Noregs og kalli svæðið „fiskverndarsvæði“. Þar eru þó stundaðar veiðar. gudni@mbl.is »4 Hagsmun- ir verði tryggðir  LÍÚ vill miðlínu við Bjarnarey Smugan Sv alb ar ði Bj ar na re y Miðlína við Bjarnarey Heimild: LÍÚ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Eftirlaunaaldur miðist við 67 ár en breytist með breytingum á meðalævi landsmanna, þó þannig að fyrir liggi með 5-10 ára fyrirvara hver eftir- launaaldurinn er hjá viðkomandi sjóðsfélaga,“ segir í nýjum drögum að stefnu ASÍ í lífeyrismálum, sem taka á til afgreiðslu á 40. þingi ASÍ í haust. Miðstjórn ASÍ hefur þegar af- greitt drögin sem verða til umfjöll- unar í aðildarfélögunum um allt land í sumar. Fjölmargar tillögur að breytingum eru lagðar til, m.a. um að sveigjanleiki verði aukinn í töku eftirlauna bæði hjá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum og tekjutengingar örorkubóta verði af- lagðar, en bótaréttur skilgreindur miðað við starfsgetumat. Þá vill ASÍ skv. drögunum breyta reglum um starfsemi og skipulag líf- eyrissjóðanna. Við það verði m.a. mið- að að forseti ASÍ og formaður Sam- taka atvinnulífsins ásamt framkvæmdastjórum ASÍ og SA taki ekki sæti í stjórnum sjóða, og 8 ára hámark verði sett á samfellda setu fulltrúa í stjórn hvers sjóðs. Stjórn- armönnum og starfsmönnum sjóð- anna verði gert að upplýsa um verð- bréfaeign og viðskipti sín og siðanefnd lífeyrissjóða verði komið á fót á vettvangi Landssamtaka lífeyrissjóða. MBoða umbætur »6 Eftirlaunaaldur breytist  Breytingar í lífeyrismálum lagðar til í nýjum drögum ASÍ  Tekjutengingar örorkubóta verði aflagðar  Stífari reglur og aukið gagnsæi hjá lífeyrissjóðum Afgreitt á þingi í haust » Lagt er til að horfið verði frá tekjutengingum milli heilbrigð- iskerfisins og lífeyristekna í gjaldtöku á dvalar- og hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða. » 40. þing ASÍ fær tillögurnar til afgreiðslu en það verður haldið 17.-19. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.