Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Úlfar Eysteinsson, kenndur við veitingastaðinn „Þrjá Frakka“ í miðborg Reykjavíkur, mun bjóða upp á heldur óhefðbundinn fiskrétt, en hann fékk á borð til sín tunglfisk á dögunum. Fiskurinn verður á matseðlinum meðan birgðir endast. „Ég fékk fiskinn hjá áhöfninni á Sighvati Bjarnasyni VE sem fékk hann fyrir slysni í netið hjá sér. Ég er nú þekktur fyrir fisk og annað og var mjög heppinn að fá hann til mín,“ segir Úlfar, en skipið fékk fiskinn í veiðarfærin þegar það var á makrílveiðum. Líkist skötu Eftir að hafa skorið í tunglfisk- inn, tók Úlfar eftir því að fiskurinn er mjög líkur skötu. „Ég hef boðið upp á ferska skötu hér hjá mér. Ég mun því matreiða hann á svipaðan hátt og skötuna og pönnusteikja tunglfiskinn upp úr smjörlíki og smjöri,“ segir Úlfar, en hann hefur trú á því að þessi fiskur hafi aldrei áður verið matreiddur á Íslandi. „Fyrir tæpum 8 árum kom tungl- fiskur í höfnina í Þorlákshöfn. Sá fiskur var tekinn og stoppaður upp og ég veit ekki til þess að kjötið hafið verið nýtt til matreiðslu,“ segir Úlf- ar og bætir við að menn þurfi svo að fara 100 ár aftur í tímann til að finna frásagnir um tunglfisk á Íslandi. Fiskurinn bannaður Tunglfiskar eru eitraðir og hefur sala á þeim verið bönnuð í Evr- ópulöndum með tilskipun frá 1991. „Ég vissi þetta nú ekki, en við látum bara reyna á þetta með sjálfan mig,“ segir Úlfar, en hann hefur þegar smakkað fiskinn og segist ekki finna fyrir neinum neikvæðum breyt- ingum. „Ef ég verð eitthvað slappur þá stroka ég réttinn út af seðl- inum,“ segir Úlfar glettn- islega, en hann hefur ekki mikla trú á því að fisk- urinn sé hættulegur heilsu manna. Fiskurinn verður á mat- seðlinum í hádeginu í dag, en um 12-15 kg eru í boði. Sjaldséður tunglfiskur fékkst á makrílveiðum  Tunglfiskur á matseðlinum  Vafasamur en líkur skötu Viðar Guðjónsson Ómar Friðriksson Óskir berast um breytingar á 70% greiðsluaðlögunarsamninga í Nor- egi á samningstíma. Í langflestum tilfellum er það vegna þess að skuldarar geta ekki staðið við upp- haflegan greiðslusamning sem gerð- ur var við kröfuhafa. Að sögn Svan- borgar Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá umboðs- manni skuldara, má búast við svip- aðri þróun á Íslandi. Hún segir að óskir hafi einungis borist um breytingar á 5-10 samn- ingum hér á landi af þeim 889 sem endað hafa með samningi. Svanborg segir að það sé vegna þess hve stutt sé síðan flestir samningar tóku gildi. „Samningar fóru ekki að koma inn í neinu magni fyrr en árið 2011. Bú- ast má við því að stór hluti muni biðja um breyttar samningsforsend- ur á samningstímanum þegar lengra er liðið síðan samningur var gerður,“ segir Svanborg. Heildarútgjöldin um milljarður Miklu færri mál berast nú til um- boðsmanns en á seinasta ári. Að meðaltali berast nú um 50 umsóknir um greiðsluaðlögun á mánuði en þær voru rúmlega 200 á mánuði í fyrra. Í frétt blaðsins í gær var mis- sagt að 1.755 málum hefði verið lok- ið með samningum. Hið rétta er að vinnslu 1.755 mála er lokið og þar af hefur 889 málum verið lokið með samningum milli skuldara og kröfu- hafa og 14 með nauðasamningum, að sögn Svanborgar. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfir- standandi ár var samþykkt 455 milljóna viðbótarfjárheimild vegna aukins málafjölda og alls gert ráð fyrir 1.050 milljóna heildarútgjöld- um umboðsmanns á þessu ári. Ákveðið var að ráðast í stórátak til að ljúka afgreiðslu mála og var því spáð að á síðari hluta þessa árs myndi umfang stofnunarinnar drag- ast verulega saman. Það er að ganga eftir, að sögn Svanborgar. 70% samninga breytast í Noregi  Býst við svipaðri þróun á Íslandi Greiðsluaðlögun » Óskir berast um breytingar á greiðsluaðlögunarsamn- ingum í 70% tilfella í Noregi. » Búast má við svipaðri þróun á Íslandi. » Um 50 mál berast embætt- inu á mánuði. Í fyrra bárust um 200 á mánuði. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Kerfið var orðið þannig að hinir efnameiru voru þeir einu sem gátu nýtt sér tannlækningar fyrir börn sín. Hlutur sjúklings var orðinn allt of hár. Vonandi leiðir þetta til þess að fleiri börn geti nýtt sér tannlækning- ar hér á landi,“ segir Sigurður Bene- diktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, en um 42% barna á aldrinum 0-17 ára fara ekki til tannlæknis á hverju ári skv. tölum frá árinu 2010. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra hefur falið Sjúkratrygging- um Íslands að hækka gjaldskrá vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára um 50%. Gjaldskrárbreyt- ingin er tímabundin og gildir frá 1. júlí til næstu áramóta. Áætlað er að með þessu hækki hlutfall endur- greiðslu raunkostnaðar úr tæpum 42% að meðaltali í 62,5% og hefur það ekki verið hærra í tæpan áratug. Ákvörðun velferðarráðherra er í sam- ræmi við tillögu starfshóps um að 174 milljóna króna afgangur af fjárveit- ingum ríkisins til tannlækninga verði nýttur með þessum hætti. „Þetta snýst um að nýta afgang af framlögum sem alþingismenn hafa ákveðið að setja í tannlækningar í þágu barnafólks,“ segir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlækna- félags Íslands. Niðurskurður til tannlækninga árið 2012 nam um 121 milljón króna. Heildarfjárframlög ríkisins í þennan málaflokk eru um 500-550 milljónir kr. Þessi upphæð skiptist á 70-80 þús- und börn að sögn Sigurðar. Hann vonast til þess að hærri framlög verði veitt til tannlækninga barna á næsta ári. „Við vonumst til þess að fjárveit- ingarvaldið skili til baka því sem tekið var í síðustu fjárlögum. Þannig mætti halda sömu gjaldskrá áfram á næsta ári að minnsta kosti,“ segir Sigurður. Samkvæmt ráðherragjaldskrá um tannlækningar kostar hefðbundin viðgerð nú 14.310 krónur, en fyrir breytingarnar kostaði hún 9.450 krónur. Framlag ríkisins er 75% af ráðherragjaldskrá og fer úr 7.155 krónum í 10.733 krónur. Hafa ber í huga að tannlæknar eru með eigin verðskrá sem er óháð ráðherragjald- skrá. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru dæmi þess að gjald fyrir hefðbundna viðgerð kosti um 100% meira hjá tannlæknum en ráðherragjaldskrá gerir ráð fyrir. Fleiri börn fari til tannlæknis Morgunblaðið/Kristinn Ódýrara Barnafólk borgar minna.  Niðurgreiðsla til tannlækninga barna eykst Fer úr 7.155 kr. í 10.733 kr.  Tímabundið til áramóta Formaður vonast eftir auknu framlagi Tunglfiskur er þyngsti bein- fiskur jarðar og getur verið yfir tvö tonn að þyngd og rúmir þrír metrar á lengd. Meðalþyngd er um eitt tonn og meðallengd tæpir tveir metrar. Tunglfisk er aðallega að finna í hlýjum sjó og nærast þeir eink- um á marglyttum, smokkfiskum og krabbadýrum. Munnur þeirra er líkur goggi sem gerir þeim kleift að brjóta harða skel krabbadýranna. Tunglfiskar eru ekki hættulegir mönnum, en helstu óvinir fisksins eru sæ- ljón, háhyrningar og hákarlar. Þyngsti bein- fiskur jarðar TUNGLFISKUR Morgunblaðið/Ómar Aðgerð Úlfar Eysteinsson ásamt syni sínum Stefáni Úlfarssyni og matreiðslumanninum Rúnari Þórarinssyni. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 30 þingmenn, Samfylk- ingin 14 þingmenn, Framsóknar- flokkurinn 10 þingmenn og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð 9 þingmenn, ef gengið yrði til kosn- inga nú, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Samfylkingin mælist nú með 19% fylgi og bætir við sig einu prósentu- stigi frá fyrri mælingu, en Vinstri grænir bæta við sig tveimur pró- sentum og mælast með 12% fylgi. Samkvæmt könnuninni er Sjálf- stæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins með 38% fylgi. Framsókn- arflokkurinn mælist með 13% fylgi. Samstaða mælist með tæplega 5%, Björt framtíð og Dögun með rúm- lega 4% og Hægri grænir með tæp- lega 4%. Ofangreind skipting þingmanna er eins, hvort sem reiknað er út frá heildarfylgi á landsvísu eða út frá hverju kjördæmi. Þeir flokkar sem fá meira en 5% fylgi ná mönnum á þing. Könnunin var gerð 31. maí til 28. júní. 5.400 voru í úrtakinu en svar- hlutfallið var 60,2 prósent. 72 pró- sent þeirra sem svöruðu tóku af- stöðu til flokka. 14% kjósenda hafa ekki gert upp hug sinn. pfe@mbl.is Sjálfstæðismenn fengju 30 þingsæti  Stjórnarflokkar bæta aðeins við sig Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út 26 sinnum í júní vegna sjúkraflutninga, leitar, björgunar og aðstoðar við lögreglu og slökkvilið, að því er fram kemur á vef LHG. Samtals voru fluttir 22 sjúklingar og voru flest útköllin vegna sjúkra- flutninga eða samtals 17. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra voru þyrlurnar kallaðar út 17 sinnum, 6 útköll voru vegna sjúkraflutninga. Þá voru 15 sjúklingar fluttir með þyrlunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg LHG Nóg að gera hjá þyrlunum í júní. Annir í júní hjá þyrlum Gæslunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.