Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  164. tölublað  100. árgangur  REKUR FERÐA- ÞJÓNUSTU ÚT FRÁ HREINDÝRUM SKUGGAHLIÐAR NETSINS FJÖLMARGAR FJÖLDI FÓLKS OG MIKIL STEMNING Í PORTI KEX HOSTELS RANNSAKAÐI NETNOTKUN BARNA 26 TÓNLIST FRÁ HÁDEGI TIL MIÐNÆTTIS 28SKJÖLDÓLFSSTAÐIR Á JÖKULDAL 10 Græddu á gulli á Grand Hótel í dag frá kl. 11:00 til 19:00 Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661 7000 sverrir@kaupumgull.is AFP Viðbúnaður Breskir hermenn á vaktinni við Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.  Gífurlegur öryggisviðbúnaður verður viðhafður í Lundúnum með- an á Ólympíuleikunum stendur frá 27. júlí til 12. ágúst og munu 17.000 breskir hermenn úr land-, flug- og sjóher landsins taka þátt í að gæta öryggis á leikunum. Til marks um gæsluna hefur breska útvarpið, BBC, sagt frá því að ef einkaflugvél verði flogið inn á bannsvæði verði byrjað á að senda viðvörun en vélin að endingu skotin niður ef allt kemur fyrir ekki. Bresk stjórnvöld telja að kostn- aður við leikana verði u.þ.b. 1.857 milljarðar króna en eftirlitsnefnd á vegum þingsins telur að hann verði nær því að vera um 2.200 milljarðar króna. »16 17.000 hermenn gæta öryggis á leikunum Lykilmál listuð upp » Á vef stjórnarráðsins er að finna lista yfir 25 verkefni í efnahagsmálum sem stjórn- völd hafa fengist við. » Staðan á vinnumarkaði, hagvaxtarskilyrði fyrirtækja og beinar erlendar fjárfestingar koma þar við sögu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Vextir eru á fljúgandi ferð upp á við og krónan í miklu ójafnvægi … Það er út í hött að halda því fram að ríkis- stjórnin hafi rokið í verkefni til að treysta stöðu efnahagsmála þannig að vextir lækki,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, um þróun vaxtastigsins að undanförnu og þátt ríkisstjórnarinnar í að lækka það. Tilefnið er listi á vef stjórnarráðs- ins yfir verkefni sem eru sögð af- greidd, afgreidd að mestu eða af- greidd að hluta. Vaxtamarkmið stjórnvalda er sagt afgreitt, nánar tiltekið það markmið að skapa „for- sendur fyrir áframhaldandi og hraðri lækkun vaxta“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir vexti hafa lækkað á sínum tíma „en miklu seinna“ en rætt var um eftir hrunið. „Svo eru þeir farnir að hækka aftur. Þannig að hröð lækkun vaxta er ekki í kortunum,“ segir Vilhjálmur um horfurnar. Gylfi rifjar upp að það hafi verið yfirlýst stefna í kjarasamningunum að gengisvísistalan yrði komin í 190 í lok þessa árs. „Afar ólíklegt“ sé að það markmið náist úr þessu. „Á fljúgandi ferð upp á við“  Forystumenn ASÍ og SA hafna því mati stjórnvalda að vextir séu á niðurleið  Hafa efasemdir um lista stjórnvalda yfir afgreidd verkefni í efnahagslífinu MAfrekalistinn »6 Morgunblaðið/Kristinn Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það væri náttúrlega eðlilegast að leggja þetta mál til hliðar eins og það er statt en úr því að staðan er þessi held ég að það sé eðlilegast að menn noti sumarið, eða það sem eftir er fram að 11. september, til þess að setja málið í farveg sem er einhver sómi að,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um þjóðarat- kvæðagreiðsluna um tillögur stjórn- lagaráðs og þá stöðu sem komin er upp varðandi dagsetningu kjördags hennar. „Mér finnst athyglisvert að ráðu- neytið hafi séð sig knúið til að leita skýringa hjá þinginu en það undir- strikar þessa lagalegu óvissu. Það er engin vitglóra í því að æða áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Menn hljóti að skoða málið Með orðum sínum vísar Bjarni til bréfs sem forsætisnefnd Alþingis barst nýlega frá innanríkisráðuneyt- inu þar sem óskað er eftir því að Al- þingi ákveði, lögum samkvæmt, end- anlega dagsetningu fyrir kjördag þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Skv. áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins er a.m.k. einn ráð- herra í ríkisstjórninni þeirrar skoð- unar að menn hljóti að nýta næstu daga til þess að fá það algjörlega á hreint hvort það þurfi eitthvað frek- ar til en þá afgreiðslu sem þegar hef- ur farið fram, þ.e. ef innanríkisráðu- neytið telur að það þurfi einhverja frekari staðfestingu. Innan ríkis- stjórnarinnar eru skiptar skoðanir um hvort túlka megi upphaflegu þingsályktunartillöguna þannig að atkvæðagreiðslan fari fram 20. októ- ber. »4 Eðlilegast að leggja málið til hliðar  „Engin vitglóra í því að æða áfram,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins Annie Mist Þórisdóttir varð í gær fyrsta konan í sögunni til að verja titilinn „hraustasta kona heims“ er hún fór með sigur af hólmi í kvenna- flokki á Heimsleikunum í crossfit í Los Angeles. Hún varð yngsti keppandinn til að sigra á leik- unum í fyrra en árið áður varð hún önnur. Annie Mist fékk að launum sem svarar rúm- lega 32 milljónum íslenskra króna fyrir sigurinn. Fyrst var keppt á leikunum árið 2007. Fyrsta konan til að verja titilinn Ljósmynd/Rachel McGinn/Reebok  Starfsmenn Hafró lögðu á fimmtudag af stað í leiðangur til að kanna göngu makríls við Ísland. Írar vilja að til- boð um hlutdeild Íslendinga í kvóta verði afturkallað þar sem makríllinn sé að hverfa úr lög- sögunni hér. Forstjóri Hafró segir hins vegar ekkert styðja slíkar ályktanir. Sjávarútvegsráðherrar ESB funda í Brussel í dag. »2 Segja makrílinn vera að hverfa úr íslenskri lögsögu Frá makrílvinnslu í Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.