Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík
UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI
ALLT AÐ 20%
ELDSNEYTISSPARNAÐUR
YFIR 50%
MINNI MENGUN
BYLTING!
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Við erum eina fjölskyldan í kirkju-
sögunni þar sem allir eru prestar,“
segir Gunnlaugur Stefánsson, sókn-
arprestur í Heydölum, og bætir við
að sonur hans, Stefán Már Gunn-
laugsson, sóknarprestur á Vopna-
firði, sé eini presturinn sem á for-
eldra sem báðir eru prestar.
Eiginkona Gunnlaugs, Sjöfn
Jóhannesdóttir, er sóknarprestur á
Djúpavogi en öll starfa þau í sama
prófastsdæminu, Austurlandspró-
fastsdæmi. „Eplið fellur nú sjaldan
langt frá eikinni. Hann var fljótlega
mjög áhugasamur um kirkjustarfið
og tók virkan þátt í barna- og
æskulýðsstarfinu á sínum bernsku-
árum og það virtist því liggja beint
við þegar hann tók ákvörðun um að
fara í guðfræðina,“ segir Gunn-
laugur, aðspurður hvað hann telji
að hafi orðið til þess að Stefán Már
fetaði í spor foreldra sinna.
Barnabörnin kirkjurækin
Að sögn Gunnlaugs hóf Sjöfn
nám sitt í guðfræði á sama tíma og
hann var að ljúka sínu námi. Að-
spurður hvort Sjöfn hafi mögulega
smitast af áhuga hans á guðfræð-
inni, segir Gunnlaugur: „Það gæti
alveg verið.“ Hann bendir jafn-
framt á að árið sem Sjöfn lauk guð-
fræðinámi sínu hafi hann verið
vígður sem prestur. „Hver veit.
Sonur minn á fjóra drengi, ásamt
konu sinni, Lilju Kristjánsdóttur, á
aldrinum fjögurra til ellefu ára,
sem allir eru mjög kirkjuræknir,“
segir Gunnlaugur, aðspurður hvort
hann telji að þessi þróun muni
halda áfram hjá framtíðarkyn-
slóðum fjölskyldunnar.
Aðspurður segist Gunnlaugur
ekki þekkja til þess hvort svipaðar
fjölskyldur sé að finna innan þjóð-
kirkna annars staðar á Norður-
löndum, en hann tekur þó fram að
gaman væri að kanna hvort svo sé.
„Þar er mikið rætt um trú og
kirkju. Það er mjög heitt umræðu-
efni í okkur fjölskylduboðum og
okkar samveru,“ segir Gunnlaugur,
spurður að því hvernig fjöl-
skylduboðin gangi fyrir sig.
Þá má finna fleiri presta
lengra aftur í ætt fjölskyldunnar,
en að sögn Gunnlaugs var langaafi
hans í föðurætt, séra Árni Björns-
son, prófastur í Görðum og einnig
hafi ömmubróðir hans í sömu ætt,
séra Sigurjón Þ. Árnason, verið
prestur í Hallgrímskirkju í Reykja-
vík.
Prestafjölskylda Prestafjölskyldan í Austurlandsprófastsdæmi er líklega
einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. Myndin er tekin í Hallgrímskirkju.
Eina prestafjölskyldan
Starfa öll í sama prófastsdæminu Trúmál heitt umræðu-
efni í fjölskylduboðum Einsdæmi í íslenskri kirkjusögu
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Lögin eru afdráttarlaus um það að
þingið verður að taka af skarið um
kjördaginn, það hefur ekki verið
gert og þess vegna sé ég ekki að
það sé raunhæft að atkvæðagreiðsl-
an fari fram 20. október,“ segir
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, spurður út í
þá stöðu sem þjóðaratkvæða-
greiðslan um tillögur stjórnlagar-
áðs er komin í. Eins og Morg-
unblaðið greindi frá síðastliðinn
laugardag telur Sigurður Líndal,
prófessor emeritus, að Alþingi
verði að samþykkja dagsetningu
kjördagsins eigi síðar en 20. júlí
næstkomandi ef ætlunin er að
halda atkvæðagreiðsluna 20. októ-
ber 2012. Bjarni bætir við að það
sé síðan sjálfstætt álitamál hvenær
kosningin eigi þá að fara fram en
slíkt verði að ræða þegar þingið
kemur aftur saman september.
Sjaldan ein báran stök
„Nei, það er augljóslega ekki
raunhæft en þetta er handvömm af
hálfu þeirra sem hafa mælt fyrir
þessari atkvæðagreiðslu og settu
saman tillöguna,“ segir Bjarni að-
spurður hvort raunhæft sé að kalla
þingið saman í síðasta lagi 20. júlí
til þess að ákveða kjördag þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar, og bætir
við: „Það er sjaldan ein báran stök
í þessum atgangi út af stjórnar-
skránni hjá meirihlutanum.“
Að sögn Bjarna er aðalatriðið
það að þjóðaratkvæðagreiðslan er
óþörf. „Það væri best ef menn átt-
uðu sig á því núna að það er óþarfi
að halda þessa þjóðaratkvæða-
greiðslu yfir höfuð og það er rétt
að þingið hefjist handa við efn-
islega vinnu málsins,“ segir Bjarni.
Aðspurður hvort hann hafi rætt
málið við formenn stjórnarflokk-
anna segir Bjarni svo ekki vera.
„Mér finnst athyglisvert að ráðu-
neytið hafi séð sig knúið til að leita
skýringa hjá þinginu en það undir-
strikar þessa lagalegu óvissu. Það
er engin vitglóra í því að æða
áfram eins og ekkert hafi í skorist,“
segir Bjarni og vísar til bréfs sem
forsætisnefnd Alþingis barst ný-
lega frá innanríkisráðuneytinu en
þar óskaði ráðuneytið eftir því að
Alþingi ákvæði, lögum samkvæmt,
endanlega dagsetningu fyrir kjör-
dag þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Enn eitt dæmi um klúður
„Það þarf náttúrlega að fá það á
hreint hvað er rétt í þessu öllu
saman. Hvort það er þannig að Sig-
urður Líndal hafi rétt fyrir sér með
að þingið þurfi að ákveða nýja dag-
setningu,“ segir Gunnar Bragi
Sveinsson, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, og bætir við:
„Þá er ekkert annað í stöðunni
heldur en að þingið komi saman og
geri það ef það á að halda þessu til
streitu. Hitt er að ákveðin verði ný
dagsetning þegar þing kemur sam-
an í september en hvort það kalli á
nýja þingsályktunartillögu skal ég
ekki alveg segja til um.“ Að sögn
Gunnars Braga er þetta enn eitt
dæmið um klúðrið í kringum
stjórnlagamálið frá upphafi til
enda.
Aðspurður hvort mögulegt sé að
kalla saman Alþingi með svona
stuttum fyrirvara, þ.e. eigi síðar en
20. júlí, segist Gunnar Bragi telja
að slíkt sé ekki hægt. „Ég held að
það sé ekki fræðilegur möguleiki að
gera það. Ég tel í rauninni að ef
þingið þarf að taka nýja ákvörðun
verði þingið að gera það 11. sept-
ember,“ segir Gunnar Bragi og
bætir við að þetta sé algjörlega á
ábyrgð þeirra sem hafa keyrt málið
áfram með offorsi.
Aðspurður hvort það væri eðli-
legast í millitíðinni að þingið ráð-
færði sig við lögspekinga um næstu
skref segir Gunnar Bragi: „Það
væri náttúrlega eðlilegast að leggja
þetta mál til hliðar eins og það er
statt en úr því að staðan er þessi
þá held ég að það sé eðlilegast að
menn noti sumarið, eða það sem
eftir er fram að 11. september, til
þess að setja málið í farveg sem er
einhver sómi að.“
Ósammála Sigurði Líndal
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG og varaformaður stjórnskipun-
ar- og eftirlitsnefndar Alþingis,
segist ósammála því mati Sigurðar
Líndal að Alþingi þurfi að ákveða
að nýju kjördag fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. „Já, eins og Al-
þingi hefur samþykkt og forsæt-
isnefnd hefur undirbúið m.a. með
samningi við Lagastofnun um gerð
kynningarefnis og erindi til innan-
ríkisráðuneytisins um undirbúning
kosninganna,“ segir Álfheiður að-
spurð hvort hún álíti 20. október
vera endanlegan kjördag fyrir at-
kvæðagreiðsluna.
„Það er búið að fara yfir þetta í
þinginu og það verður þjóðarat-
kvæðagreiðsla 20. október og málið
er dautt,“ segir Margrét Tryggva-
dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þingið verður að taka af skarið
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja óraunhæft að kalla þingið saman fyrir 21. júlí næstkomandi
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir eðlilegast að leggja atkvæðagreiðsluna til hliðar
Bjarni
Benediktsson
Gunnar Bragi
Sveinsson
Álfheiður
Ingadóttir
Þjóðaratkvæðagreiðsla
» Sigurður Líndal telur að
þingið verði að ákveða kjördag
eigi síðar en 20. júlí nk. ef at-
kvæðagreiðslan á að fara fram
20. október 2012.
» Hann telur að atkvæða-
greiðslan verði markleysa ef
Alþingi virðir ekki lögbundna
fresti.
» Innanríkisráðuneytið hefur
óskað formlega eftir því að Al-
þingi ákveði endanlegan kjör-
dag í samræmi við ákvæði laga
um framkvæmd þjóð-
aratkvæðagreiðslna.
» Alþingi er í sumarleyfi og því
gætir reynst erfitt að kalla það
saman með stuttum fyrirvara.
Margrét
Tryggvadóttir
Umferð í kringum höfuðborgar-
svæðið gekk hnökralaust í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Borgarnesi var mikil um-
ferð þar frá miðjum degi og fram á
kvöld. Hún gekk hins vegar vel og
óhappalaust. Sömu sögu var að
segja á Selfossi en þar var þó minni
umferð en á Vesturlandi.
Lítil umferð var í kringum Akur-
eyri að sögn lögreglu. Nokkur um-
ferð var þó um Ólafsfjarðarveg
vegna fótboltamóts sem þar var
haldið um helgina. kjartan@mbl.is
Áfallalaus umferð til borgarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Töluverð umferð var um
Vesturland í gær. Mynd úr safni.
Veðurstofan spáir hægri breyti-
legri átt og víða björtu veðri á
þriðjudag og líkur eru á síðdeg-
isskúrum í innsveitum.
Á miðvikudag og fimmtudag
verður skýjað og einhver rigning á
Norður- og Austurlandi. Þá verður
skýjað með köflum á Suður- og
Vesturlandi og skúrir. Hitinn verð-
ur á bilinu 8-18 gráður en hlýjast
verður veðrið á Suðvesturlandi.
Á föstudag er svo spáð hægri
breytilegri átt með skúrum á sunn-
anverður landinu. Bjart á að vera á
Norður- og Austurlandi, hiti á
bilinu 10-17 stig, hlýjast á Norður-
landi.
Um helgina er svo útlit fyrir
sunnanátt með rigningu. Úrkomu-
lítið á þó að vera á Norðurlandi.
Væta í kortunum síðar í vikunni