Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Í Bankastræti Þessi unga stelpa hafði gott útsýni yfir miðborgina af öxlum föður síns.
Ómar
Íslensk yfirvöld standa ásamt
Færeyingum frammi fyrir erf-
iðum samningaviðræðum við
ESB og Noreg um makríl. Og
nú reynir á að við höldum fram
af fullri einurð rétti okkar og
gætum vel íslenskra hagsmuna.
Stefna Íslands í skiptingu og
stjórnun makrílveiðanna var
mótuð í tíð Tómasar H. Heið-
ars, samningamanns Íslands,
sem setti fram rökstudda kröfu
um liðlega 16% hlut í heildarveiðinni. Um-
talsverð eftirgjöf frá þeirri stefnu vegna að-
ildarviðræðna að ESB væri með öllu ólíð-
andi.
Landsmenn upplifa þessa dagana hversu
mikilvægar makrílveiðarnar eru okkur Ís-
lendingum. Spriklandi makríll á hverjum
bryggjusporði hringinn í kringum landið
staðfestir gríðarlegt magn hans íslenskri
lögsögu. Er það ekki ný saga, því að m.a.
Jón Ólafsson Grunnvíkingur lýsir svörtum
sjó af makríl í Fiskafræði sinni snemma á
18. öld.
ESB tengir makríl
og aðild að ESB saman
Forystumenn ESB bæði í Brussel og ein-
stökum ESB-ríkjum hafa grímulaust tengt
saman aðildarviðræðurnar og makrílveiðar
Íslendinga, þó svo það eigi að vera al-
gjörlega aðskilin mál að okkar mati.
Þeim sem eru hallir undir aðild að ESB er
mikið kappsmál að aðildarviðræðurnar og
aðlögunin að ESB gangi sem hraðast fyrir
sig. Þeir keppast nú við að lýsa því yfir að
þessi mál séu ótengd af hálfu ESB. Svo vel
þekki ég afstöðu ESB til makrílveiðanna frá
tíma mínum sem ráðherra að ég get fullyrt
að slíkt er mikil sjálfsblekking. Fjálgleg var
grein formanns utanríkismálnefndar, Árna
Þórs Sigurðssonar, nýverið þar sem þessu
var haldið fram. Það hefði hinsvegar verið
eðlilegt að sjávarútvegsráðherra Íslands og
utanríkismálanefnd hefðu nú
þegar mótmælt formlega
áformum og hótunum ESB um
viðskiptaþvinganir gagnvart
Íslendingum og
Færeyingum vegna makríl-
veiðanna.
Sjávarútvegsnefnd ESB-
þingsins hefur nýlega sam-
þykkt reglugerð sem heimilar
ESB slíkt og samkvæmt yf-
irlýstu markmiði er þeim
heimildum beint gegn Íslend-
ingum og Færeyingum.
Náið samráð við Færeyinga mikilvægt
Ég lagði sem ráðherra áherslu á mjög ná-
ið samráð við Færeyinga í viðræðum
strandríkjanna um makríl og hafnaði til-
raunum ESB til að skilja okkur að og neit-
aði gylliboðum ESB um tvíhliða samninga-
viðræður. Samningar og lausn
makrílveiðanna er verkefni allra þessara
standríkja saman og er þar ekkert eitt öðru
rétthærra í þeim efnum.
Sakna ég þess nú í umræðunni að ekki
skuli af Íslands hálfu lýst yfir áframhald-
andi og nánu samstarfi við Færeyinga í
samningunum um makríl. Slíkt er styrkur
fyrir báðar þessar þjóðir ekki síst í ljósa
hótana frá forystumönnum ESB.
ESB hefur sett
makrílsamninga í uppnám
Forsvarsmenn ESB hafa komið því ræki-
lega fyrir að sú „lausn“ makríldeilunnar
sem felst í kröfunni um eftirgjöf Íslendinga
í makrílveiðunum er nátengd framgangi að-
ildarviðræðnanna við ESB. Það er veruleik-
inn sem blasir við hvort sem okkur líkar það
betur eða verr.
Við þær aðstæður og í ljósi hótana ESB
verður hin minnsta eftirgjöf Íslendinga því
túlkuð sem flótti og undirlægjuháttur og
fyrst og fremst ætluð til að greiða fyrir að-
ild að ESB.
ESB hefur því með óábyrgri framkomu
sinni, tengingu við ESB-aðildarviðræðurnar
og yfirlýsingum um viðskiptaþvinganir sett
makrílsamningana í uppnám og ákveðna
sjálfheldu meðan aðildarviðræður Íslend-
inga og ESB standa yfir.
Þetta er sá veruleiki sem blasir við ís-
lenskum stjórnvöldum og almenningi í land-
inu.
Eftir Jón
Bjarnason
» Forsvarsmenn ESB hafa
komið því rækilega fyrir að
sú „lausn“ makríldeilunnar
sem felst í kröfunni um eft-
irgjöf Íslendinga í makrílveið-
unum er nátengd framgangi
aðildarviðræðnanna við ESB.
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður og fyrrv. sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.
Makrílveiðar Íslendinga
eða aðild að ESB
Töluvert hefur verið
fjallað um stöðu heil-
brigðismála í dag-
blöðum og ljós-
vakamiðlum
undanfarið. Ekki að
ástæðulausu, enda
ástandið orðið alvar-
legt. Þjónusta hefur
minnkað, starfsfólki
fækkað og læknar hafa
flust til starfa erlendis.
Opinberar skýrslur staðfesta að
niðurskurður hefur verið mikill í heil-
brigðiskerfinu undanfarin ár. Út-
gjöld til heilbrigðismála hafa lækkað
umtalsvert, það sýna innlendar og
erlendar samantektir. Í riti Hagstof-
unnar, Heilbrigðisútgjöld á Íslandi
1998-2010, segir að heildarútgjöld til
heilbrigðismála hafi árið 2010 numið
143,5 milljörðum króna eða 9,3% af
landsframleiðslu, borið saman við
10,4% af landsframleiðslu árið 2003.
Ný OECD skýrsla, OECD Health
Data 2012, sýnir að Íslendingar,
ásamt Írum, skáru mest allra
OECD-ríkja niður í heilbrigð-
isútgjöldum árin 2009-2010 (sjá
mynd). Eistland og Grikkland skáru
líka mikið niður, en á Írlandi, Grikk-
landi og Eistlandi hafði
vöxtur heilbrigð-
isútgjalda árin 2000-
2009 verið langt um-
fram OECD meðaltal, á
bilinu 6,1-8,4% á ári. Á
Íslandi hafði hins vegar
árlegur meðalvöxtur
heilbrigðisútgjalda ver-
ið töluvert undir
OECD-meðaltali. Ís-
lenska heilbrigðiskerfið
var þannig verr í stakk
búið til að taka á sig
jafn mikil áföll og raun
hefur orðið á.
Það er fræðandi að rifja upp um-
mæli sem höfð hafa verið eftir ýms-
um læknum og stjórnendum í heil-
brigðiskerfinu undanfarið. Ummælin
eru lýsandi fyrir stöðu heilbrigð-
ismála:
Magnús Gottfreðsson, smit-
sjúkdómalæknir á Landspítalanum
og prófessor við Háskóla Íslands,
hefur bent á að ein birtingarmynd
niðurskurðarins sé að færri sýni séu
tekin í blóðræktanir en áður var. Að
nánast bein fylgni sé á milli greininga
á sýkingum með blóðræktun á smit-
sjúkdómadeild Landspítalans og nið-
urskurðar fjármuna til spítalans.
Þetta þýði að hætt er við því að fjöldi
fólks sé með sýkingar án þess að vita
af þeim þar sem sýni voru aldrei send
í ræktun.
Ólafur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Landspít-
alanum, hefur sagt að fjárframlög til
spítalans hafi dregist saman um 20%,
að dregið hafi úr þjónustu og sífellt
erfiðara verði að tryggja öryggi sjúk-
linga. Hann sagði ekkert vit í því að
halda áfram á braut niðurskurðar.
Elísabet Benedikz, yfirlæknir
bráðamóttöku Landspítalans, sagði í
sjónvarpsviðtali á RÚV að sjúkling-
um á bráðamóttökunni færi fjölgandi
og komið væri að „algerum þanmörk-
um“ eins og hún orðaði það.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, hefur bent á að spítalinn hafi
ekki náð að þróast í takt við tímann,
að Íslendingar séu orðnir eftirbátar
þeirra ríkja sem við berum okkur
saman við og við getum ekki veitt
sömu þjónustu og nágrannalöndin.
Hann hefur sagt: „Afleiðingar þess
að halda áfram í einhvers konar nið-
urskurði yrðu það erfiðar og miklar
að ég tel að það væri bara glapræði
að ætla að halda áfram með það.“
Lúðvík Ólafsson, lækninga-
forstjóri Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins, sagði í viðtali á RÚV
fyrir stuttu að grunnvandi heilsu-
gæslunnar væri læknaskortur: „Stór
hluti þeirra sem leita á bráðamótt-
tökur gerir það vegna þess að þeir
komast ekki að í heilsugæslunni.“
Hann metur ástandið þannig að ráða
þurfi 30 nýja heimilislækna til starfa
á höfuðborgarsvæðinu.
Þórarinn Ingólfsson, formaður Fé-
lags íslenskra heimilislækna, ritar í
Læknablaðið í júní síðastliðnum:
„Atburðarásin um og eftir efnahags-
hrun er hins vegar grafalvarleg.
Heilbrigðisyfirvöld virðast í skjóli
niðurskurðar vera á góðri leið með að
ganga af heimilislækningum dauð-
um.“ Ennfremur sagði hann: „Staðan
er viðkvæm núna, heimilislæknar eru
of fáir og margir yngri heim-
ilislæknar hafa þegar hætt störfum
og flust búferlum og þeir sem eldri
eru nálgast eftirlaun eða íhuga að
draga sig í hlé eða fara í önnur verk-
efni. Ekki fást hæfir umsækjendur í
stöður sem eru auglýstar.“
Í ályktun sem læknar heilsugæsl-
unnar á Akureyri sendu velferð-
arráðherra fyrir skömmu segir:
„Álagið á lækna er orðið þannig að
reyndustu heimilislæknarnir eru
komnir að þolmörkum. Samlög
lækna eru löngu full og læknum ekki
gert kleift að sinna störfum sínum
sem skyldi.“
Þessi ummæli öll sýna að staða
heilbrigðismála á Íslandi er ekki við-
unandi. Þess vegna koma ummæli
velferðarráðherra á visir.is hinn 11.
júlí síðastliðinn verulega á óvart, ef
rétt er eftir honum haft. Velferð-
arráðherra sagði heilbrigðiskerfið
hafa verið skorið niður um sirka 18%
frá 2008, en aðspurður sagði hann
niðurskurðinn ekki alvarlegan. „Nei-
nei, það held ég ekki. Við þolum
þetta,“ segir hann, enda hafi heil-
brigðiskerfið verið komið í ákveðinn
topp árið 2008. Svo mörg voru þau
orð ráðherrans.
Ummæli velferðarráðherra stinga
illilega í stúf við opinberar skýrslur
og ummæli þeirra sem best þekkja til
heilbrigðiskerfisins. Yfirvöld heil-
brigðismála verða að viðurkenna
vandann og snúa af óheillabraut und-
anfarinna ára. Ef staða efnahags-
mála er nú betri og fer batnandi er
sannarlega lag til þess að auka fram-
lög til heilbrigðismála. Óbreytt fjár-
framlög duga engan veginn til. Það
verður að setja heilbrigðiskerfið og
hagsmuni og öryggi sjúklinga í önd-
vegi.
Eftir Þorbjörn
Jónsson »Heilbrigðiskerfið
hefur töluvert verið
til umfjöllunar und-
anfarið, enda hefur
þjónusta minnkað,
starfsfólki fækkað og
læknar horfið til starfa
erlendis.
Þorbjörn Jónsson
Höfundur er formaður Læknafélags
Íslands.
Alvarleg staða íslenska heilbrigðiskerf-
isins í kjölfar áralangs niðurskurðar