Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 6

Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins draga í efa að ríkis- stjórnin hafi leyst jafn mörg brýn úr- lausnarefni í efnahagsmálum og tilgreint er á vef stjórnarráðsins. Málið varðar lista með 25 verkefn- um sem sögð eru „afgreidd“, „af- greidd að hluta“ eða „afgreidd að mestu“. Lítið hefur farið fyrir listan- um nema hvað Hrannar B. Arnars- son, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurð- ardóttur, hefur vakið athygli á honum í netheimum að undanförnu. Nokkur helstu málin eru listuð upp hér til hliðar en meðal verkefna sem sögð eru „afgreidd“ er að „skapa … forsendur fyrir áfram- haldandi og hraðri lækkun vaxta“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, bendir á að vextir séu að hækka. „Vextir lækkuðu á sínum tíma og miklu seinna en rætt var um. Svo eru þeir farnir að hækka aftur. Þannig að hröð lækkun vaxta er ekki í kort- unum,“ segir Vilhjálmur. Hagkerfið enn í hægagangi Annað atriði sem sagt er „afgreitt að mestu“ er að „skapa hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og að- stæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný“. Vilhjálmur telur þetta ofsagt. „Þrátt fyrir að ýmis jákvæð teikn séu á lofti, eins og til dæmis minnk- andi atvinnuleysi, sjást þess ekki merki í nýjustu þjóðhagsspá Hag- stofu Íslands að hagvöxtur sé að aukast. Hún var upp á 2,7% hagvöxt fyrir árið og var lítið eitt hærri en spáin á undan. Það hefur því í raun lítið gerst,“ segir Vilhjálmur sem hefur bent á að hagkerfið þurfi að vaxa um 4-5% á næstu árum til að verja lífskjörin og tryggja að at- vinnuleysi verði ekki áfram hátt í sögulegu samhengi. „Það eru vís- bendingar um að störfum sé byrjað að fjölga en þær eru enn frekar veik- ar. Störfum fjölgaði lítið sem ekkert milli ára 2010 og 2011.“ Ekki nóg að senda umsókn Þriðja atriðið sem sagt er „af- greitt“ er að ríkisstjórnin skuli hafa falið peningastefnunefnd Seðlabank- ans „að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni, meta kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því mati“. Vilhjálmur tel- ur að þessu verkefni sé ólokið. „Það getur verið að ríkisstjórnin hafi falið peningastefnunefnd að gera þetta en Seðlabankinn hefur ekki skilað neinni skýrslu um gjald- eyrismálin,“ segir Vilhjálmur sem kannast heldur ekki við að Seðla- bankinn hafi skilað áliti um hvernig „best verði dregið úr vægi verð- tryggingar í íslensku efnahagslífi“, líkt og stjórnvöld hafa óskað eftir. „Þótt Jóhanna biðji Seðlabankann um að gera eitthvað er ekki þar með sagt að málið sé afgreitt.“ Málin misjafnlega mikilvæg Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að verk- efnin eru misjafnlega mikilvæg. „Það er ljóst að atriðin sem nefnd voru í stöðugleikasáttmálanum, sam- hliða kjarasamningunum í fyrra, hafa auðvitað mismunandi vægi. Þegar ríkisstjórnin, og reyndar Samtök atvinnulífsins, voru að telja upp atriði og gefa þeim einkunn, eft- ir því hvort þeim væri lokið eða ekki, bentum við hjá ASÍ alltaf á að slík upptalning væri kannski ekki aðal- atriðið. Fyrst ber að nefna að samið var um tiltekið umfang fjárfestinga sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er klárt að því umfangi hefur ekki verið náð. Við sömdum ekki um til- tekin verkefni en ljóst er að þá var deilt um einstök verkefni innan ríkis- stjórnarinnar, á borð við Vaðlaheið- argöng. Svo mætti nefna verkefni eins og tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar sem ekki varð af.“ Vextirnir „á fljúgandi ferð“ Gylfi segir að vextir séu á uppleið. „Vextir eru á fljúgandi ferð upp á við og krónan í miklu ójafnvægi. Rík- isstjórnin hefur ekki breytt stefn- unni í peningamálum. Það er Alþing- is að breyta stefnunni en ekki Seðlabankans. Ég hef fært rök fyrir því að til að ná þessu marki væri skynsamlegra að hætta flotgengis- stefnu; flotgengi á markaði með gjaldeyrishöft er mótsögn. Hægt væri að ná verulegum ár- angri í lækkun vaxta ef Alþingi breytti peningamálastefnunni í lög- unum um Seðlabankann og tæki aft- ur upp fastgengisstefnu. Það er út í hött að halda því fram að ríkisstjórn- in hafi rokið í verkefni til að treysta stöðu efnahagsmála þannig að vextir lækki. Þeir eru á rjúkandi uppleið. Það er yfirlýst forsenda í kjarasamn- ingunum að gengisvísitalan verði komin í 190 í lok þessa árs. Það er af- ar ólíklegt að það markmið náist.“ Verði uppnám á vinnumarkaði Gylfi telur heldur ekki að tekist hafi að skapa þau hagstæðu skilyrði fyrir sköpun starfa sem tiltekin eru. „Það er ekki nokkur leið að halda því fram að það sé búið að skapa slík hagvaxtarskilyrði. Ef þar er verið að vitna til þess að krónan sé svo veik að tiltekinn hluti atvinnulífsins hafi við það betri afkomu á meðan restin af atvinnulífinu og heimilin hafa verið í ömurlegri stöðu er það stefna sem ASÍ mun aldrei skrifa undir. Ef það er skoðun ríkisstjórnarinnar að henni hafi tekist að skapa hagstæð rekstrarskilyrði með því að fella gengi krónunnar um 50% að raun- gildi þá er þetta stefna sem hlýtur að leiða til þess að það verður uppnám á vinnumarkaði,“ segir Gylfi. Afrekalistinn dreginn í efa  ASÍ og Samtök atvinnulífsins bera brigður á lista stjórnvalda yfir afgreidd verkefni í efnahagsmálum  Vextir að hækka en ekki að lækka  Telja vaxtarskilyrði fyrirtækja ekki jafn góð og af er látið Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir í Pósthússtræti Á vef stjórnarráðsins er farið yfir stöðu margra brýnna úrlausnarefna. Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Eftirfarandi verkefni eru á meðal þeirra 25 á sviði efnahagsmála sem stjórnvöld hafa unnið. Með fylgir umsögn ríkisstjórnarinnar um stöðu þeirra og er matið tilgreint með hástöfum.  Peningastefnunefnd Seðlabank- ans verður falið að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefn- unni, meta kosti þjóðarinnar í gjald- miðilsmálum og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því mati. AFGREITT  Óskað verður eftir mati Seðla- bankans á því hvernig best verði dregið úr vægi verðtryggingar í ís- lensku efnahagslífi. AFGREITT  Skapa þarf forsendur fyrir áfram- haldandi og hraðri lækkun vaxta. AFGREITT  Verja velferðarkerfið eins og kostur er. (Viðvarandi verkefni) AFGREITT AÐ MESTU  Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf. (Viðvarandi verkefni) AFGREITT AÐ MESTU  Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði var- in og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný. (Viðvarandi verkefni) AFGREITT AÐ MESTU  Forsætisráðherra mun láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lykilstærðum í samfélags- og efna- hagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og framtíðarvalkosti, s.s. í ríkisfjár- málum, gjaldmiðilsmálum, atvinnulífi, húsnæðismálum, jafn- rétti. AFGREITT  Örva þarf innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu. (Viðvarandi verk- efni) AFGREITT AÐ HLUTA  Stuðla að beinum erlendum fjár- festingum. (Viðvarandi verkefni) AFGREITT AÐ HLUTA  Vinna markvisst að því að draga úr höftum á gjaldeyrisviðskiptum. (Viðvarandi verkefni) AFGREITT AÐ HLUTA Mörg stórmál sögð í höfn VERKEFNALISTI STJÓRNVALDA „Mér finnst bara í heildina séð mjög gott að umræðan er í gangi og lít bara á þetta sem viðbrögð hagsmunaaðila á svæðinu við tillögunni,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um athugasemdir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, við vinningstillögu í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Austurvöll. Páll segir almennt þörf á meiri umræðu um skipulags- og byggingamál og mikilvægt sé að hafa í huga að vinn- ingstillagan eigi eftir að fara í gegnum lögboðið skipu- lagsferli en í því fái allir tækifæri til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Hann segir að það ætti ekki að koma á óvart að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir hóteli á reitnum. Tillagan verði vel kynnt „Það er vilji lóðarhafa að hafa þarna hótel,“ segir Páll. „Það er líka mikilvægt að muna að þarna hefur í 26 ár verið samþykkt skipulag um viðbyggingu á bílastæðinu við Kirkjustræti þannig að það er ekkert nýtt heldur. Al- veg eins og það er samþykkt að ryðja burt öllum timb- urhúsunum við Vallarstræti og byggja þar upp eina stóra nýbyggingu,“ segir hann. Umferðarmál hafi verið í skoðun hjá borginni og leitað sé lausna hvað þau varði. Páll segir tímabært að tillagan verði kynnt þinginu og gerir ráð fyrir að borgin muni svara bréfi forseta þings- ins. „Fyrst og fremst verður lögð áhersla á að tillagan verði vel kynnt og fólk sé örugglega að tala um það sama,“ segir hann. Ingólfstorg Vinningstillagan í samkeppninni. Hyggjast kynna tillöguna fyrir þinginu Skannaðu kóðann til að lesa verk- efnalistann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.