Morgunblaðið - 16.07.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
✝ Elín H. Hann-esdóttir fædd-
ist 9. maí 1926 í
Hleiðargarði í
Saurbæjarhreppi,
Eyjafirði. Hún lést
5. júlí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Friðriksdóttir frá
Nesi, f. 1898, d.
1973, og Hannes
Jónsson, bóndi og
rithöfundur í Hleiðargarði, f.
1873, d. 1957. Hún var einka-
barn foreldra sinna, en átti 7
eldri hálfsystkini samfeðra;
4. júlí 1978, sonur hjónanna
Nýbjargar Þorláksdóttur, f.
1893, d. 1968 og Kjartans Sig-
urtryggvasonar, f. 1892, d.
1980. Elín og Haraldur bjuggu
lengst af í Víðimýri 6 á Ak-
ureyri og eignuðust þrjú börn,
þau Einar Rafn, f. 1946, kvænt-
an Freyju Kristjánsdóttur, f.
1965; Hannes f. 1949, kvæntan
Guðrúnu S. Guðmundsdóttur, f.
1951, og Helgu Björgu, f. 1960,
gifta Hirti Haraldssyni, f. 1956.
Barnabörn Elínar og Haraldar
eru 14 talsins, barnabarnabörn
23 og afkomendur þeirra hjóna
alls 39.
Útför Elínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, mánu-
daginn 16. júlí 2012, kl. 13.30.
þau voru Hleiður,
f. 1898, d. 1903,
Snorri, f. 1901, d.
1963, Elín Jó-
hanna, f. 1904, d.
1922; Gauti, f.
1909, d. 1982; Sig-
ríður, f. 1911, d.
1986; Bragi, f.
1912, d. 1914, og
Bragi, f. 1914, d.
1915.
Elín ólst upp í
Hleiðargarði en flutti til Ak-
ureyrar 1944 og giftist Haraldi
Kjartanssyni, sem fæddur var á
Mýri í Bárðardal 7. júlí 1920, d.
Elskuleg tengdamóðir mín, El-
ín Hannesdóttir, lést á fagurri og
bjartri sumarnóttu þegar sól er
hæst á himni. Fegurðin í nátt-
úrunni var nánast áþreifanleg.
Kyrrðin, ilmurinn og nálægðin við
hið óendanlega var mjög sterk.
Ella, eins og hún var kölluð var
léttlynd og skemmtileg kona.
Hún var orðheppin í tilsvörum og
hafði ríka kímnigáfu. Það kom
glettnisglampi í augu hennar þeg-
ar hún sá eitthvað spaugilegt í til-
verunni.
Í minni minningu þegar ég fór
að venja komur mínar í Víðimýr-
ina var hún syngjandi við verkin
sín í eldhúsinu eða við saumavél-
ina, þar sem hún saumaði hverja
flíkina á fætur annarri á konur í
bænum.
Á heimili hennar var mjög
gestkvæmt. Fólkið hennar úr
sveitinni, Eyjafirði, ásamt öðrum,
kom við og fékk sér kaffisopa þeg-
ar það fór í bæinn og var þá glatt á
hjalla og mikið hlegið og spjallað.
Alltaf mætti glaðværð og hlýja
því fólki sem heimsótti Ellu.
Einnig var henni mikið í mun að
allir sem sóttu hana heim fengju
að borða og eitthvað gott með
kaffinu. Ella var greind kona og
hafði yndi af lestri góðra bóka og
kunni ótal vísur sem hún fór með í
góðra vina hópi.
Hún var hornsteinn fjölskyld-
unnar og var vakin og sofin yfir
allri velferð hennar.
Hún hafði lag á að leiða fólk til
jákvæðni og fyrirgefningar og
vildi alltaf að allir væru sáttir.
Ella var kærleiksrík kona sem
gott var að leita til og halla sér að.
Hún var fljót að sjá björtu hlið-
arnar á tilverunni og fylgja þeim
eftir. Jákvæðni hennar hefur trú-
lega fleytt henni gegnum erfið-
leika lífsins og hún kunni þá list
að miðla henni til annarra.
Ég er full þakklætis fyrir öll
árin okkar saman og fyrir það
sem ég hef lært.
Farðu sæl til friðar heima
fjarri þraut, með hreinan skjöld.
Bjartan, nýjan bústað áttu
bak við hulin dauðans tjöld.
Sælir eru hjartahreinir
herrann Jesús mælir slíkt.
Dyggum eftir dagsverk unnið
Drottinn fagnar kærleiksríkt.
(Daníel Kristinsson.)
Ástvinum Ellu sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur.
Guðrún.
Elsku Ella amma mín, mikið er
ég glöð að hafa fengið tækifæri til
þess að kveðja þig, ég átti svo
yndislega stund með þér daginn
áður en þú fórst. Mér var svo kalt
á puttunum þegar ég kom og tók í
hendina á þér og þú vildir ekki
sleppa fyrr en mér var farið að
hlýna. Þú þekktir mig alveg og
það kom hýra í fallegu augun þín
þegar ég talaði við þig.
Það koma svo margar ómetan-
legar minningar upp í hugann
þegar ég hugsa til baka, ég fór svo
oft til þín eftir skóla þegar ég var
lítil, þú kenndir mér að leggja
kapal, við spjölluðum, skoðuðum
gamlar myndir og þú hafðir svo
gaman af því að segja mér sögur
frá því að þú varst lítil. Mesta
sportið var að fá að gista, fara á
rauða Coltinum þínum upp í kjör-
búðina sem var í Sunnuhlíð og
kaupa eitthvað í matinn sem okk-
ur langaði í. Koma svo heim og
horfa á Leiðarljós, fá okkur kakó
og svo horfðum við saman á sjón-
varpið eða spiluðum um kvöldið.
Þú vildir alltaf hafa allt svo
hreint og fínt í kringum þig og
varst sjálf alltaf svo fín, þú pass-
aðir líka upp á það að gestir sem
kæmu til þín færu ekki svangir
frá þér. Á nokkrum mínútum var
komið heilmikið hlaðborð og allir
sestir á garðann. Enda er fátt
betra en að fá Helgukökur sem þú
bakaðir og ískalda mjólk. Þú
varst líka alltaf að baka, snúða og
vínarbrauð, ég man að ég var
stundum að setja kanilsykur í
snúðana með þér.
Við áttum líka yndislega stund
saman um jólin, þú varst hjá okk-
ur á aðfangadag. Þú varst svo
glöð og kát, þó þú hafir ekki
stoppað lengi var æðislegt að fá
að hafa þig hjá okkur. Ég fór og
heimsótti þig á afmælinu þínu og
það var svo gaman að sjá hvað þú
varst hress, þú mundir alveg eftir
fólkinu sem hafði komið í heim-
sókn til þín þann dag. Þú spaug-
aðir með að þú værir sko ekkert
orðin svona gömul, við hlógum
saman og áttum virkilega góða
stund. Þú varst svo skemmtileg
týpa, það var aldrei langt í húm-
orinn og þú varst svo orðheppin,
sást það spauglega í lífinu. Þú
sagðir svolítið við mig þennan dag
sem ég skildi ekki þá en tveimur
vikum seinna. Komst ég að því að
það sem þú sagðir var alveg rétt,
þú sást nefnilega svolítið meira en
við hin.
Ég fann hvað ég vildi vera eig-
ingjörn þegar pabbi hringdi í mig,
sagði mér að þú værir farin frá
okkur, ég vildi bara hafa þig hjá
okkur áfram. En þú varst orðin
þreytt og svo löngu tilbúin að
fara. Ég er líka viss um að Halli
afi hafi verið orðinn spenntur að
fá þig. Þetta var svo rosalega fal-
legur dagur, veðrið úti var hreint
himneskt, sálin þín hefur fengið
frábært ferðaveður, þetta var allt
svo friðsælt og fallegt, þér leið vel
um kvöldið og fórst svo að sofa en
vaknaðir ekki aftur.
Návist þín í lífi mínu var eins
og risastórt tré sem verndaði mig,
þó þú sért farin þá breytist það
ekki. Einhvers staðar las ég:
„Ömmur eru englar í dulargervi“.
Þú ert bara komin úr þínu dul-
argervi en heldur áfram að vaka
yfir okkur og vernda.
Takk fyrir allt elsku amma
mín, mér þykir svo vænt um þig.
Ella amma verður alltaf dáð
fyrir léttlyndi sitt, visku, skilning
og Helgukökurnar.
Þín,
Elín Helga.
Elsku Ella amma.
Nú er komið að kveðjustund,
ég minnist þín með miklu þakk-
læti, hlýju og trausti. Alltaf gát-
um við talað opinskátt saman um
þau málefni sem áttu við hverju
sinni og fékk ég alltaf góð ráð um
lífið og tilveruna frá þér.
Það var notalegt að koma til
þín, og ekki kom maður að tómum
kofanum hjá þér, heitt kakó, volgt
vínarbrauð, snúðar og að
ógleymdum Helgukökunum. Svo
var það lambalærið og heiti
ávaxtargrauturinn sem klikkaði
aldrei. Þegar ég gisti hjá þér átt-
um við góðar stundir saman, spil-
uðum á spil og horfðum á sjón-
varp.
Þér var nú fleira til lista lagt,
þú varst frábær saumakona, enda
leituðu margir til þín með það.
Svo þegar Halli afi lést tókst þú
bílpróf sem sýndi hve sjálfstæð þú
varst.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér elsku amma mín.
Ég veit að Halli afi mun taka á
móti þér og þið sameinist á ný.
Með miklum kærleika og
þakklæti.
Gauti Már Hannesson.
Elín Hannesdóttir
✝ Hjördís Ein-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
júní 1938. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Graf-
arvogi 21. júní
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Einar Páls-
son blikk-
smíðameistari f. 1.
október 1900, d. 18.
september 1984 og Guðfinna Jó-
hannsdóttir, húsmóðir, f. 22.
júní 1903, d. 20. mars 1980.
Systkini Hjördísar voru Sigríð-
ur, f. 1922, sammæðra, Margrét
Lovísa, f. 1925, samfeðra, Jónas,
f. 1925, Jóhann, f. 1927, Jónas
Haukur, f. 1929 og Sverrir, f.
1933. Þau eru öll látin.
Hjördís giftist eftirlifandi
manni sínum, Brynjólfi Guð-
1963, maki Logi Halldórsson.
Börn þeirra eru: a) Hjördís,
maki Gunnar Þorvarðarson.
Þeirra synir eru Logi Þór og
Atli Hrafn, b) Halldór Logi, c)
Bryndís d) Svandís. 3) Einar
Finnur, f. 1966, maki Guðrún
Bryndís Hafsteinsdóttir. Dætur
þeirra eru: a) Hildur Karen, b)
Hjördís Ósk, c) Vigdís Helga.
Hjördís ólst upp í Hlíðunum í
Reykjavík. Hjónin hófu búskap í
Blönduhlíð 16 og bjuggu þar í
20 ár. Þaðan fluttu þau í Mos-
fellsbæ og bjuggu í Reykja-
byggð 1, svo í Miðleiti 5 í
Reykjavík og að síðustu í Klapp-
arhlíð 5 í Mosfellsbæ. Hjördís
vann árum saman á Reykjalundi
við hreingerningarstörf.
Útför Hjördísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, mánudag-
inn 16. júlí 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
mundssyni vélfræð-
ingi, 19. október
1957. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Maríusson,
f. 14. desember
1912, d. 9. desem-
ber 1994 og Vigdís
Brynjólfsdóttir, f.
14. desember 1916,
d. 22. desember
1996.
Börn Hjördísar
og Brynjólfs eru: 1) Guð-
mundur, f. 1958, maki Kristín
Hulda Halldórsdóttir. Börn
þeirra eru: a) Hrafnhildur Lóa,
maki Þorsteinn Ágústsson,
drengir þeirra eru Guðmundur
Kristinn og Ágúst Atli, b) Brynj-
ólfur, maki Aðalheiður Svav-
arsdóttir, dóttir þeirra Natalía
Ósk, c) Halldór Kristinn, d)
Brynhildur. 2) Guðfinna, f.
Mig langar til að minnast
móður minnar, Hjördísar Ein-
arsdóttur, með nokkrum orð-
um. Nú þegar henni hefur verið
veitt hinsta hvíld frá erfiði og
þjáningu skyldi maður nokkurn
tíma gera sér að fullu ljóst að
mamma er hér ekki lengur og
að stundirnar með henni heyra
hinu liðna til? Þó svo að veik-
indin sem þjáðu hana seinustu
árin gerðu það að verkum að
ekki var hægt að spjalla við
hana, segja henni fréttir og
ræða málin, þá var hún þó hér
hjá okkur og dró okkur til sín.
Minningarnar eru núna allt það
sem við eigum eftir en þær eru
líka ótalmargar.
Elsku mamma, hafðu eilífa
þökk fyrir allt sem þú veittir
okkur. Hvíl í Guðs friði.
Nú er mér ljóst, hvað átt ég hefi
bezt,
hver unni mér og hjálpaði mér mest,
sem stríddi, svo ég fengi ró og frið
og fúsast veitti mér í þrautum lið.
Það var enginn, enginn nema þú,
elsku móðir – glöggt ég sé það nú.
Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er,
því enginn móðurelsku til mín ber.
Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og
tryggð;
á traustum grunni var þín hugsun
byggð.
Þú stríddir vel, unz stríðið endað var,
og starf þitt vott um mannkærleika
bar.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst
þreytt;
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
( Jóhann M. Bjarnason.)
Ég mun ávallt elska þig
mamma.
Þín,
Guðfinna.
„Sæl Dísa mín“ byrjaðir þú á
að segja þegar þú hringdir eða
hittir mig. Mér þótti alltaf svo
gott að heyra þegar þú sagðir
þetta, það var hlýjan og vænt-
umþykjan til mín sem ein-
kenndi þessi orð. Frá fyrstu
kynnum tókuð þið Brynjólfur
mér einstaklega vel. Allar
stundirnar okkar saman sem
hafa orðið að minningum sem
ég og fjölskylda mín eigum;
hvort sem það var einn dagur
eða margir dagar eru minning-
arnar allar saman yndislegar.
Stundirnar allar sem við áttum
saman á Spáni með þér og
Brynjólfi, Skorradalurinn, sum-
arbústaðaferðir, páskar, jólin
og ármótin sem þið hafið verið
með okkur hafa verið okkur
mikilvæg og kær.
Þú varst mikil handavinnu-
kona, bæði prjónaðir og saum-
aðir út. Allt það sem þú hefur
prjónað á okkur, peysurnar,
húfurnar, vettlingarnir, ullar-
sokkarnir og kjólarnir á stelp-
urnar. Allt þetta er minning um
það sem þú hefur gert. Alltaf
varstu vel til höfð, passaðir upp
á útlitið, hárið og vel lakkaðar
neglur og varliturinn alltaf
með.
Elsku Hjördís ég er þakklát
fyrir þann tíma sem ég hef
fengið að vera með þér, börnin
mín hafa fengið að njóta sam-
vistar þinnar og verið elskuð af
ömmu sinni. Minning þín lifir
björt og hlý, og í huga mér lifir
hún svo óendanlega skýr.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Guðrún Bryndís
Hafsteinsdóttir.
Elsku fallega amma mín, ég
veit ekki hvar ég á að byrja, ég
veit ekki hvað ég á að segja,
trúi þessu ekki enn.
Finnst eins og mig sé að
dreyma og geti ekki vaknað,
mig langar svo að vakna, langar
að vakna og þú sitjir við hlið
mér, eða ég sitji við hlið þér
eins og ég hef gert undarfarin
tvö ár.
Elsku fallega amma mín ynd-
isleg, ljúf og góð, lukka í lífi
mínu, ljós á vegi mínum sem
mun aldrei slokkna.
Allar okkar minningar saman
eru ómetanlegar og eitthvað
sem ég mun aldrei gleyma.
Þú varst yndisleg og góð, þú
varst amma mín.
Allar minningarnar okkar frá
Spáni. Þær byrjuðu niðri á La
Marina í húsinu ykkar afa. Þar
áttum við æðislegar stundir
saman, sérstaklega á sundlaug-
arbarnum. Þegar hún Fína
söng og þú og afi dönsuðu þar
við mig. Síðan fluttu þið ykkur
niður á Caba Roig sem þið köll-
uðu Holtakot. Þar leið ykkur
afa best.
Skógarkotið þar eigum við
einnig fullt af minningum sam-
an.
Það var svo gott að koma til
þín og afa í hlýjuna hjá ykkur.
Jólin, áramótin og páskarnir
voru einnig ómetanleg. Það
voru yndislegir tímar sem við
áttum saman.
Svo skrítið að hugsa til
næstu jóla og þú verður ekki
þar en ég veit að þú verður á
betri stað og brosir frá himnum
ofan.
Ég veit að þér líður vel, ég
finn það í hjarta mínu, finnst
eins og þú sért að reyna að
brosa í gegnum mig, finnst eins
og þú hvíslir í eyrað mitt að allt
sé í lagi og segir mér að standa
upp og halda áfram. Ekki bara
sitja föst og komast ekkert og
horfa bara á tímann líða frá
mér.
Hvar ertu, hvenær hitti ég
þig aftur? Vildi að ég gæti talað
við þig, heyrt í þér, haldið utan
um þig, sagt þér að ég elska
þig.
Þú varst fegurðardrottning,
svo falleg, svo fín elsku fallega
amma mín.
Ég veit að þú situr uppi á himnum
og horfir niður til mín,
því ég horfi upp til þín
elsku fallega amma mín.
Hvíldu í friði.
Þín,
Hjördís Einarsdóttir
Elsku amma mín, ég sakna
þín svo mikið. Ég vildi að þú
hefðir getað verið lengur hér
hjá okkur.
Ég mun alltaf minnast þín
sem yndislegrar ömmu, sem
var alltaf tilbúin til að syngja
og dansa með mér, alltaf varstu
svo vel til höfð með bleikan
varalit og bleikt naglalakk.
Alltaf varstu í pilsi, aldrei sá ég
þig í buxum, eitt sinn spurði ég
þig hvers vegna svo væri og þú
sagðir „Dömur klæðast ekki
buxum.“
Að koma í heimsókn til
ömmu Hjördísar og afa Binna
þýddi tvennt: að amma bauð
upp á vanilluís með jarðaberja-
sósu og afi mundi setja Tomma
og Jenna í tækið fyrir okkur
systurnar.
Ég minnist allra Spánarferð-
anna okkar saman á La Mar-
inunni, sláturgerðar, kæfugerð-
ar, sumarbústaðaferðanna,
þegar amma fór í aparóluna
með okkur á Þórisstaðavatni og
þegar þú og afi fluttuð í Mið-
leitið. Ég kom yfirleitt alltaf
með pabba til að hjálpa til við
að smíða og mála, alltaf sást þú
um að enginn væri nú svangur
og varst alltaf með kæfu og
brauð á boðstólnum.
Ég mun alltaf minnast síð-
asta dansins sem þú dansaðir,
hann var hér heima í stofunni
hjá okkur á 70. ára afmælinu
þínu. Geiri Ólafs kom og söng
öll gömlu Frank Sinatra lögin.
Þú og afi dönsuðuð svo vel, að
þið svifuð um gólfið við þessi
lög.
Ég mun alltaf minnast þín,
elsku amma, enda svo margar
góðar minningar sem ég á með
þér og afa.
Elsku afi, missir þinn er án
efa mestur, ég bið Guð um að
vera hjá þér.
Guð geymi þig, elsku amma
mín.
Hildur Karen Einarsdóttir.
Hjördís Einarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Hjördís Einarsdóttir bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.