Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Billund
*Flugsæti aðra leið með sköttum.
Netverð á mann.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
13.900 kr.*flugfr
á
Sameiginleg guðsþjónusta Árbæjarkirkju, Graf-
arholtskirkju og Grafarvogskirkju var haldin
undir berum himni í gærmorgun. Prestur var
séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Graf-
arvogskirkju, en fulltrúar Árbæjar og Grafar-
holts fluttu ritningarorð. Messan var haldin á
Nónholti við Grafarvog. Svo stillt var veðrið að
varla bærðist logi á kertunum sem sjá má á
myndinni og loguðu þau alla messuna.
Morgunblaðið/Ómar
Sameinuðust í útimessu á Nónholti í fallegu veðri
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það stöðumat forystumanna í
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði að óvíst sé hvenær hægt sé að
leiða ESB-umsóknina til lykta er
grasrótinni í flokknum ekki að skapi,
ásamt því að ganga þvert á kröfur
margra áhrifamanna í flokknum.
Má þar nefna að Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra krafðist
þess á flokksráðsfundi VG í febrúar
að meginlínur viðræðnanna við ESB
yrðu skýrar fyrir kosningarnar 2013.
Síðari hluta maímánaðar tók Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, þingmað-
ur VG, dýpra í árinni er hún bókaði
innan utanríkismálanefndar að efna
þyrfti til þjóðaratkvæðagreiðslu fyr-
ir árslok um hvort þjóðin vildi í ESB.
Umrædd greining forystumanna
VG kom fram í bréfi til flokksmanna
fyrr í mánuðinum og varð það tilefni
þess að Jón Bjarnason, þingmaður
VG, fullyrti að forystan væri að fjar-
lægjast grasrótina í Evrópumálum.
Björn Valur Gíslason, formaður
þingflokks VG, vísar greiningu Jóns
á bug. „Jón Bjarnason hefur ekki á
réttu á standa. Það er mjög einfalt.
Jón er sem oft áður á rangri braut á
þessum vettvangi,“ segir Björn.
Svikin loforð forystunnar
Gísli Árnason, formaður VG í
Skagafirði, tekur hins vegar undir
með Jóni. „Það er ekkert lát á aðlög-
un Íslands að ESB. Málið snýst ekki
um að kíkja í pakkann heldur er ver-
ið að laga þjóðfélagið að ESB, þótt
enginn vilji viðurkenna það. Hljóðið í
Vinstri grænum í Skagafirði er veru-
lega þungt. Ég held að flokkurinn fái
slæma útreið í næstu kosningum og
þá ekki aðeins úti á landi. Því var
treyst sem forystan sagði um ESB.
Þar stendur ekki steinn yfir steini.“
Kominn tími til að ljúka málinu
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
þingmaður VG, er ósammála því að
óvissa sé um framvindu viðræðna.
„Ég hef sagt það í langan tíma að
allar þær upplýsingar liggi fyrir sem
fólk þarf til þess að taka upplýsta
ákvörðun í málinu. Það er búið að
eyða gríðarlegum fjármunum, orku,
tíma og vinnu á einhverju mesta
áfallatímabili á síðari tímum í sögu
Íslands í þessa vegferð. Það er löngu
tímabært að fólk fái upplýsingar um
eðli aðildar þannig að við getum sett
þetta mál til hliðar og farið að ein-
beita okkur að því sem máli skiptir.
Það er alvarlegt mál að hafa um-
sóknina hangandi yfir samfélaginu í
fleiri misseri til viðbótar, enda tekur
hún tíma, peninga og starfskrafta frá
öðrum brýnum úrlausnarefnum.
Ef fylgst er með erlendum fjöl-
miðlum blasir við í hvaða nöturlegu
stöðu Evrópusambandið er og evran.
Það er út í hött að ímynda sér að að-
ild að ESB snúist um hinn eða þenn-
an samningskafla. Málið snýst um
miklu stærri úrlausnarefni á vett-
vangi ESB og evrusamstarfsins.“
Ögmundur gaf ekki kost á viðtali
né heldur Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, og einn bréfritara. Þá
náðist ekki í Árna Þór Sigurðsson.
Titringur hjá VG úti á landi
Ummæli forystunnar um óvissu um lok ESB-viðræðna falla í grýtta jörð Þingflokksformaður VG
segir Jón Bjarnason „á rangri braut“ í málinu Vinstri græn í Skagafirði óttast slæma útreið í kosningum
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Makríll er að hverfa úr íslenskri efna-
hagslögsögu og því ber að draga til
baka tilboð til Íslendinga um 7,5%
hlutdeild í veiðikvóta á makríl. Þetta
kemur fram í orðsendingu sem sendi-
nefnd Íra hefur sent til sjávarútvegs-
ráðherra Evrópusambandsins sem
koma saman til fundar í Brussel í dag.
Frá þessu er sagt á norsku vefsíðunni
Fiskebåt.
Þar segir að niðurstöður alþjóð-
legrar rannsóknar sem gerð var frá
apríl og fram í júní sýni að minna sé af
makríl í íslensku lögsögunni nú en í
fyrra. Því vilji írsk stjórnvöld að til-
boðið verði dregið til baka.
Sigurgeir Þorgeirsson, samninga-
maður sjávarútvegsráðuneytisins í
makríldeilunni, segist ekkert hafa
heyrt af þessari orðsendingu Íra, og
tilboð um 7,5% hlutdeild hafi ekki
verið sett formlega fram.
Farnir í leiðangur
„Það er algerlega ótímabært að
draga slíkar ályktanir. Ég veit ekki á
hverju þeir byggja þetta. Það er ekki
hægt að segja eitt eða neitt fyrr en
niðurstöður leiðangursins liggja fyr-
ir,“ segir Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, um
göngu makrílsins í lögsögunni.
Starfsmenn stofnunarinnar hafi í
vikunni haldið í leiðangur til að rann-
saka gönguna og engin ástæða sé til
þess að vera með spár um hvernig
þær rannsóknir komi út áður en nið-
urstöðurnar liggi fyrir. Það gæti ver-
ið komið á hreint í ágústmánuði.
Jóhann segir að hugsanlegt sé að
göngumynstur makrílsins sé eitt-
hvað öðruvísi í ár en áður. Hann virð-
ist hafa gengið sunnar nú og menn
hafi orðið varir við hann langt vestan
við landið.
Ekki tímabært að fullyrða
um makrílgöngu við Ísland
Írar eru sagðir vilja draga
tilboð um kvótahlutdeild til baka
Makríll Hlýskeið í hafi er talið hafa
áhrif á breytta göngu makrílsins.
Skrár vegna álagningar opinberra
gjalda á einstaklinga fyrir árið 2012
verða lagðar fram 25. júlí næstkom-
andi, samkvæmt upplýsingum Skúla
Eggerts Þórðarsonar ríkisskatt-
stjóra.
Hann reiknar með að framtelj-
endur muni geta skoðað stöðuna
sína tveim dögum fyrr á skattur.is,
væntanlega frá og með 23. júlí.
Skrárnar verða öllum aðgengileg-
ar í 14 daga frá og með 25. júlí.
Kærufrestur vegna álagningarinnar
rennur út 24. ágúst. Endurgreiðslur,
útborganir vaxtabóta og barnabóta,
fara fram miðvikudaginn 1. ágúst.
sisi@mbl.is
Skattskrár
birtar 23. júlí
Andrés Rúnar Ingason, formað-
ur VG í Árborg, segir meirihluta
félaga sinna í VG vilja ljúka
aðildarviðræðunum og kjósa
um málið eins og það stendur.
„Ég finn vel fyrir því að fólk
vill niðurstöðu í málið áður en
gengið verður til kosninga.“
Friðrik Aspelund, ritari VG í
Borgarbyggð, telur mikinn
meirihluta flokksmanna VG í
Borgarbyggð vilja fara leið Ög-
mundar og kjósa um málið sam-
hliða næstu þingkosningum.
Ljúki málinu
VG OG UMSÓKNIN
Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar
bifreið sem hann ók hafnaði utan
vegar á Vatnsskarði eftir hádegi á
laugardag. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Blönduósi var mað-
urinn einn í bifreiðinni þegar slysið
átti sér stað. Tildrög slyssins eru
enn ókunn en að sögn lögreglu var
maðurinn úrskurðaður látinn á slys-
stað. Ekki er hægt að greina frá
nafni hans að svo stöddu.
Banaslys á
Vatnsskarði