Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Um aldamót-
in 1900 starfaði
í Bandaríkj-
unum sálfræð-
ingur og heim-
spekingur að
nafni William
James. Hann
var upp-
runalega læknir
að mennt. Hann
setti fram þá
kenningu að þróun vís-
indalegra framfara færi í
gegnum þrjú stig:
Á fyrsta stigi væri ráðist á
þá sem settu uppgötvunina
eða kenninguna fram og hún
talin út í hött. Annað stigið
væri viðurkenning á því að
það væri einhver sannleikur
að baki hugmyndinni en hún
væri öllum ljós og hefði litla
þýðingu. Þriðja stigið væri
viðurkenning á mikilvægi
hugmyndarinnar og þeir sem
áður voru á móti henni teldu
sig jafnvel eiga þátt í uppgöt-
uninni.
Mér kemur þessi kenning
oft í hug þegar ég horfi til
baka niður þá grýttu, bröttu
brekku sem við sem leitt höf-
um SagaMedica ehf. höfum
þurft að ganga frá stofnun
fyrirtækisins fyrir 12 árum.
Við höfum haft þá hugsjón að
skapa skilyrði fyrir starfsemi
SagaMedica ehf en ekki síður
fyrir öflugum íslenskum nátt-
úruvöruiðnaði sem við teljum
hafa mikla framtíðarmögu-
leika. Við höfum átt fjölda
stuðningsmanna sem hafa
stutt starf okkar með ráðum
og dáð. Við höfum einnig
mætt ótrúlega mikilli and-
stöðu þar sem lagðir hafa ver-
ið steinar í götu okkar til þess
að hindra að hugsjónir okkar
næðu fram að ganga. Við er-
um ekki á móti gagnrýni ef
hún er grundvölluð á fagleg-
um vinnubrögðum og sann-
girni.
Við hjá SagaMedica ehf. er-
um ekki þau einu í nátt-
úruvöruiðnaðnum sem höfum
þurft að brjótast í gegnum
hindranir á undanförnum ár-
um. Það hefur oft litið þannig
út að eins og það er jafnmikil
hugsjón brautargöngufólks í
íslenskum náttúruvöruiðnaði
að hefja þennan iðnað til vegs
og virðingar íslensku efna-
hagslífi til framdráttar sé það
hugsjón annarra að koma í
veg fyrir að þessi iðnaður nái
að dafna. Dæmin eru geymd
en ekki gleymd.
Starfsfólk SagaMedica ehf.
hefur haft tækifæri til þess að
ferðast í tengslum við mark-
aðssetningu erlendis. Í
tengslum við sýningar eru
ráðstefnur þar sem við höfum
haft tækifæri til þess að
hlusta á fyrirlestra um marg-
vísleg efni sem tengjast nátt-
úrvöruiðnaðinum. Það hefur
vakið athygli okkar hve það
fólk sem kemur fram á þess-
um ráðstefnum er vel mennt-
að og vel metið. Þar koma
fram m.a. virtir fyrirlesarar
sem eru læknar og vís-
indamenn með langa reynslu.
Nýlega var Sigmundi Guð-
bjarnasyni boðið að halda fyr-
irlestur á ráðstefnu í Kanada
á vegum Natural Health Pro-
duct Research Society of Ca-
nada. Markmið þessara sam-
taka er að leiða saman
vísindamenn, fyrirtæki sem
framleiða heilsubótarvörur úr
náttúruefnum og opinbera
eftirlitsaðila með það að
markmiði að efla samstarf.
Eftirlitsaðilarnir
voru þarna til
þess að leiðbeina
framleiðendum
og þeim sem
starfa að rann-
sóknum og þró-
unarverkefnum
á þessu sviði. Við
höfum fundið
fyrir því á und-
anförum árum
hve starfsum-
hverfið á þessu
sviði er vanþróað hér á Ís-
landi miðað við önnur lönd
eins og Kanada. Opinberir
eftirlitsaðilar í mörgum þess-
ara landa líta á hlutverk sitt
jafnframt eftirliti að vera leið-
beinandi. Á það hefur tilfinn-
anlega skort hér á landi.
Alþjóðlegur nátt-
úruvörumarkaður er stór og
vaxandi. Í skýrslu Nutra-
ceuticals Product Market:
Global Market Size And Co-
untry Analysis And Forecasts
(2007-2017) er því spáð að
innan þessa vörusviðs sem
fellur undir næring-
arfræðilegar vörur (Nutra-
ceuticals) verði á árunum
2012 til 2017 mestur markaðs-
vöxtur í fæðubótarefnum
(dietary supplements). Vörur
SagaMedica SagaPro, Saga-
Memo og Angelica eru fæðu-
bótarefni. Því er spáð að um
40% slíkra vara í heiminum
verði seld í Norður Ameríku
árið 2017 og 30% í Asíu.
Hér er því eftir miklu að
slægjast fyrir Ísland og ís-
lenskan efnahag. Landið og
sjórinn er fullur af hráefni úr
jurtum og náttúruefnum sem
bíða rannsókna, vöruþróunar
og markaðssetningar á inn-
lendum og erlendum mörk-
uðum. Tækifærin eru mörg
því að þörfin fyrir góðar nátt-
úruvörur fer vaxandi.
Því miður er íslenskur nátt-
úruvöruiðnaður enn á fyrsta
stigi þeirrar vísindalegrar
þróunar sem nefnt er hér í
upphafi. Þeim aðilum sem
snúast öndverðir gegn
framþróun þessa iðnaðar fer
fækkandi. SagaMedica ehf.,
með stuðningi fjárfesta og
Tækniþróunarsjóðs, lagði 30
milljónir króna í klíníska
rannsókn á SagaPro til þess
að staðfesta að varan væri
örugg í notkun og hefði
virkni. Það tókst að sýna fram
á að varan væri örugg í notk-
un og hefur virkni fyrir
ákveðna skilgreinda und-
irhópa sem þjást vegna tíðra
þvagláta. Þetta er mikill sigur
sem opna mun farveg fyrir
öflugan náttúruvöruiðnað á
Íslandi. Við sem störfum hjá
SagaMedica ehf og aðrir sem
starfa í þessari í atvinnugrein
munum einskis látið ófreistað
til þess að koma þessum iðn-
aði sem hraðast af þróun-
arstigi eitt yfir á stig þrjú.
Íslenskur náttúru-
vöruiðnaður og
framþróun í vísindum
Eftir Þráin
Þorvaldsson
Þráinn Þorvaldsson
» Landið og sjór-
inn er fullur af
hráefni úr jurtum
og náttúruefnum
sem bíða rann-
sókna, vöruþróunar
og markaðssetn-
ingar á innlendum
og erlendum mörk-
uðum.
Höfundur er fram-
kvæmdastjóri
SagaMedica ehf.
✝ Baldur ÞórRíkharðsson
fæddist á Akureyri
4. október 1986 og
lést sunnudaginn 8.
júlí 2012 á Gjör-
gæsludeild LSH við
Hringbraut, eftir
stutt en erfið veik-
indi, umvafinn fjöl-
skyldu og vinum.
Foreldrar Bald-
urs Þórs eru Sig-
ríður Tómasdóttir, fædd 1. des-
ember 1952 í Reykjavík og
Ríkharður Hólm Sigurðsson,
fæddur 19. maí 1954 á Ólafs-
firði. Fósturfaðir Baldurs er
Guðjón Örn Sverrisson, fæddur
30. september 1950. Foreldrar
Sigríðar eru Maggý Helga Jó-
hannsdóttir, látin, og Tómas
Jónsson. Foreldrar Ríkharðs
eru Sumarrós Sigurðardóttir og
Sigurður Ringsted Ingimund-
arson, bæði látin.
Systkini Baldurs
Þórs sammæðra
eru Harpa Eggerts-
dóttir og Tómas
Waagfjörð. Börn
Hörpu eru Hafþór
Hákonarson og
Sara Há-
konardóttir. Baldur
Þór var í sambúð
með unnustu sinni,
Ástu Sigurð-
ardóttur, fæddri 6. október
1989. Foreldrar Ástu eru Anna
Guðný Guðmundsdóttir, fædd 6.
september 1958, og Sigurður
Ingvi Snorrason, fæddur 22.
apríl 1950. Baldur Þór vann hjá
DS Lausnum í Hafnarfirði hjá
mági sínum, Daníel Sigurð-
arsyni.
Útför Baldurs Þórs fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 16.
júlí 2012, kl. 13.
Elsku hjartans ástin mín.
Hvernig er hægt að taka þig
frá mér, ástina mína, minn besta
vin?
Ég sakna þín svo óendanlega
mikið, engin orð komast nálægt
því að lýsa því.
Hverja mínútu bíð ég eftir því
að vakna með þig við hliðina á
mér uppúr þessari óraunveru-
legu martröð og faðma þig fastar
en nokkru sinni fyrr. Hver mín-
úta sem við áttum saman er
ómetanleg og ég er svo glöð að
hafa fengið að vera stelpan þín.
Ég vona að þú sért kominn á
stærstu gröfuna á himnum – al-
sæll.
Ég veit að ég á fallegasta eng-
ilinn á öllum himninum og ég veit
þú passar mig svo vel.
Ég elska þig mestast – þú ert
minn prins.
Ásta.
Elsku Balli.
Það er ósanngjarnt og sárt að
þurfa að kveðja þig svona snögg-
lega. Það gerðist aldrei neitt
snögglega hjá þér! Allt var svo
yfirvegað, fumlaust og vandað.
Það tók þig ekki nema 2 mán-
uði að hætta þér inn til okkar
þegar þú fórst að skjóta þig við
litlu systur. Ég lá í rúminu mínu
og pirraði mig á neon ljósunum
frá Volvonum sem lýstu inn
gluggana tímunum saman með-
an þið sátuð úti í bíl og byggðuð
upp eitt fallegasta ástarsamband
sem ég hef séð um ævina. Svo
þegar Ásta kom loksins inn
spurði ég hana kvöld eftir kvöld
„jæja? og hvað?“. Svörin voru
dreymin og ilmandi af hrifningu
„ekkert –- ég fékk einn koss“.
Svo leið tíminn og ég fékk loks-
ins þann heiður að kynnast þér í
persónu. Lítillátur, hljóður og
hugsandi – en með svo dásam-
lega nærveru. Ég vissi strax að
Ásta hafði fundið óslípaðan dem-
ant!
Ég er svo þakklátur að hafa
fengið að kynnast þér og fá að
vera vinur þinn, þakklátur að
hafa fengið að vinna með þér og
þakklátur að þú hafir smellpass-
að svona inn í fjölskylduna eins
og raun ber vitni.
Farðu í friði kúturinn minn og
takk fyrir samveruna.
Daníel Sigurðsson
Við biðum, báðum og vonuð-
um í þrjá langa sólarhringa.
Fylgdumst með ósérhlífnu og
faglegu starfsfólki Landspítal-
ans gera allt sem í þess valdi stóð
til að bjarga lífi hans. En allt
kom fyrir ekki, Baldur átti ekki
afturkvæmt. Yndislegi fallegi
Baldur Þór sem vann hjarta
Ástu okkar fyrir um tveimur og
hálfu ári og fljótlega hjörtu allra
í fjölskyldunni. Rólegur, ljúfur,
geðgóður með lúmska kímnigáfu
og hlýja nærveru varð hann
brátt eins og fjórði bróðirinn. Við
þökkum samveruna og viðkynn-
ingu við góðan dreng og biðjum
Guð að geyma hann. Blessuð sé
minning Baldurs Þórs Ríkharðs-
sonar.
Í dimmum skugga af löngu liðnum
vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á
hafið
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum
betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brost-
ið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar
nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki –
(Tómas Guðmundsson.)
Anna Guðný
Guðmundsdóttir.
Sigurður Ingvi Snorrason.
Elsku systursonur og guðson-
ur minn, Baldur Þór, er látinn,
svo langt, langt fyrir aldur fram,
aðeins tæplega 26 ára gamall.
Hann var rétt að byrja lífið, bú-
inn að kaupa íbúð með ástinni
sinni henni Ástu og lífið blasti
við.
Að fá símtal um hvað hefði
komið fyrir var algjört reiðars-
lag. Fólk á mínum aldri á ekki að
skrifa minningargreinar um
svona ungt fólk, það á að skrifa
um okkur. Þetta er einfaldlega
ekki rétt röð.
Árið 1986 þegar Baldur fædd-
ist dvöldum við hjónin norður á
Akureyri yfir jól og áramót og
vorum því með honum fyrstu jól-
in og vorum skírnarvottar hans.
Næstu árin kom fjölskyldan suð-
ur og var hjá okkur yfir jól og
áramót svo hann ólst upp við að
vera hjá frænku gömlu á jólum.
Síðan flutti hann suður með móð-
ur sinni og áfram hélst þessi sið-
ur. Líklega um 11 eða 12 ára ald-
ur nefndi mamma hans að nú
yrðu þau heima þessi jól, nei
sagði sá stutti jólin eru hjá Mar-
gréti og þannig varð það.
Þegar ungt fólk fer að lifa sínu
lífi, vera með vinum sínum og
stofna sín sambönd við væntan-
legan lífsförunaut, slitna oft
sambönd við okkur eldra fólkið
eða verða ekki eins mikil og þau
voru. Baldur Þór var mjög fjöl-
skyldurækinn og mætti við öll
tilefni í okkar fjölskyldu og alltaf
var jafngott að hitta hann og
vera nálægt honum því hann var
svo ljúfur og góður við allt og
alla. Alltaf svo brosmildur og
elskulegur.
Hann var smár á yngri árum
en var orðinn stór, stæðilegur,
sterkur og þrekinn ungur mað-
ur, svo maður hvarf inn í faðm
hans því alltaf var faðmast og
kossaflens þegar við hittumst í
fjölskyldunni. Baldur Þór var ró-
legur og hægur, en gat líka verið
hrókur alls fagnaðar.
Snemma sást hvert hugur
hans leitaði, hann var alltaf hrif-
inn af stórum bílum, tækjum og
vinnuvélum enda náði hann sér
ungur í réttindi til að starfa á
slíkum tækjum.
Síðast hitti ég Baldur Þór
annan í hvítasunnu þegar hann
kom með Ástu sína heimsókn til
okkar.
Elsku Sigríður, Guðjón, Rikki,
Ásta, Harpa og Tommi, mínar
innilegurstu samúðarkveðjur
vegna fráfalls Baldur Þórs, ykk-
ar sorg er mikil en megi minn-
ingin um góðan og ljúfan dreng
lifa og ylja ykkur á komandi ár-
um.
Hvíl í friði, elsku litli frændi
minn,
Margrét frænka.
Elsku Baldur minn, mikið
rosalega varstu tekinn snöggt
frá okkur. Ég sit hér og reyni að
skrifa eitthvað niður en sé varla
út fyrir tárum. Mikið óskaplega
sakna ég þín mikið, Balli minn,
og hjartað mitt er uppfullt af
sorg en jafnframt þakklæti fyrir
að fá þann heiður að vera ein af
þínum bestu vinum í 12 ár, eða
frá því ég flutti hingað suður árið
2000.
Þar varst þú minn fyrsti vinur
sem ég kynntist og bjargaðir
mér gjörsamlega, var alveg
ákveðin í að flytja aftur norður
sem ég betur fer gerði ekki, því
gull af manni eins og þú varðst
besti vinur minn og á ég enda-
laust af góðum og yndislegum
minningum sem ylja mér um
hjartarætur á svona erfiðum
tímum.
Maður spyr sig svo oft af
hverju er lífið svona ósanngjarnt
? Hvernig er hægt að taka mann
eins og þig sem á allt lífið fram-
undan, með stærsta og besta
hjartað, svo traustan, góðan,
skemmtilegan og mesta gull í
heimi frá okkur? Ég trúi því að
hann þarna uppi hafi ætlað þér
eitthvað rosalega stórt. Þú varst
kletturinn í vinahópnum, missir-
inn er svo mikill.
Að fá þær fréttir hvað hefði
komið fyrir þig en enginn vissi
neitt var þungt högg, biðin og
óvissan um framhaldið var
óbærilega erfið og sár. En við
vinir þínir og fjölskylda stóðum
þétt saman og sýndum hvert
öðru stuðning. Minningarnar
streymdu um huga okkar og allt-
af gat maður hlegið smá og bros-
að í gegnum tárin. En samt skil-
ur maður ekki af hverju þú,
elsku gull.
Við vitum að þú myndir vilja
að við bærum höfuðið hátt og
myndum minnast þín með gleði
en ekki sorg, það munum við
gera með tímanum, þegar við
höfum lært að lífa með sorginni.
Þú passaðir alltaf upp á þína og
að manni liði aldrei illa. Ég er
einnig svo þakklát fyrir að hafa
fengið að koma til þín upp á spít-
ala og geta eytt smátíma með
þér, gefið þér knús og koss á
ennið.
Takk fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman, þær eru
ómetanlegar. Takk fyrir allan
stuðningin þegar ég átti mjög
erfitt, þú stóðst alltaf eins og
klettur við bakið á mér og pepp-
aðir í mér stálið. Takk fyrir allt
saman, elsku besti Balli minn, ég
sakna þín sárt og kveð þig með
miklum trega
Þín vinkona,
Bryndís Sölva.
Elsku besti Baldur okkar, þín
er svo sárt saknað. Fráfall þitt er
óraunverulegt og ósanngjarnt.
Eftir stöndum við og hugsum
hvað lífið er hverfult. En við
hugsum einnig hvað það er mikil
gæfa að hafa átt svo góðan vin.
Allt frá því í Rimaskóla hefur
þú skipað stóran sess í vinahópn-
um og reynst ákaflega góður og
traustur vinur. Hvernig sem á
stóð barstu höfuðið hátt og
stóðst vörð um málstað okkar
vina þinna.
Þú varst sannarlega vinur í
raun, hjálpfús með eindæmum
og ávallt reiðubúinn að hlaupa
undir bagga ef svo bar undir.
Það gátu allir leitað til þín. Lífs-
gleði og einstök kímnigáfa ein-
kenndu þig alla tíð, enda sjaldn-
ast lognmolla þar sem þú varst
nærri. Það var aldrei langt í
húmorinn.
Við strákarnir áttum svo erfitt
með okkur þegar við áttuðum
okkur á því hvað hafði gerst. En
á sama tíma rigndi yfir okkur
minningum, minningum sem
okkur þykir afar vænt um.
Stundirnar sem við vinir þínir
og fjölskylda biðum í óvissu voru
óbærilegar, en við stóðum þétt
saman og sýndum hvert öðru
stuðning. Rétt eins og þú hefðir
gert með þitt breiða bak.
Við hefðum aldrei getað
ímyndað okkur hversu erfitt það
yrði að kveðja einhvern svo ná-
kominn okkur. Sú tilhugsun ylj-
ar okkur þó í gegnum sorgina að
vita að þú ert nú kominn á betri
stað og munt vaka yfir okkur
sem eftir sitjum.
Þó þú sért nú farinn þá ertu
lifandi í minningum okkar. Þær
eru svo margar, sterkar og góð-
ar. Við munum halda minningu
þinni á lofti og hugsa til þín alla
okkar ævidaga. Þú verður alltaf
hluti af okkar hóp. Við strák-
arnir ætlum að vera sterkir eins
og þú varst og hugsa hlýtt til þín.
Fyrst um sinn verður minning
okkar blandin sorg. Sorg sem við
lærum að lifa með og munum
sigrast á með þeirri gleði sem þú
gafst okkur.
Engil eigum við himni á,
sem gætir okkar úr fjarska,
hvíl í friði Baldur Þór,
ávallt í okkar hjarta.
Það eru forréttindi að hafa átt
þig að vin og fengið að njóta þess
þann skamma tíma sem þér var
gefinn. Elsku Baldur Þór okkar,
takk fyrir allt.
Ásgeir, Björn Þór, Böðvar
Darri, Brynjar, Fannar
Andri, Friðjón Mar, Guð-
mundur Gísli, Kristinn Jó-
hann, Magnús Haukur,
Sindri Egill, Sævar Jökull
og Viktor Þór.
Sitjum hér saman vinirnir og
söknum þin svo mikið að engin
orð fá því lýst. Þú varst okkur
svo kær vinur og félagi og við lít-
um á það sem forréttindi að hafa
fengið að vera partur af þínu allt-
of stutta lífi.
Það hefur verið sagt að þeir
deyja ungir sem guðirnir elska
mest.
Minningarnar og allar þær
sögur sem við eigum með þér eru
ómetanlegar.
Við vitum hvað þér þótti vænt
um hana Ástu þína og við lofum
þér því að hugsa um hana á þess-
um sorgar- og saknaðartímum
og um ókomna tíð.
Með þessum orðum kveðjum
við þig, elsku vinur, við munum
aldrei gleyma þér.
Kv.
Valgeir og Ragnar.
Baldur Þór
Ríkharðsson
Fleiri minningargreinar
um Baldur Þór Ríkharðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.