Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 27
Mörg sögðust verða þreytt í aug-
unum, dofin og langa ekki út. Þau
nefndu það sjálf að einn af verstu
göllum netsins væri hversu mikill
tímaþjófur það væri. Einn strákur
sagði mér að heitasta ósk hans væri
sú að krakkar festust ekki inni í
netinu, hann sagðist vilja vera í
raunverulega heiminum. Þeir
krakkar sem ég talaði við vita alveg
að það er skemmtilegra að hitta fólk
í raun og veru fremur en að eiga
nær eingöng samskipti á facebook
og öðrum álíka síðum. Þau eru líka
meðvituð um að það er aldrei að
vita hver er hinumegin. Ein stúlka
sagði mér að hún hefði talið sig vera
í netsamskiptum við strákinn sem
hún var hrifin af en svo kom í ljós
að þetta var vinur hans sem var að
gera grín. Hún hafði skrifað: Mér
finnst þú sætur – og vinurinn sagði
frá því.“
Ótal angar til að elta
Ætlarðu að halda áfram að rann-
saka netnotkun barna og unglinga?
„Það eru ótal angar sem væri
gaman að elta. Í því samhengi hef
ég sérstakan áhuga á því hvernig
facebook og samskiptamiðlar geta
ýtt undir sjálfsdýrkun, sérstaklega
hjá unglingsstúlkum. Þegar þær
setja flotta mynd af sér inn á fa-
cebook skrifar fólk athugasemdir
eins og: Þú ert best... þú ert ynd-
islegust... þú ert fallegust. Þetta
getur skapað ákveðnar rang-
hugmyndir og dálítið öfugsnúinn
veruleika. Tölvufíkn er annar þáttur
sem ég hef mikinn áhuga á. Sál-
fræðingar tala um að netfíkn sé
raunverulegt vandamál og sér-
staklega er talað um unglingspilta í
því samhengi. Kennari í unglinga-
deild lýsti því til dæmis þegar
krakkar fengju 20 mínútna hádeg-
ishlé hlypu sumir strákarnir heim
til að komast í stríðsleik og slepptu
því að borða og vera úti með hinum
krökkunum.
Mér finnst mjög fróðlegt að fylgj-
ast með þróuninni í netheimum. Þar
er alltaf eitthvað nýtt að gerast.
Þetta er svo hraður heimur.“
Morgunblaðið/Kristinn
Björg Magnúsdóttir
„Mér finnst forvitnilegt
hvernig fólk nýtir sér netið.“
Einn strákur sagði mér
að heitasta ósk hans væri
sú að krakkar festust
ekki inni í netinu, hann
sagðist vilja vera í raun-
verulega heiminum.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
w w w . s i g g a o g t i m o . i s
Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993
Skapaðu góðar minningar á 100%
vatnsheldu parketi frá Aqua-step
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Hún var á margan hátt einstök; ein-
stæð kona sem átti við heilsuleysi að
stríða alla sína tíð, skarpgreind og
greinargóð eins og dagbækurnar
sýna, manneskja sem náði þó að
byggja upp sterkt tengslanet fólks
sem vildi allt fyrir hana gera. Í lífs-
hlaupi hennar liggur einmitt hið ein-
staka sjónarhorn hennar sem eykur
sannarlega gildi bókarinnar. En
þrátt fyrir að líf Elku hafi verið ein-
stakt þá veitir það einnig áhuga-
verða sýn á almenna baráttu alþýðu-
fólks fyrir tilveru sinni.“
Blóð, sviti og tár alþýðunnar
Dagbækur eru heillandi bók-
menntagrein út af fyrir sig, að sögn
Sigurðar Gylfa „Fólk setur sig ekki í
stellingar við dagbókargerðina held-
ur skrifar það um það sem því dettur
helst í hug og það sem á daga þess
drífur.“ Dagbókinni var hvorki
breytt neitt ritstýrt við útgáfuna,
hún birtist einfaldlega í sínu upp-
runalega horfi. Höfundar bók-
arinnar, Sigurður Gylfi og Hilma
rita sinn innganginn hvort að bók-
inni þar sem þau fjalla um umhverfið
og samfélagið sem Elka spratt úr.
Sigurður bætir við að bókin höfði til
nútímans og sé rituð í kjarnyrtum og
fallegum stíl. „Þarna færðu mjög
sterka tilfinningu fyrir blóði, svita
og tárum fólksins sem skapaði okkar
ágæta land.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hugfanginn Sagnfræðingurinn Sigurður Gylfi Magnússon segist hafa feng-
ið sterka tilfinningu fyrir lífi alþýðukonunnar Elku Björnsdóttur.