Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Ég er með tvö lítil börn, er nýbúin að eignast lítinn strák, þannigað ég held að við höfum það notalegt heima hjá okkur,“ segirKristín Hrefna Halldórsdóttir, aðspurð hvað hún ætli sér að gera á afmælisdaginn, og bætir við: „Við erum með mánaðar gamlan dreng og tveggja ára stelpu þannig að við ætlum að gera eitthvað huggulegt með þeim.“ Að sögn Kristínar Hrefnu er hún í litlu veislu- stuði en þau hjónin eru um þessar mundir bæði heima með börnunum. Sjálf er Kristín Hrefna í fæðingarorlofi en eiginmaður hennar, Borg- ar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður, er að hennar sögn í sumar- fríi. „Kannski bjóðum við fjölskyldunni í kaffi og það er aldrei að vita nema maður skellir í eina köku,“ segir Kristín Hrefna og bætir við að kannski muni þau grilla eitthvað gott og hafa það huggulegt. Þá er Kristín Hrefna á leiðinni í MBA nám við Háskóla Íslands núna í haust. „Það er spennandi að byrja í nýju námi,“ segir Kristín Hrefna. Hún mun þó ekki vera eina afmælisbarn fjölskyldunnar um þessar mundir en stjúpdóttir Borgars Þórs átti afmæli síðastliðinn föstudag. „Stjúpdóttir hans (Borgars) átti afmæli í dag, þannig að við vorum að syngja fyrir hana og sendum henni afmæliskveðju á Facebook áðan,“ sagði Kristín Hrefna í samtali við blaðamann, þegar hann hafði sam- band við hana síðastliðinn föstudag, og bætti við: „Þetta er stór fjölskylda.“ skulih@mbl.is Kristín H. Halldórsdóttir er 28 ára í dag Aðsend mynd Huggulegt Kristín Hrefna Halldórsdóttir ætlar að hafa það huggu- legt heima hjá sér með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Ætlar að hafa það notalegt heima Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Níræður er í dag, 16. júlí, Jóhann Waage trésmíða- meistari, Borg- arbraut 65, Borg- arnesi. Árnað heilla 90 ára Kristján Ottósson verður 75 ára í dag, 16. júlí 2012. Á afmælisdaginn verður hann staddur í faðmi fjölskyldunnar í sumarhúsi fjöl- skyldunnar að Þingeyri í Dýrafirði. 75 ára Selfoss Amelía Ragna fæddist 26. október kl. 18.13. Hún vó 3.484 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Aníta Diljá Einarsdóttir og Guðgeir Wesley Albert Clark. Nýr borgari Hlutavelta Þær vinkonurnar Jóhanna og Lena Kristín héldu tombólu og söfnuðu 1.031 krónum sem þær gáfu til styrktar Rauða krossinum. S veinbjörn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1947, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1952 og stundaði framhaldsnám við Lud- wig Maximilians Universitat í München 1953-54. Hann öðlaðist hdl.-réttindi 1955 og hrl.-réttindi 1960. Ráðuneytisstjóri í rúm 20 ár Sveinbjörn var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1954-58, deildarstjóri og síðar skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyti 1958-73 og síðan ráðuneytisstjóri sama ráðuneytis 1973-95. Sveinbjörn sat í Stúdentaráði HÍ 1948-49, var formaður Félags frjálslyndra stúdenta 1949-50, sat í Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og fyrrv. ráðuneytisstjóri, 85 ára Ráðuneytisstjórinn Sveinbjörn starfaði í landbúnaðarráðuneytinu frá 1958 og var ráðuneytisstjóri þar með aðsetur í Arnarhváli árin 1973-95. Les Spiegel og vill því ekki aðild að ESB Fjölskyldan Mynd tekin á 60 ára brúðkaupsafmæli Sveinbjörns og Pálínu. Í efri röð frá vinstri: Lóa Kristín, Dagfinnur, Vigdís Magnea og Hermann. Hestamaðurinn Hér er Sveinbjörn á Glaumi, sínum uppáhaldsreiðhesti. Skrifstofurými Bókahillur Eldtraustir skápar Skjalaskápar Skjalakerfi Smávörukerfi Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.