Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
40%-50% a
fsláttur
útsalan e
r í
fullum ga
ngi
ARMANI
D&G
STENSTRÖMS
BALDESSARINI
SCHUMACHER
CAMBIO
ROCCO P
PEDRO GARCIA
PAOLO DA PONTE
HVERFISGÖTU 6 S. 551 3470
T BY ALEXANDER WANG
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Alþjóðaráð Rauða krossins lýsti því yfir í gær að það liti
nú á átökin í Sýrlandi sem borgarastríð. Því gildi alþjóð-
leg mannúðarlög alls staðar í landinu. Á sjötta tug manna
féllu í sprengjuárásum hersins gegn uppreisnarmönnum í
gær samkvæmt upplýsingum Eftirlitsstöðvar mannrétt-
inda í Sýrlandi (Syrian Observatory for Human Rights).
Sýrlensk stjórvöld höfnuðu því í gær að stjórnarherinn
hefði framið fjöldamorð í borginni Treimsa á fimmtudag.
Fregnir höfðu borist af því að allt að tvö hundruð manns
hefðu verið drepin í þorpinu þegar sýrlenskar hersveitir
vopnaðar skriðdrekum og þyrlum létu til skarar skríða
Átökin eru borgarastríð
Ban Ki-moon og Kofi Annan halda til viðræðna við Rússa og Kínverja í dag
þar með sprengjuregni. Stjórn Bashar al-Assads segir að
í raun hafi 37 manns fallið í átökum við uppreisnarmenn,
þar af aðeins tveir óbreyttir borgarar.
Þrýsta á Rússa og Kínverja
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Kofi
Annan, sérlegur sendifulltrúi Arababandalagsins og SÞ í
Sýrlandi, halda til Rússlands og Kína í dag til þess að
þrýsta á þarlenda ráðamenn um að styðja hertar refsiað-
gerðir gegn stjórn Assads eins og vesturveldin vilja gera.
Öryggisráð SÞ hefur frest þar til á föstudag til þess að
endurnýja stefnu sína og aðgerðir í málefnum Sýrlands
en Rússar og Kínverjar hafa hingað til staðið gegn því að
gengið sé harðar fram gegn stjórninni þar.
Mannúðarlög
» Alþjóðlegu mannúðarlögin
heimila stríðandi fylkingum að
beita valdi sem hæfir að-
stæðum til að ná fram mark-
miðum sínum.
» Árásir á óbreytta borgara og
ill meðferð eða dráp á föngum
getur hins vegar talist stríðs-
glæpur.
Vegfarendur ganga fram hjá röð-
um af ljóskerum á Mitama Mats-
uri-hátíðinni sem hófst í Yasuk-
uni-hofinu í Tókýó í gær.
Hátíðin hefst á þeim degi sem
Japanir gáfust upp í seinni
heimsstyrjöldinni og stendur yfir
í þrjá daga. Tilgangur hennar er
að minnast þeirra sem hafa fallið
í stríði og friða sálir þeirra.
Um 300.000 manns sækja hátíð-
ina heim en alls logar ljós í
30.000 pappírsluktum. Yasukuni-
hofið er tileinkað þeim 2,5 millj-
ónum Japana sem hafa látist í
átökum landsins á árunum 1853
til 1945.
AFP
Friða sálir
þeirra sem
falla í stríði
Bei Bei Shuai,
kínverska konan
sem ákærð er
fyrir morð á
barni sínu í In-
diana-ríki í
Bandaríkjunum,
hefur hafnað
boði saksóknara
um að játa á sig
tilraun til fóst-
urmorðs og
sætta sig við allt
að tuttugu ára fangelsisdóm.
Shuai gerði tilraun til sjálfsvígs
þegar hún var komin átta mánuði á
leið eftir að barnsfaðir hennar
sagði skilið við hana. Hún lifði það
af en barnið lést hins vegar þremur
dögum eftir að það var tekið með
bráðakeisaraskurði. Yfirvöld í In-
diana ákærðu hana í kjölfarið fyrir
morð. Málið hefur vakið miklar
áhyggjur kvenréttindasamtaka í
Bandaríkjunum.
Verjandi konunnar hefur sakað
saksóknara um að reyna að þagga
niður í henni. Saksóknararnir hafa
farið fram á að verjandinn verði
áminntur af dómstólum fyrir að
hafa sent úr tölvupóst þar sem máli
Shuai er lýst og óskað eftir fjár-
stuðningi við málstað hennar.
Halda þeir því meðal annars fram
að skeytið geti haft áhrif á kvið-
dómendur þegar málið fer fyrir
dóm.
Samtök verjenda hafa lýst yfir
áhyggjum af þessum aðferðum sak-
sóknara og segja að þær virðist
miðast að því að koma í veg fyrir að
Shuai geti aflað fjár til að verja sig
fyrir ákærunni.
Hafnar tilboði sak-
sóknara um 20 ár
fyrir fósturmorð
Klefi Shuai hefur
verið í fangelsi í ár.
Mynd úr safni.