Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Björg Magnúsdóttir stjórnmála- fræðingur var að ljúka meist- araprófi í hagnýtri menningar- miðlun þar sem hún rannsakaði sérstaklega netnotkun barna og unglinga. Hún hefur gert fjóra út- varpsþætti, Eins og eldur, um þessa netnotkun og eru þeir fluttir á Rás 1 á þriðjudögum. Í þáttunum ræðir Björg við nemendur í 5. - 10. bekk grunnskóla um netnotkun þeirra og einnig ræðir hún við ýmsa sérfræð- inga, starfsmenn félagsmiðstöðva, kennara og foreldra. Í þáttunum kemur margt forvitnilegt í ljós. „Ég er ekki af þeirri kynslóð sem fékk internetið í vöggugjöf en hef fylgst með þróuninni og séð hvernig internetið hefur komið af sífellt meiri krafti inn í líf fólks,“ segir Björg. „Ég hef starfað á netmiðli og lengi haldið úti bloggi. Mér finnst forvitnilegt hvernig fólk nýtir sér netið og hvernig samskiptin eru öðruvísi þar en í hinum raunveru- lega heimi.“ Hverjir eru kostirnir við netnotk- un barna og unglinga? „Allt bendir til þess að netnotkun barna og unglinga, sérstaklega í hinum vestræna heimi, sé gríð- arlega mikil. Á netinu eru óteljandi upplýsingar og hjá þeim sem notar netið hlýtur að síast eitthvað inn af fréttum, fróðleik og upplýsingum um samfélagið sem við búum í. Þó komst ég að því í samtölum við krakka í 5.-10. bekk að netnotkun þeirra snýst ekki alltaf um upplýs- ingaöflun, hún hverfist að miklu leyti í kringum samskipti við vini og ættingja og ýmsa tölvuleiki.“ Hverjar eru helstu skuggahliðar netsins hvað varðar þennan aldurshóp? „Þær eru ótalmargar. Það kom mér á óvart að allir krakkarnir sem ég talaði við höfðu annaðhvort sjálf- ir orðið fyrir því að ókunnur aðili, oft fullorðinn, reyndi að reyna að eiga samskipti við þau, eða þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir því. Netið gerir þeim sem eru í leit að líklegum fórnarlömbum, og þá oft börnum, afskaplega auðvelt fyrir. Önnur skuggahlið netnotkunar er hversu gríðarlega mikið er þar af óæskilegu efni. Kannski er barn að leita að upplýsingum um Barbí eða önnur leikföng en er þá skyndilega komið inn á svæði sem mögulega enginn ætti að fara inn á. Starfs- menn félagsmiðstöðva sem ég ræddi við sögðu að það skipti gríð- arlega miklu máli að foreldrar fylgdust með því hvað krakkarnir væru að gera á netinu. Það kom hins vegar í ljós í viðtölum mínum við krakkana að þegar kemur að netnotkun inni í heimilinu þá eru krakkarnir kennararnir enda hafa þeir yfirleitt mun betri tölvuþekk- ingu en foreldrarnir. Krakkarnir kunna að fara inn á óæskilegar síð- ur og kunna líka að hylja sporin. Þeir þekkja tæknina til að fela það sem þeir hafa verið að skoða þannig að foreldrarnir vita ekki af því.“ Símaat og breyttar myndir Er mikið um einelti á netinu? „Ég spurði nemendur sérstaklega út í rafrænt eineldi og ljós kom að þeir þekktu öll einhvern sem hafði orðið fyrir rafrænu einelti. Það ein- elti getur birst með mismunandi hætti. Mynd er breytt og viðkom- andi gerður feitur eða sett rauð bóla á ennið á honum og henni síðan dreift til skólafélaganna. Annað dæmi er um símaat þar sem sér- stakt app er notað til að breyta rödd þess sem hringir og lætur við- komandi hljóma eins og gamlan kall. Einn viðmælenda minna lýsir slíku ati í einum þættinum en feimnasta stelpan í bekknum stóð á bak við það. Krakkarnir nefndu líka einelti þar sem stór hópur tekur sig saman og dælir gríðarlega miklu efni á facebook síðu eins nemanda, oft með vísanir í klám og annan við- bjóð. Frístundaleiðbeinendur töluðu um að rafrænt einelti ætti sér yf- irleitt alltaf hliðstæðu til dæmis á skólalóðinni. Rafrænt einelti er því ein af mörgum birtingarmyndum eineltis.“ Getur netið ekki orðið að miklum tímaþjófi? „Jú, ég spurði krakkana hvernig þeim liði þegar þeir væru búin að vera lengi fyrir framan skjáinn. Hraður heimur netsins  Björg Magnúsdóttir rannsakar netnotkun barna og unglinga Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Í stuttu máli þá er þetta stórkost- lega áhugaverð lesning og sannkall- aður sumarsmellur,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon sem ásamt Hilmu Gunnardóttur er höfundur og rit- stjóri Dagbókar Elku sem nýlega kom út. Þetta er fimmtánda bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar al- þýðumenningar, sem Sigurður rit- stýrir ásamt sagnfræðingunum Dav- íð Ólafssyni og Má Jónssyni. Dagbækur kvenna sjaldséðar „Af þeim rúmlegu 200 dagbókum sem er að finna í handritadeild Landsbókasafns, voru aðeins þrjár dagbækur kvenna varðveittar þegar við hófum útgáfu Sýnisbókaritraðar- innar. Út af fyrir sig var það góð ástæða til þess að gefa út þessa til- teknu dagbók en þar að auki er hún meðal allra skemmtilegustu og áhugaverðustu dagbóka sem varð- veist hafa,“ segir Sigurður. Dagbókina skrifaði alþýðukonan Elka Björnsdóttir á árabilinu 1915 til 1923. Hún tók að sér fjölbreytt verkefni og hlut- verk sem Sigurður telur upp. „Elka skipti sér af verka- lýðsmálum og menningarmálum. Hún gekk í Hið ís- lenzka bók- menntafélag, hýsti Finn Jónsson listmálara um tíma á heimili sínu, var í vinfengi við Ásmund Sveinsson myndhöggvara og þekkti til mynd- höggvaranna Einars Jónssonar og Ríkharðs Jónssonar. Við þetta má svo bæta að hún var fyrsti ritari verkakvennafélagsins Framsóknar, skipti sér af dýraverndunarmálum og var starfsmaður Reykjavík- urborgar, bæði við þrif á skrifstofu borgarinnar og brunastöðinni. Þá má ekki gleyma því að Elka var virk- ur meðlimur aðventistakirkjunnar,“ segir Sigurður. „Elka er ekki bara dæmigerð kona heldur áhugavert eintak af manneskju sem þurfti að berjast fyrir lífinu á hverjum degi lífs síns. Dagbók Elku einstök innsýn  Sjónarhorn einstæðrar alþýðukonu  Aðeins þrjár dagbækur kvenna af 200 ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! VINNAN VERÐUR SVO MIK LU SKEMM TILEGRI ! Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.