Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
ÁSkjöldólfsstöðum í Jök-uldal, við þjóðveg nr. 1, errekin áhugaverð ferða-þjónusta, þar sem meg-
ináherslan er lögð á að bjóða upp á
heimilislegar aðstæður. Þar inni er
t.d. að finna sérstakt barnahorn
með tveimur herbergjum og þar á
meðal kósíaðstöðu, þar sem liggja
má á dýnum og horfa á barnaefni í
sjónvarpi. Auk þess er leiksvæði úti
og vítt í allar áttir, auk margs
fleira.
Hreindýraþema
„Við köllum þennan stað Á
hreindýraslóðum,“ segir Aðalsteinn
Jónsson, sem ásamt hjónunum á
Vaðbrekku, Sigríði Sigurðardóttur
og Aðalsteini Aðalsteinssyni, móð-
urbróður sínum, er eigandi þarna
og gestgjafi.
„Við þurftum að nefna þetta
eitthvað og úr því að við erum með
hreindýrin sem þema, byggjum út
frá þeim og erum að þjónusta veiði-
menn og miðla upplýsingum um
hreindýr til ferðamanna, fannst
okkur þetta eiga ágætlega við.“
Þarna var lengi rekinn skóli
með nemendum 1.-8 bekkjar, en í
kjölfar sameiningar Jökuldals-
hrepps, Hlíðarhrepps og Tungu-
hrepps 27. desember 1997, þegar til
varð sveitarfélagið Norður-Hérað,
var hann sameinaður Brúarásskóla,
þar sem í voru nemendur 9. og 10.
bekkjar, því óhagkvæmt þótti að
reka tvo grunnskóla. Hinn 1. nóv-
ember 2004 sameinaðist Norður-
Hérað síðan Fellahreppi og Austur-
Áhersla lögð á heim-
ilislegar aðstæður
Á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal er rekin ferðaþjónusta þar sem hreindýr eru þema
og er byggt út frá þeim. Allt er til alls á staðnum en umhverfið er heimilislegt og
hægt að fara í sund á staðnum. Þá má finna forvitnilegt afdrep í Hákonarstofu,
en það er sama- eða indíánatjald byggt og vígt 7. júní árið 2009 í minningu Há-
konar Aðalsteinssonar skálds, hreindýraveiðifrömuðar og skógarbónda.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Samatjald Aðalsteinn fyrir utan Hákonarstofu, sem reist var til minningar
um móðurbróðir hans Hákon Aðalsteinsson, skáld og lífskúnstner.
Á vefsíðunni thekitchn.com er meðal
annars að finna sniðugar hugmyndir
að mat sem auðvelt er að taka með
sér. Hugmyndin er að þennan mat sé
hægt að taka með sér í flugvél og er
bráðgóð hugmynd fyrir þá sem
ferðast oft og fá nóg af flugvélamat.
Eða bara þá sem vilja taka eitthvað
hollt með sér í háloftin. En nestið má
auðvitað líka taka með sér í ferðalag-
ið og útbúa þannig handhægan, holl-
an og góðan mat t.d. í útileguna. Á
vefsíðunni má meðal annars finna
uppskrift að pasta með pestó, osti og
möndlum, bygg salat með hvítlauk og
belgbaunum og gómsæta samloku
bóndans fulla af góðgæti. Ef þig
vantar sniðugar hugmyndir fyrir
ferðalagið ættir þú að geta fengið
eina eða tvær á thekitchn.com. En á
síðunni er líka að finna margt annað
skemmtilegt er tengist matargerð og
haganlegu fyrirkomulagi í eldhúsinu.
Vefsíðan www.thekitchn.com
Morgunblaðið/Valdís Thor
Lautarferð Gott nesti er nauðsynlegt í bústaðnum eða bara úti á túni.
Hollt og gott í háloftin
Hitt húsið og Andrea Elín jógakennari
bjóða fólki á aldrinum 16-25 ára að
koma og prófa jóga sér að kostn-
aðarlausu í sumar. Lengd námskeiðs-
ins fer eftir hversu góð þátttakan
verður, en fyrstu tímarnir verða
þriðjudaginn 17. júlí kl. 17:30-18:30
og fimmtudaginn 19. júlí kl. 17:30-
18:30. Þær tímasetningar halda síðan
áfram ef næg þátttaka næst.
Hægt er að skrá sig með því að
senda nafn og símanúmer í skila-
boðum á Facebook síðu Hins hússins
eða í síma 411-5500. Nánar má lesa
um Andreu á vefsíðunni http://
www.jogakennari.is/?page_id=589.
Endilega…
…prófið jóga í
Hinu húsinu
Morgunblaðið/Ómar
Jóga Liðkar og styrkir líkamann.
Blóma og gróðurrækt þarf mikla al-
úð, natni og þolinmæði. Þetta vita
þeir vel sem hafa unun af að rækta
garðinn sinn með fallegum plöntum
og fyrir okkur hin, sem ekki erum
með jafn græna fingur, er frábært að
geta notið afrakstursins. Virt hann
fyrir sér og fundið blómaangan á fal-
legum sumardegi.
Rétt eins og önnur áhugamál
mannsins sameinar garðræktin fólk
og er gott að geta deilt reynslu sinni
og fengið góð ráð hjá afbragðsgóðum
ræktendum. Eins er gaman að skoða
fallega garða og sýningar líkt og sú
sem haldin var nýverið í Moskvu
vekja jafnan athygli. Þar var haldin í
Gorky-garðinum alþjóðleg garða- og
blómasýning nú í júlí. Komu þar sam-
an rúmlega 50 blóma- og plöntu-
sérfræðingar frá Rússlandi, Englandi,
Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og
Bandaríkjunum og sýndu blóma-
skreytingar af ýmsu tagi. Voru þær
bæði litríkar og fallegar eins og sjá
má á myndunum.
Blómasérfræðingar bera saman bækur sínar
Alþjóðleg blóma- og plöntu-
skreytingasýning í Moskvu
AFP
Blómabíll Flikkað var skemmtilega upp á þennan gamla bíl á sýningunni.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14
Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is
ÞAÐ DETTUR
ALLT Í DÚNALOGN
Heimsins besta parketundirlag
fæst nú á Íslandi
• Hentar bæði í fljótandi lögn og til
niðurlímingar
• Framúrskarandi kostur fyrir samlímt,
gegnheilt, eða harðparket
• 21db hljóðdempun milli hæða
• 33% dempun í rými
• Verndar og minnkar álag á allar
læsingar parkets eða harðparkets
• Mesta pressa sem um getur
eða 1/10 úr mm
• Dúkurinn er léttur, sterkur og
meðfærilegur í notkun
• Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn
og þarf ekki rakaþolið plast undir
The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur,
hannað til að mæta og fara fram úr kröfum
markaðarins um hljóðdempun og pressu.
KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER
Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2
Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2
Meðan birgðir endast