Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 11

Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 11
Hátíðarsalurinn Hér komast allt að 120 manns í sæti og er salurinn skreyttur í hreindýraþema. Héraði undir nafninu Fljótsdals- hérað. „Við kaupum þetta árið 2007 en þetta er byrjað fyrr, 2004 eða 2005. Þá kemur að þessu aðili sem kaupir húsnæðið til ferðaþjónustu og hann útbýr nýtt eldhús og fleira. Í milli- tíðinni, þ.e.a.s. eftir að skóli var lagður af hér, 1998, var þetta með- ferðarheimili á vegum Barnavernd- arstofu, fyrir unga drengi sem voru í neyslu,“ segir Aðalsteinn. Kynt með rafmagni úr ánni Opið er frá 1. júní og út sept- ember. „En svo getum við tekið hópa í salinn hvenær sem er utan þess tíma, allan ársins hring, hvort sem eru ráðstefnur, fundir eða ein- hverjar aðrar uppákomur. Hátíð- arsalurinn tekur allt að 120 manns í sæti.“ Boðið er upp á herbergi með uppbúnum rúmum án baðs, og svefnpokagistingu. „Við erum með 16 herbergi, eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna, og erum með leyfi fyrir 36 gistirúmum. Og við bjóðum upp á mat, aðallega mat úr héraði, lamb, hreindýr og silung, enda hér full- komin eldunaraðstaða, og erum með vínveitingar og litla sjoppu. Og tökum að okkur veislur. Síðan hafa gestir okkar aðgang að heitum potti og lítilli útisundlaug. Þetta er allt kynt með rafmagni úr ánni hérna. Við kaupum það af bændunum á Skjöldólfsstöðum.“ Tjald í stofunni Að auki er boðið upp á for- vitnilegt afdrep í Hákonarstofu, en það er sama- eða indíánatjald byggt og vígt 7. júní árið 2009 í minningu Hákonar Aðalsteinssonar skálds, hreindýraveiðifrömuðar og skóg- arbónda frá Vaðbrekku í Hrafnkels- dal. Þarna geta menn setið á kvöld- in við opinn eld og verið í notalegheitum, rætt málin og sung- ið. Samhliða þessum rekstri er Að- alsteinn með sauðfjárbú í Klaust- urseli, 17 km innar, á Efri-Jökuldal, þar sem hann býr, og á Vaðbrekku. Í Klausturseli er einnig að finna húsdýragarð með hreindýrum, kindum, naggrísum, hundum, ís- lenskum og kínverskum hænsnum, grá- og heiðagæsum, aliöndum og refum, og einnig vinnustofu þar sem unnin eru úr hreindýraleðri mikil listaverk, töskur og fleira. Margar góðar dagleiðir eru frá Skjöldólfsstöðum, t.d. á Kára- hnjúkasvæðið, Jökuldalsheiðina, í Vopnafjörðinn, á Hérað og til Borg- arfjarðar. Og Egilsstaðir eru ekki nema í 50 km fjarlægð. Myndir og annan fróðleik er hægt að nálgast á vefslóðinni http:// www.ahreindyraslodum.is. Útisundlaug Góð aðstaða er fyrir fjölskyldufólk á svæðinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Sýningin „Ár og kýr“, 365 kúamyndir Jóns Eiríkssonar á Búrfelli í Húna- þingi vestra eru nú til sýnis í Grett- isbóli á Laugarbakka. Jón er bóndi á Búrfelli og býr þar við kindur, hross og kýr. Hann ásetti sér að mála eina mynd af kúm á hverjum degi árið 2003 og stóð við það, hvað sem á gekk. Myndirnar hans eru skemmtilegar og litríkar og framsetningin óvenjuleg. Það er Landsvirkjun sem á verkið en lánar það endurgjaldslaust heim í héraðið og styrkja Wool Factory Shop Kidka og sláturhúsið SKVH á Hvammstanga flutninginn á sýning- unni. Sýningin stendur fram yfir verslunarmannahelgi og er opið í Grettisbóli mánudaga til laugardaga frá klukkan 13 til 18. Þar er einnig rekinn sveitamark- aður með matvæli og handverk úr héraði. Með örfáum undantekningum eru allar vörur búnar til í héraði. Þá er Grettisgarður við Grettisból en þar gefst gestum tækifæri til að æfa sig í bogfimi, snæða nestið sitt í stórum og skjólsælum steinhring og jafnvel kveikja langeld og segja sögur. Sýning Jóns Eiríkssonar, bónda á Búrfelli í Húnaþingi vestra Notalegt Kýrnar eru settar fram á heldur óvenjulegan hátt í verkum Jóns. Ár og kýr í Grettisbóli Edamame-baunir er prýðis gott að hafa sem snarl heima fyrir t.d. sem forrétt eða fyrir framan sjónvarpið. Baunirnar eru stútfullar af próteini og andoxunarefnum og gefa góða seddutilfinnigu án þess að maginn verði úttroðinn. Baunirnar eru góðar volgar með smásjávarsalti yfir og kannski skvettu af límónu. Eins er hægt að setja pínu chilli-krydd eða annað sem þér finnst gott yfir baun- irnar. Frekari upplýsingar og upp- skriftir að góðum edamame- baunaréttum má t.d. finna á vefsíð- unni www.chooseveg.com/edamame.asp. Edamame-baunir Edamame Góðar einar sér eða í rétti. Góðar sem snarl með límónu og sjávarsalti eða chilli Rósabað Rósir eru alltaf fallegar. AFP Listaverk Óvenjulegur höfrungur. AFP Nýtt rósaafbrigði Philippe Manguy nefndi rósirnar eftir Gorky-garðinum. Útsala á völdum vörum 30-50% afsl. 10% afsl. af dömutöskum sem ekki eru á útsölu Komdu til okkar fyrir brottför Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Sími: 528 8800 drangey.is Drangey | Napoli 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SEÐLAVESKJUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.