Morgunblaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjálfsagt er til-vera samkyn-
hneigðra enn þá
um margt töluvert
örðugri en ann-
arra, ekki síst í fá-
menni eins og hér
er. Algengast var
áður fyrr að sam-
kynhneigt fólk væri í felum í
sínu samfélagi eða flytti burt í
meira fjölmenni og ríkara
umburðarlyndi, til að fá lág-
marksskilyrði til að þrífast.
Samkynhneigð var lengst
af mjög höfð í flimtingum og
þeir eru sjálfsagt fáir sem
ekki sögðu einhvern tíma
„hommabrandara“ eða hlógu
með og slíkt efni var og er al-
gengt í kvikmyndum, bókum
og leikritum, iðulega staðlað
og klisjukennt. Sá þátturinn
var þó ekki alvarlegastur í til-
veru samkynhneigðra.
Aðstaða samkynhneigðra
hefur þó sem betur fer gjör-
breyst á aðeins örfáum árum
og áratugum. Þeir hafa sjálfir
nú komið út úr skápnum, sem
þurfti ekki smákjark til á ár-
um áður, og þjóðfélagið, sem
einnig var að sínu leyti inni í
sínum skáp, hefur smám sam-
an komið sér þaðan út. Vafa-
lítið er að flestum líður betur
við þessa breytingu. En í
sumum fjölmennum löndum
og menningarheimum er til-
vera þessa hóps enn þá ekki
aðeins örðug, heldur liggur líf
hans beinlínis við. Ekki er
endilega óraunsætt að ætla að
einnig á slíkum slóðum muni
ástandið smám
saman breytast,
þótt vísast verði
sú þrautaganga
bæði ill og seinfar-
in.
En það líkar
ekki öllum hér á
landi þessi þróun
frekar en margvíslegar aðrar
breytingar á viðteknum sann-
indum. Þeir, sem þannig eru
stemmdir, eiga fullan rétt á sín-
um skoðunum og rétt á að viðra
þær opinberlega, þótt gæta
verði hófsemdarmarka, rétt
eins og við aðra umræðu.
Þeir sem koma fram undir
nafni og andæfa samkynhneigð,
líta til dæmis á hana sem lækna-
nleg veikindi eða valkvæða
áunna óæskilega hegðun, jafn-
vel illa, eru núorðið minni-
hlutahópur í þjóðfélaginu og
sæta þá jafnvel aðkasti eins og
sumir aðrir slíkir.
Nýjasta dæmið er þegar skóli
í þeim góða bæ Akureyri lætur
undan kröfum fáeinna ein-
staklinga, sem þó koma ekki
fram undir nafni, og flæma hæf-
an kennara úr starfi fyrir að
hafa haldið fram sínum skoð-
unum á samkynhneigð, ekki síst
hjónabandi þeirra, á bloggsíðu,
undir fullu nafni og vísað þar
m.a. til síns biblíuskilnings til
þess að árétta þær. For-
ráðamenn skólans eða fræðslu-
yfirvöld á þessum stað leggjast
lágt og eru ekki að gera þeim
málstað, sem þau sjálfsagt telja
sig vera að styðja með þessu,
neitt nema ógagn.
Skólayfirvöld á
Akureyri ættu að
endurskoða óskyn-
samlega afstöðu
sína}
Nýr rétttrúnaður ekki
betri en fordómarnir
Starf björg-unarsveit-anna hér á
landi er merkilegt
og hefur bjargað
mörgum manns-
lífum. Starfið verður æ um-
fangsmeira og nú er svo
komið að um tuttugu sjálf-
boðaliðar Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar standa
vakt á hálendi Íslands í tvo
mánuði yfir sumarið. Til-
gangurinn er að stytta við-
bragðstímann og auka öryggi
ferðamanna.
Þetta er merkilegt framtak
og ótrúlegt hvað hægt er að
gera með slíku sjálfboða-
starfi. Ætti hið opinbera að
taka að sér eftirlit af þessu
tagi er ljóst að kostnaðurinn
yrði svo mikill að ekki yrði
ráðist í verkefnið.
Engu að síður sýna tölur
að þörf er fyrir slíka
hálendisvakt. Í
fyrra kom 1.200
sinnum til kasta
hálendis-
vaktarinnar og
þar af voru 250
leitar- og björgunaraðgerðir.
Útlit er fyrir að annir verði
ekki minni í ár.
Þetta leiðir hugann að und-
irbúningi og útbúnaði ferða-
manna, en allt of algengt er
að þar vanti mikið upp á.
Bílar eru of oft vanbúnir og
fólkið sjálft illa klætt, matar-
lítið og þekkir aðstæður illa.
Of margir átta sig ekki á að á
hálendi Íslands getur veður
skipast fljótt í lofti og stór-
hríð skollið á fyrirvaralítið.
Þetta er eitt af því sem er
heillandi við Ísland, en jafn-
framt nokkuð sem ferða-
langar verða alltaf að hafa í
huga, líka þegar sumarið
leikur við landsmenn.
Á hálendinu verður
alltaf að gera ráð
fyrir því versta}Hálendisvakt Skálavík er einn af undrablettum tilver-unnar. Þangað fór ég á ættarmót umhelgina, en konan mín er ættuð fráMinna-Hrauni og Meira-Hrauni, jörð-um beggja vegna Hraunsár. Þar
bjuggu hjónin Júlíus Jón Hjaltason og Guðrún
Sigríður Guðmundsdóttir til ársins 1931 og fluttu
þangað frá Húsatúni í Bolungarvík þegar berklar
komu upp í barnahópnum.
Eitt sjö systkina, Stefanía Ósk Júlíusdóttir,
tengdaamma mín, var sett í fóstur og flutti til Seyð-
isfjarðar aðeins sex ára. Sárt er að alast upp svo
fjarri foreldrum og systkinum. Lengi þrjósk-
aðist hún við og kallaði fjallið við Seyðisfjörð
Erni. Og víst er að ræturnar liggja í Skálavík, þó
að hún byggi aldrei þar.
Áð var í móa í Hraunagarði, þaðan sem útsýni gefst
yfir tóftir gamla bæjarins. Egill Guðmundsson stiklaði á
stóru um söguna, með augnablikshléi þó.
Orðin féllu að efni vel
sem inn um hlustir smugu;
Agli varð þó ekki um sel
er hann gleypti flugu!
Sagt er að Jónas Halldórsson hafi tekið síðasta
manntalið í Skálavík árið 1960, en hann bjó þá að Minni-
Bakka með Sigríði Magnúsdóttur. Handan árinnar bjó
Páll Pálsson á Meiri-Bakka. Jónas skráði manntalið
sjálfur:
Í vík einni fyrir vestan Djúp
búa veraldarhrökin í slitnum hjúp.
Þar enginn er ástarbríminn.
Tvær æðar liggja yfir heiðarhnjúk,
þó heimurinn telji af þeim lítil brúk
önnur er vegurinn, hin er síminn.
Þar lifir gamli tíminn.
Karl og kerling búa í kofa við veginn
En kotroskinn piparsveinn hinumegin.
Þetta eru íbúar þessarar víkur
og þar er víst enginn ríkur.
Það fór eins og víðar, að fáum árum eftir að
vegur hafði verið lagður að Minni-Bakka flutti
Jónas búslóðina eftir honum á burt. Nú er þar
sumarhúsabyggð. Og dýrlegt að ganga fjör-
una eða stökkva í djúpan hyl neðst á ánni,
þar sem hún heitir Langá. Eflaust hafa
systkinin skemmt sér við það. Sigurey hét
eitt þeirra. Hún sagðist aldrei hafa drýgt þá synd að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn. Það varð til þess að sólskríkjan söng:
Í sálinni helgan fann hún frið
að forðast synd var efst á lista,
hún krossaði aldrei við íhaldið
en elskaði kommúnista.
Reyndar veit ég ekkert um það hvert atkvæðið fór og
treysti ekki fuglinum um það. Bræðurnir Hallgrímur,
Kristján og Eyjólfur stóðu alla tíð fast við þá fullyrðingu, að
þeir hefðu leikið sér við huldubörn í æsku:
Fiskur í ánni, fugl á tjörn,
fram frá bóndi að heyja;
heima leika huldubörn
við Halla, Kristján og Eyja.
Pétur Blöndal
Pistill
Huldubörn í Skálavík
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
B
reski herinn verður með
fleiri hermenn til að
gæta öryggis í London
meðan á Ólympíu-
leikunum stendur, en
gegna herþjónustu á vegum hans í
Afganistan um þessar mundir.
Ákveðið var að bæta við 3.500 her-
mönnum þegar í ljós kom að fyrir-
tækið G4S, sem tekið hafði að sér ör-
yggisgæslu, hefur ekki nægum
mannskap á að skipa. Fyrir hafði ver-
ið samþykkt að 7.500 hermenn yrðu
við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum.
Alls munu 17.000 hermenn úr
land-, flug- og sjóher landsins taka
þátt í að gæta öryggis á leikunum, að
því er fram kemur á vef breska rík-
isútvarpsins, BBC. Flugherinn hefur
komið fyrir loftvarnakerfi á fjórum
stöðum í London og orrustuþotur,
þyrlur og leyniskyttur eru til taks.
Sett hafa verið takmörk á flugumferð
í kringum London vegna leikanna. Á
vef BBC kemur fram að verði einka-
flugvél flogið inn á bannsvæði verði
byrjað á að senda viðvörun, en að hún
yrði á endanum skotin niður ef annað
dygði ekki til.
Þessi fjöldi hermanna fellur Bret-
um misvel í geð. Á Bretlandi er hefð
fyrir því að blanda hernum ekki inn í
borgaralega viðburði og því stingur
viðbúnaðurinn vegna Ólympíu-
leikanna í stúf. Skipuleggjendur leik-
anna segja að herinn eigi eftir að
vekja trúnaðartraust. Gagnrýnend-
urnir leyfa sér að efast um það og í
blaðinu Guardian var bent á að ekki
einu sinni í Peking hefði herinn verið
kallaður út til að vakta hliðin að
Ólympíusvæðinu.
En menn hafa ekki aðeins áhyggjur
af öryggismálum. Miklar vangaveltur
hafa verið um að allt fari í hnút í
London þegar leikarnir hefjast.
Bresk stjórnvöld tilkynntu í maí að
opinberum starfsmönnum yrði leyft
að vinna heiman frá sér frá 21. júlí
eða sex dögum áður en leikarnir hefj-
ast til 9. september þegar Ólympíu-
leikum fatlaðra lýkur frekar en að
sitja fastir í umferð. Þetta kveikti
vitaskuld umræður um að nú yrði
stjórnkerfið óstarfhæft svo vikum
skipti.
Kostnaðurinn við Ólympíuleikana
hefur einnig verið til umræðu. Bresk
stjórnvöld sáu ástæðu til þess á mið-
vikudag að greina frá því að fram-
kvæmdin yrði undir þeim 9,3 millj-
örðum punda (rúmlega 1.857
milljörðum króna), sem ætluð hefðu
verið til verksins auk þess sem 476
milljónir punda væru enn til reiðu í
sérstökum neyðarsjóði. Þessi áætlun
um kostnað við framkvæmdir og
hald leikanna var sett fram 2007 og
var upphæðin þá reyndar orðin fer-
falt hærri, en gert var ráð fyrir þeg-
ar London sóttist eftir að fá að halda
leikana árið 2005.
Eftirlitsnefnd á vegum þingsins
óttast hins vegar að yfirvöld vanmeti
kostnaðinn og telur að kostnaðurinn
verði hærri eða hátt í 11 milljarðar
punda. Horfir nefndin sérstaklega til
kostnaðar við öryggisgæslu, sem
upprunalega átti að nema 282 millj-
ónum punda, en er nú kominn upp í
553 milljónir. Borgarasamtök, sem
fylgst hafa með framkvæmdinni,
telja meira að segja að gæslan muni
kosta 1,5 milljarða punda.
Þótt framkvæmdin kosti 11 millj-
arða punda verður það aðeins helm-
ingurinn af kostnaði Kínverja við að
halda Ólympíuleikana í Peking fyrir
fjórum árum. Þótt Bretar hafi reynt
að gæta hófs eru þeir þó langt frá því
að endurtaka leikinn frá 1948 þegar
hinir svokölluðu „aðhaldsleikar“
voru haldnir í London þremur árum
eftir seinni heimsstyrjöld. Þá komu
sum liðanna með matinn með sér.
London í hers hönd-
um á Ólympíuleikum
AFP
Víggirt borg Breskir hermenn sýna eldflaugavarnir sem eru til taks í Lon-
don. Líklega hefur aldrei verið jafn mikill viðbúnaður þar á friðartímum.
Breskir kráareigendur og bjór-
framleiðendur hugsa sér gott til
glóðarinnar á Ólympíuleikunum
og vona að aukin aðsókn muni
blása lífi í atvinnugreinar í
vanda. Sérfræðingar vara þó við
of mikilli bjartsýni og segja að
þriggja vikna gósentíð muni
ekki hafa áhrif til frambúðar.
Heineken styrkir leikana og
er því í góðri stöðu. 33 cl bjór
mun kosta 4,2 pund (840 krón-
ur) og þykir dýrt. Á Bretlandi
eru 50 þúsund krár og vona eig-
endur þeirra að stórir skjáir
muni lokka viðskiptavinina inn.
Vonast eftir
gósentíð
50 ÞÚSUND BRESKAR KRÁR
Öl og íþróttir Kráareigendur vonast
eftir góðum viðskiptum.