Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 21

Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 21
Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Gisting Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar. Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting. Sími 456 1600. gisting@hotelsandafell.com Sumarhús Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru moltugerðarkassar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ. S. 561 2211. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt TILBOÐ, TILBOÐ Skemmtileg dömustígvél úr leðri, fóðruð. Tilboðsverð: 3.500.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. NÝ SENDING - FRÁBÆR SNIÐ !! Teg. 4500 - minimizerinn frábæri sem fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.880,- Teg DECO - létt fylltur, styður vel og mjög flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.660,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað laugardaga í sumar. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Stakar stærðir. Aðeins kr. 2.500 og buxur aðeins kr. 1.000. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað laugardaga í sumar. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg: 1967 Vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: blátt og grátt. Stærðir: 36 - 40 - Verð: 16.650. Teg. 2050 Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: blátt og bleikt - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 16.650. Teg. 2039X Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: svart og beige - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 16.650. Teg. 1954 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 40 - Verð: 16.650. Teg. 1949 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir - Litir: gult og svart - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 16.650. Teg. 38561 Fallegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir - Litir: blátt/ hvítt/rautt - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 15.385. Teg. 38541 Fallegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir : Litir: blátt/ hvítt/rautt - stærðir: 36 - 40 - Verð: 15.385. Teg. 37510 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 14.885. Teg. 37799 Flottir bandaskór úr leðri, skinnfóðraðir - Litir: rautt, grænt og svart - Stærðir: 36 - 40 - Verð: 13.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið: mán. - föst. 10 - 18. Lokað laugardaga í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Dodge Durango SLT+ 12/2003. Ekinn 149 þús. km. Leður. Dráttar- kúla. Tveir eigendur fá upphafi. Ný skoðaður. Mjög heill en ódýr ferðabíll. Þú færð 6 árum eldri Toyota jeppa fyrir þetta verð. Verð aðeins 1.490 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar, verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauðri götu, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara                           !  "  #$  %   !         & % '  % (   $    *         !"  +' $ , -% (  $    * #   !  %     . /0 1%  $    %  2!$% % Óska eftir - nýr auglýsingamiðill Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á  eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á  Nýtt og betra smáauglýsingablað   Smáauglýsingar 569 1100 Öld er nú liðin frá fæðingu elsku afa Lalla, Lárusar Þ.J. Blöndal. Hann fæddist á Siglufirði hinn 16. júlí 1912 og bjó þar mestan hluta ævi sinnar, en flutti til Garðabæjar árið 1982 þar sem hann bjó til æviloka. Við systur ólumst upp við sögur af því hvernig afi hefði á unglingsárum sínum slasast alvarlega og legið í mörg ár á sjúkrahúsi á Siglufirði, en af elju, dugnaði og jákvæðni, hefði hann rifið sig upp og orðið stórtækur athafna- og fjölskyldu- maður. Afa er helst minnst fyrir störf sín í Aðalbúðinni og Bóka- verslun Lárusar Þ.J. Blöndal við Aðalgötuna á Siglufirði, sem hann stofnsetti á fjórða áratug síðustu aldar. Þar voru seldar bækur, föt, vefnaðarvara og ým- islegt annað sem íbúa og aðkomu- fólk gat vanhagað um. Þau systk- inin, afi Lalli, Anna, Bryndís og Óli, stóðu á bak við búðarborðið og allir sem til þekkja segja að þar hafi oft verið glatt á hjalla. Á sjöunda áratugnum varð afi fulltrúi hjá skattstjóranum á Siglufirði þar sem hann starfaði þar til hann flutti suður. Eiginkona afa Lalla var amma Gauja; Guðrún Sigríður Jóhann- esdóttir frá Hrísey. Hún var blíð, hógvær og umhyggjusöm kona, sem aldrei skipti skapi. Þó gekk oft mikið á hjá hinum mikla barnaskara, en þau afi eignuðust saman tíu börn; Steingrím (f. 1947, d. 1970), Kristínu (f. 1948, d. 1983), Jóhannes (f. 1949), Jósep (f. 1950), Gunnar (f. 1952), Guð- mund (f. 1954), Guðrúnu (f. 1956), Lárus (f. 1961), Önnu Bryndísi (f. 1963) og Jón Ásgeir (f. 1966, d. 2011). Auk þeirra átti afi son; Birgi (f. 1944) og afi og amma ólu einnig upp Lárus Steingrím, dótturson sinn. Hjónaband afa Lalla og ömmu Gauju einkenndist af mikilli sam- kennd. Þau héldu af einstakri al- úð mannmargt heimili og komu 11 börnum til manns og mennta. Þegar á reyndi stóðu þau þétt saman, en þau gengu saman í gegnum þá raun að missa tvö barna sinna. Þrátt fyrir sorgir var afi alltaf æðrulaus maður. Hann lét erfiðleikana við barnamissinn og veikindi ung- lingsára sinna ekki buga sig, þó Lárus Þ.J. Blöndal að þeir settu sitt mark á hann fyrir lífstíð. Nærvera afa var einstaklega þægileg og okkur þótti gott að heimsækja þau ömmu. Við komum oft við hjá þeim á leið heim úr skólan- um og misstum sjaldan af sunnu- dagskaffi með kúlu- köku. Móttökurnar voru alltaf jafngóðar, sama hvenær bankað var upp á. Afi Lalli var ótrúlega jákvæð- ur maður, gladdist jafnan yfir hinum smæstu atburðum og var mjög tilfinningaríkur. Þegar við systur vorum í pössun hjá þeim ömmu kom til að mynda aldrei til greina að horfa á aðrar kvik- myndir en þær sem við vissum að enduðu vel. Það fyrirkomulag hentaði okkur öllum prýðilega. Það var líka mjög gott að leita til afa, hann átti svo auðvelt með að setja sig í spor annarra. Þess vegna hikuðum við ekki við að deila með honum ýmsum hugleið- ingum og áhyggjum, sama hversu hversdagslegar þær voru. En afi var börnum sínum og barnabörnum ekki bara haukur í horni, heldur einnig góð fyrir- mynd; hann var meðal annars al- gjör bindindismaður á vín og tób- ak. Hann hafði ríka réttlætiskennd, þoldi illa misrétti hvernig sem það birtist og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Brennandi áhugi afa á þjóðmál- um smitaði líka mjög út frá sér; en afi fylgdist fram til dauðadags með fréttum og hafði skoðanir á öllum málum. Hann kynnti sér þó ekki bara þau sem fréttnæm þóttu, því einnig hafði hann gam- an af að fylgjast með því sem börn og barnabörn voru að bar- dúsa í daglegu lífi. Við teljum það forréttindi að hafa átt einmitt þennan afa; svo glaðlyndan, ljúfan og tryggan. Við fundum það alltaf að hann naut þess að verja tíma sínum með barnabörnunum og við eig- um með honum ógrynni af ynd- islegum minningum, minningum sem munu aldrei gleymast. Afi Lalli lést á nítugasta og fyrsta aldursári, hinn 8. apríl 2003. Við minnumst hans með hlýju og þakklæti. Erna Kristín, Marta Guðrún og Brynja Rut. Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB HELGASON frá Patreksfirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 19. júlí kl. 13.00. Brynhildur Garðarsdóttir, Steinunn Lilja Helgadóttir, Helgi Einarsson, Guðrún Þórðardóttir, Brynjar Jakobsson, Hafdís Sigurðardóttir, Soffía Jakobsdóttir, Rögnvaldur Jóhannesson, Laura Hildur Jakobsdóttir, Jónas Ragnarsson, afa- og langafabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.