SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 2
2 15. júlí 2012 Við mælum með Gestum Viðeyjar verður boðið að setja sig í fótspor frumbyggja sunnudaginn 15. júlí. Efnt verð- ur til skemmtilegrar „fjársjóðs- leitar“ í formi ratleiks og flug- drekaeigendum stefnt saman með það að markmiði að slá Ís- landsmet í flugdrekaflugi sem sett var í Viðey árið 2010. Siglt er frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundar fresti frá kl. 11:15–17:15. Fjársjóðsleit í Viðey 4-8 Vikuspeglar Donald Trump leggur dýrasta golfvöll sögunnar, Ráðabrugg í Rúmeníu og fjárfestingartækifæri ekki góð vegna stefnu stjórnvalda. 14 Þurfti að venja sig af því að vera íslensk Anna Hlín hefur skapað sér tækifæri í Noregi, stofnað fyrirtæki og gef- ið út sína fyrstu plötu. 20 Búlgarar læra Hávamál utanbókar Feðginin Ægir Einarov Sverrisson og ljóðasprundið Alexandra í stuttri heimsókn á Íslandi. 32 Hugsuðurinn frá Essex Stórstirnið Russell Brand ræðir um tilganginn með þessu öllu saman. 34 Gamall andi á nýju hóteli á Akureyri Gamli Iðnskólinn hýsir nú ferðamenn, eins og fram kemur í máli Sigrúnar Bjarkar Jak- obsdóttur hótelstjóra. 36 Fjallbrúður í Færeyjum Verkalýðsleiðtoginn, skátaforinginn og sauð- fjárbóndinn Arnfrid Vestergard Hentze berst fyrir sjálfstæði Færeyja. 38 Matlock lifir í lögmönnum sjónvarpsþátta Fallinn er frá Andy Griffith, sem heillaði íslenskar fjölskyldur á níunda áratugnum. Lesbókin 42 Hvers vegna treysti Jón ekki Jóni? Þór Whitehead svarar Jóni Kristjánssyni vegna drengsmálsins. 42 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók RAX af Haraldi Sigurðssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristins- dóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson 24 Augnablikið Það er fátt skemmtilegra en að endur-uppgötva barnið í sjálfum sér og er Legól-and tilvalið til þess. Það verður enginnsvekktur af því að eyða degi í Legoland Discovery Center í Berlín. Það var gaman að fara með fjölskylduna þangað og allir skemmtu sér vel. Þetta er mjög vel hannaður og skemmtilegur staður þar sem allt er innifalið eftir að þú ert búinn að borga þig inn. Þarna eru tvö tæki, þar af ein lest, „míníland“ sem samanstendur af merkum byggingum í Berlín úr legókubbum, 4D-bíó, Sjóræningjaskipasvæði, kubbasvæði ýmiss konar, kaffihús, nuddstólar fyrir fullorðna, leiksvæði, kennslusvæði og herbergi þar sem sýnt er hvernig legókubbar verða til. Þarna er ekki allt upp talið því líka er búið að setja upp glæ- nýtt Ninjago-svæði, þar sem hægt er að búa til sína eigin kalla og láta þá berjast sín á milli á sérstökum borðum. Síðast en ekki síst er þarna svæði tileinkað kapp- akstursbílum. Það virkar þannig að fólk sest niður og byggir sína eigin kappakstursbíla og lætur þá keppa sín á milli (með tímatöku) eða fara í sérstaka stökk- braut. Þetta er ekki síður skemmtilegt fyrir fullorðna en börnin og líka lærdómsríkt því ef bílinn er ekki nógu vel gerður þolir hann hreinlega ekki stökkið og fer í sundur. Þá þarf bara að byrja upp á nýtt. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það er hægt að byggja sinn eigin kappakstursbíl á staðnum. Morgunblaðið/Inga Rún Kraftur kubbanna Nýbúið er að opna nýtt Ninjago-svæði í Legoland Discovery Center í Berlín. Morgunblaðið/Inga Rún Madonna heldur uppteknum hætti á tónleikaferð sinni undir yfir- skriftinni MDNA ef marka má þessa líflegu mynd frá Koning Coude- wijn-leikvanginum í Brussel í vikunni. Plötur hennar hafa selst í yfir 300 milljónum eintaka um allan heim og engin kona selt fleiri, skv. Heimsmetabók Guinness. Hún verður 55 ára 16. ágúst á þessu ári. veröldin AFP Madonna í tónleikaferð Plötusölu Arnars Eggerts Tónlist- arspeking- urinn Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að grisja plötusafn sitt um helgina, og selja um tíu þúsund skífur, vínylplötur og geisla- diska, við heimili sitt í Auð- arstræti 13 í Reykjavík. Plöt- umarkaðurinn hefst kl. 11 og lýkur kl. 17 báða daga. Útgáfu- tónleikum Japanese Super Shift and the Future Band. Platan heitir Futatsu og hefst gleðin á Bakkus kl. 22. laugardaginn 14. júlí. Frítt verð- ur inn og ættu allir að geta dillað sér við tónana.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.