SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 28
28 15. júlí 2012 Hafnarfjörður skartar mörgumfrægum kennileitum; hamr-inum sem gnæfir yfir bæj-arstæðið, sælureitnum Hellisgerði og læknum sem liðast rólega í gegnum hraunið. Svo eru það íbúarnir. Hafi einhver þeirra gert tilkall til þess að heyra til kennileita bæjarins, þá er það Friðrik Oddsson. Meðal bæjarbúa er hann einfaldlega þekktur sem Fiddi. Veiddi veiðistöng „Ég er víst einn af þessum útvöldu, get kallað mig Gaflara með stolti.“ Fiddi situr á kaffihúsi í miðbæ Hafnarfjarðar og sötr- ar gosdrykk. „Ég drekk ekki kaffi, það er svo svakalega óhollt. Já, ég fæddist 1953 á Sólvangi í Hafnarfirði og get því montað mig af því að vera sannur Gaflari. Til eru fáeinir aðfluttir fýlupúkar sem þola ekki þetta sæmdarheiti en ég er stoltur af því að bera það.“ Fiddi ólst upp í Hafnarfirði sem var ansi frábrugðinn þeim bæ sem við þekkjum í dag. „Ég tilheyri Vesturbæjarvilling- unum, hressum hópi sem hittist ennþá reglulega til að rifja upp gamla tíma. Það var æðislegt að alast upp í firðinum á þessum tíma en fjaran var okkar helsta leiksvæði og við töluðum gjarnan um að fara niður í fjöru til að leika við hinar rotturnar.“ Dorgveiði af bryggjum bæjarins var iðja sem flestir krakkar stunduðu og einn daginn komst Fiddi heldur betur í feitt. „Ég var að dorga með spotta eins og allir gerðu og varð svo heppinn að veiða for- láta veiðistöng úr sjónum. Þetta þótti mikill fengur en hvernig hún hafnaði í höfninni veit ég ekki.“ 13 ára háseti Eins og ungum mönnum var tamt á þess- um árum byrjaði Fiddi snemma að vinna fyrir sér. „Ég bjó nánast á hafnargarð- inum svo það var hægðarleikur að snapa sér vinnu. Ég byrjaði 11 ára að þrífa borð niðri á höfn og vann mig svo niður í lest í uppskipun. Næsta skref var að komast á sjóinn og með því að láta pabba toga í nokkra spotta fékk ég hásetapláss á Maí GK aðeins 13 ára gamall. Mér er sama hvað aðrir segja en ég er þeirrar skoðunar að ég hafi staðið mig vel. Mér var a.m.k. boðið að koma í næsta túr á fullum há- setahlut en fyrsta túrinn var ég á hálfum hlut.“ Umhverfið um borð í togaranum mót- aði unglinginn. „Það var auðvitað algjört ævintýri að vera til sjós með einhverjum alhörðustu körlum landsins. Þetta voru menn sem unnu eins og berserkir til sjós og tóku svo vel á því í drykkju og slags- málum þegar þeir voru í landi. Manni var gert það ljóst mjög snemma að ekki þýddi að væla og vola um borð, slíkir menn ent- ust aldrei lengi.“ Fiddi var háseti í fjögur ár og upplifði mörg eftirminnileg atvik og litríka kar- aktera. „Maður var kornungur gutti að þræða vafasömustu hverfi Þýskalands með þessum köllum og oft var ástandið um borð skrautlegt. Reyndar var togarinn sem ég sigldi með ekki svo slæmur en ég heyrði af skipum sem þurftu að bíða í tvo eða þrjá daga fyrir utan höfnina til þess eins að áhöfnin næði að láta renna al- mennilega af sér.“ Fiddi segir áhöfnina á Maí GK hafa ver- ið af öllum stærðum og gerðum. „Einn skrattakollur sem var um borð var blaut- ur í meira lagi og oft óvinnufær dögum saman vegna drykkju. Hann hélt þó plássinu af þeirri ástæðu að þegar hann drattaðist til vinnu, þá var hann auðveld- lega þriggja manna maki. Menn komust upp með ýmislegt sem ekki væri leyft í dag. Eitt skiptið kom myndarleg stórlúða í trollið hjá okkur og ég var fljótur að öskra að ég ætti þessa lúðu. Þá kom einn sjónaglinn, keyrði mig niður í dekkið og þrumaði yfir mér: „Hlustaðu nú strák- skratti, mig dreymdi berar kellingar í alla nótt og þessi lúða tilheyrir því engum nema mér.“ Leigubíll til Akureyrar Skólaganga heillaði ekki Friðrik og hann segir einfalda ástæðu fyrir því. „Það leið- inlegasta sem ég geri er að lesa bækur og því var það ekki erfið ákvörðun að segja skilið við skólann. Þetta var líka allt ann- að umhverfi í þá daga og það voru bara einstaka furðufuglar sem fóru í háskóla en Auðvitað hefur sukkið tekið sinn toll Friðrik Oddsson, sem Hafnfirðingar þekkja sem Fidda, hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Hann viðurkennir að skellirnir séu nokkrir, en segist ekki sjá eftir að hafa ekki fet- að troðnar slóðir í lífinu. Benedikt Grétarsson Morgunblaðið/Ómar Friðrik Ingvar Oddsson eða Fiddi í FH segir sumar sögurnar um sig ýktar og aðrar hreinlega ósannar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.