SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 4
4 15. júlí 2012
Umræðunni sem skapaðist í
kringum golfvöll Donalds Trump í
Skotlandi svipar að einhverju leyti
til þeirrar umræðu sem skapaðist
hér á landi í kringum kaup og
framkvæmdir Kínverjans Huangs
Nubo á Norðurlandi; sá ætlaði ein-
mitt að leggja golfvöll ásamt
fleiru á Grímsstöðum. Umhverf-
isverndarsinnar hér á landi mót-
mæltu mögulegri spillingu á villtri
náttúru og sögðu að peningar
myndu ekki bæta slíkt tjón. Það
virðist þó leggjast verr í íslensk
stjórnvöld en þau skosku að leyfa
slíkar framkvæmdir enda Nubo
mögulega pólitískt umdeildari.
Svipað dæmi
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo
vill kaupa land á Norðurlandi.
Morgunblaðið/Ernir
Á þriðjudaginn í síðastliðinni viku opn-aði Donald Trump nýja golfvöllinnsinn í Aberdeen-skíri í Skotlandiásamt tveimur af bestu golfurum
þeirra pilsklæddu. Samkvæmt Trump verður
hann sá flottast sem til er í öllum heiminum.
Golfvöllurinn, sem kostaði um 100 milljón pund
eða 20 milljarða kr. í byggingu, er einn sá um-
deildasti og hafa umhverfisverndarsinnar for-
dæmt hann á þeim forsendum að hann sé byggð-
ur á einstöku svæði sem ríkt er af dýralífi. Skosku
náttúruverndarsamtökin hvöttu jafnframt Colin
Montgomerie, Martin Laird og Paul Lawrie, bestu
golfara Skotlands, til að sniðganga opnunar
hringinn. Lawrie var sá eini sem lét sig vanta.
Trump keypti landsvæðið, sem er nokkrum
kílómetrum fyrir norðan Aberdeen, árið 2006.
Ásamt golfvellinum ætlar hann að byggja þar 450
herbergja hótel, ráðstefnumiðstöð, heilsulind, 36
sveitasetur, 950 sumarhús, húsnæði fyrir 400
starfsmenn auk 500 íbúðahúsa; sem sagt með-
alstórt þorp. Skosk yfirvöld hafa einnig meðal
annars skikkað Trump til að byggja 225 nemenda
barnaskóla, búðir og 98 hús á lágu verði til að
mæta kröfum íbúa þorpsins sem þarna mun rísa.
Um er að ræða 4.000 ára gamla strandlengju
sem þakin er sandöldum. Þrátt fyrir að svæðið sé
á lista yfir verndarsvæði þá mátu skosk stjórnvöld
það svo að hagfræðilegur ávinningur fram-
kvæmdanna vægi þyngra en það tjón sem náttúr-
an yrði fyrir. Sex þúsund störf myndu skapast,
þar af 1.400 sem yrðu varanleg, og því skyldi taka
með opnum örmum. Þetta voru margir afar
ósáttir við og hefur meðal annars verið gerð
heimildarmynd um málið. Þar má meðal annars
sjá Trump segja það opinberlega að framkvæmd-
irnar hafi mætt gríðarlegum stuðningi umhverf-
isverndarsinna. Áður en framkvæmdirnar voru
samþykktar var Trump hinsvegar látinn skrifa
undir skjöl sem skylduðu hann til að lúta reglum
varðandi verndun á ákveðnum plöntum og svæð-
um. Skosk verndarsamtök munu hafa umsjá með
þeim svæðum.
Babb er þó komið í bátinn þar sem skosk yf-
irvöld hyggjast byggja vindorkustöðvar í tveggja
kílómetra fjarlægð frá golfvellinum. Það sættir
Trump sig ekki við og því hafa frekari fram-
kvæmdir í kringum golfvöllinn verið settar á
klaka. Golfvöllurinn er engu að síður tilbúinn og
mun verða opnaður fyrir almenningi í dag, 15.
júlí.
Íbúar á svæðinu eru ekki heldur allir par sáttir
með nýju áformin. Skoski námuverkamaðurinn,
bóndinn og veiðimaðurinn Michael Forbes hefur
ásamt eiginkonu sinni neitað að selja land þeirra
undir golfvöllinn. Forbes, sem er um sextugt,
voru boðnar hátt í hundrað milljónir fyrir land
sitt og hús sem Trump hefur talað um að sé illa
hirt hreysi sem eyðileggi útsýnið frá golfskála sín-
um. Forbes svaraði tilboðinu á hinn kurteislegasta
máta og bað Trump um að troða peningum sínum
þangað sem sólin skini ekki. Annar íbúi, David
Milne, neitaði einnig að flytja enda einstaklega
fagurt útsýni yfir sjóinn og náttúruna í kring út
um gluggann í stofunni. Trump brá þá á það ráð
að planta fjölda grenitrjáa á lóð sína þar sem hún
mætir lóð Milnes til að gestir golfvallarins þyrftu
ekki að virða fyrir sér gamalt húsið. Nú neyðist
Milne því til að búa á bak við þykkan vegg af
grenitrjám, í eilífum skugga, sem varna honum
sýn á fegurð Norðursjávar. Raunveruleikaþáttur í
kringum byggingu vallarins var gerður og í hon-
um lætur Trump margt flakka.
„Við getum gert það sem við viljum, við erum
að reyna að byggja flottasta golfvöll í heimi hérna.
Þetta hús er ljótt,“ sagði hann meðal annars um
hús Milne.
Donald Trump er eins og vondi ríki karlinn í
kvikmynd sem gerir það sem hann vill. Það er að
vissu leyti rétt enda þvílík óskammfeilni að eyði-
leggja heimkynni íbúa fyrir golfvöll. Hinsvegar
má benda á þá staðreynd að þau störf sem skapast
í kringum völlinn eiga mögulega eftir að bjarga
öðrum fjölskyldum.
Golf eða
gullnar
strendur
Donald Trump
byggir golfvöll á
verndarsvæði
Donald Trump slær hér upphafshögg sitt á nýja golfvellinum sínum í Skotlandi. Að sögn sjónarvotta var höggið fremur slakt.
AFP
Vikuspegill
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Donald Trump er 66
ára gamall við-
skiptajöfur frá Banda-
ríkjunum. Hann er
ættaður frá Skotlandi
en móðir hans fædd-
ist á eynni Lewis.
Trump er einnig af
þýskum ættum en afi
hans og amma í föð-
urætt fluttust til
Bandaríkjanna árið
1885. Þau tóku upp
nafnið Trump en það
er dregið af þýska eft-
irnafninu Drumpf.
Hann hefur marga
fjöruna sopið en er
hvað þekktastur fyrir
raunveruleikaþátt
sinn, Lærlinginn.
Hver er
maðurinn?
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR
AFEITRAÐU HÁRIÐ MEÐ NÁTTÚRULEGUM EFNUM
NÝJA NATURE
RESCUE-HÁRLÍNAN
100% án paraben-, súlfat-
og sílikonefna. Inniheldur
þörunga sem vernda hárið,
sojaprótein sem styrkir,
Aloe Vera sem nærir og
sjávarsteinefni sem fríska
upp á það
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
BEAUTY BAR
FAGFÓLK
HJÁ DÚDDA
HÖFUÐLAUSNIR
MEDULLA
MENSÝ
N-HÁRSTOFA
PAPILLA
SALON REYKJAVÍK
SALON VEH
SCALA
SENTER
Dreifing:
Hár ehf
s. 568 8305
har@har.is
REDKEN Iceland á