SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 18
18 15. júlí 2012
að mönnum, en stundum heyrir maður
þá viðra skoðanir í þessum efnum sem
þeir láta ekki uppi opinberlega.
Ég hef búið erlendis í 40-50 ár og þá
sér maður hlutina með öðrum augum.
Hér á landi virðast menn vera ragir við að
stíga fram og vara við náttúruhamförum.
Það eru undantekningar, eins og til
dæmis í sambandi við Kröflugosið en þá
stigu fram vísindamenn sem voru mjög
gagnrýnir og stóðu sig frábærlega.“
Lofsteinaárekstur í Mexíkó
Þú sagðist áðan hafa unnið að loft-
steinarannsóknum. Með nokkurra ára
millibili kemur stórmynd frá Hollywood
um loftstein sem er um það bil að rekast
á jörðina og eyða þar lífi. Er hætta á að
slíkt gerist?
„NASA fylgist núna með 4.700 loft-
steinum, af ýmsum stærðum. Það er búið
að kortleggja þá og nokkurn veginn er
vitað á hvaða brautum þeir eru. Þetta eru
lofsteinar sem geta farið inn á braut jarð-
ar, og það er alvarlegt mál. Á hverju ári
koma loftsteinar inn í lofthjúpinn og
flestir brenna þeir upp, enda litlir, en svo
eru nokkrir sem eru nógu stórir til að
komast til jarðar. Halastjörnur eru svo
önnur tegund af loftsteinum og fara
miklu hraðar en þeir. Lofsteinar eru eins
og steinn en halastjörnur eru eins og
drullugur snjóbolti með sandi og grjóti
innan í, svona eins og óþekkir krakkar
leika sér stundum að því að búa til. Menn
hafa velt því fyrir sér hvað er hægt að
gera fyrirfram til að breyta braut loft-
steina og rætt hefur verið um að senda á
þá eldflaug með vopni á til að skapa
sprengingu og breyta braut þeirra. Slíkt
hefur aldrei verið reynt og ekki er víst að
það myndi takast.
Jarðsagan segir okkur að það hafa orð-
ið loftsteinsárekstrar við jörðina. Ef við
lítum á tunglið þá er það eins og illa bólu-
grafinn unglingur, fullt af gígum. Það
góða við tunglið er að það varðveitir loft-
steinasöguna af því að engin veðrun er á
tunglinu. Jörðin hefir orðið fyrir jafn
miklum árekstrum af lofsteinum og
tunglið, en þar er alltaf verið að þurrka af
skólatöflunni með veðrun og rofi, þannig
að gígarnir sjást ekki, en nokkrir þeirra
hafa fundist.
Sá loftsteinaárekstur sem ég hef unnið
við að rannsaka varð fyrir 65 milljónum
ára í Mexíkó og myndaði gíg sem er eins
og Breiðafjörður og Faxaflói til samans.
Umhverfisáhrif þessa árekstrar ollu því
að 85 prósent af öllu lífríki á jörðinni liðu
undir lok, þar á meðal risaeðlurnar. Loft-
steinninn hefði ekki getað lent á verri
stað því þarna voru mjög brennisteinsrík
efni í jörðu og það var eins og hann hefði
lent á púðurtunnu. Ef hann hefði lent í
hafinu eða á meginlandsskorpu væru
risaeðlurnar ennþá við völd. En vegna
þess að hann lenti á þessum ákveðna stað
varð myrkur, sennilega í mörg ár, dag og
nótt, og frost um alla jörð.
Það skiptir miklu máli hvar loftsteinn
lendir. Árekstur loftsteina við jörðina er
nokkuð sem fólk hefur ekki áhyggjur af
dags daglega en það er mikilvægt að vita
hvað getur gerst.
Ég vann við þessar rannsóknir á ár-
unum 1990-92 og fann fyrstur manna
glerperlur sem myndast við árekstur
loftsteina á jörðina. Þegar steinninn
skellur á jörðina bræðir hann jarðskorp-
una og slettir út í geiminn glerperlum
sem falla til jarðar. Þegar ég fann þessar
glerperlur var það fyrsta sönnunin um
þennan árekstur og um leið kom í ljós
hvar hann hafði rekist á jörðina. Það er
talið að árekstrar af þessari stærð verði
ekki oftar en einu sinni á hundrað millj-
ónum ára. En minni háttar árekstrar
verða oftar.“
Finnst þér líklegt að allt líf á jörðinni
eigi eftir að eyðast?
„Nei, ég held að það muni ekki gerast,
nema kannski af manna völdum og þá
vegna umhverfisáhrifa. Í gegnum söguna
vitum við að lífið á jörðinni er afskaplega
Hluti af rútínu minni er að fara út
klukkan sjö á morgnana og upp í
fjöllin.