SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 11
15. júlí 2012 11 Okkur tókst þetta. Tökudagur 266er síðasti tökudagur The Hobbit.Það er frábæru tökuliði að þakkaað við höfum náð svona langt – og svo auðvitað ykkur öllum sem hafið stutt við bakið á okkur! Næsta stopp er klippi- herbergið. Og Comic Con-hátíðin!“ sagði Peter Jackson í facebook-færslu sinni nýver- ið þegar formlegum tökum lauk á kvik- myndinni. Hann leikstýrir tveimur myndum byggðum á ævintýrinu The Hobbit eftir hinn ástsæla höfund J.R.R. Tolkien. Eftirfarandi ummæli lýsa innilegum feginleika og tærri gleði yfir því að þeim sé lokið enda ekki furða því gerð myndarinnar gekk ekki stórá- fallalaust fyrir sig: fjárhagsörðugleikar, magasár, leikstjóraskipti, launadeilur, svo fátt eitt sé tínt til. Líklega má rekja upphaf hrakfaranna til ársins 2008. Þá hugðist góðgerðarstofnunin Tolkien Trust höfundarétthara og umsjón- araðilar með dánarbúi rithöfundarins JRR Tolkien, koma í veg fyrir að gerð yrði kvik- mynd upp úr bókinni Hobbitanum. Fram- leiðandi myndarinnar, New Line, var sakaður um að hafa ekki greitt hluta hagnaðar af myndinni sem um var samið. Höfundarrétt- hafar fóru í mál en samningar náðust eftir lögsókn árið 2009. Á þessari stundu var útlit fyrir að ekkert stæði í vegi fyrir framleiðslu myndarinnar og handritsgerð hófst af fullum krafti. Fjórar manneskjur sáu um skrifin, þau Peter Jack- son, Fran Walsh og Philippa Byens sem skrif- uðu einnig handritin um Hringadróttinssögu, inn í hópinn bættist fyrihugaður leikstjóri myndanna tveggja, Guillermo del Toro. Kreppan hafði sín áhrif vestanhafs og forn- fræga kvikmyndaverið MGM, sem sá um framleiðslu myndanna ásamt New Line, lenti í miklum fjárhagsörðugleikum árið 2010. Milljarðamæringurinn Carl Icahn kom til bjargar á síðustu metrunum og forðaði því frá gjaldþroti. Icahn gerði samkomulag sem fól meðal annars í sér að hann gæti haft bein áhrif á stjórn félagsins. Í kjölfar fjárhagsörðugleikanna sagði leik- stjórinn Guillermo del Toro sig frá verkinu og tók Peter Jackson við keflinu. Hann vildi þó meina að ástæðan fyrir því að Guillermo del Toro hætti, hefði í raun verið sú að hann vildi ekki búa í Nýja-Sjálandi í tvö ár líkt og tökurnar krefðust. Í miðjum upptökum var Peter fluttur á sjúkrahús og greindur með magasár. Tökur frestuðust enn um sinn. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér kom skýrt fram að heilsubresturinn hefði ekki áhrif á ákvörðun hans um að leikstýra Hobbitanum. Þegar til tökustaðarins, Nýja-Sjálands, var komið tók ekki betra við. Launadeilur bloss- uðu upp milli stjórnvalda og kvikmynda- versins Warner Bros. Samkomulag náðist eftir nokkurt þóf en stjórnvöld þurftu að veita ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til að greiða fyrir gangi mála. John Key, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands var bjartsýnn þegar hann tilkynnti sættina og sagði jafnframt, „gerð myndanna mun ekki aðeins tryggja störf þúsunda Nýsjálendinga, heldur mun hún gera okkur kleift að fylgja eftir sig- urgöngu Hringadróttinssögu.“ Forsýning fyrri myndarinnar af tveimur, The Hobbit: An Unexpexted Journey, fer fram á Nýja-Sjálandi í nóvember en heims- frumsýning 14. desember 2012. Tökum loksins lokið á Hobbitanum Plakat af The Hobbit: An unexpected Journey. Spurning er: Hvenær ætli vinnunni við að klippa myndina ljúki nú þegar tökum er lokið? Leikstjórinn Peter leggur sitt af mörkum til að gera ævintýraheim Tolkiens ódauðlegan. AFP Fjárhagsörðugleikar, magasár, launadeilur og leikstjóraskipti töfðu gang mála Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ævintýri Englendingsins J.R.R. Tolkien, þríleik- urinn um Hrigadróttinssögu og Hobbitann sem kom út árið 1965, hefur notið fádæma vin- sælda um allan heim. Verkið er undanfari þrí- leiksins og segir frá hobbitanum Bilbó Baggins sem er kynjavera; sambræðingur manns og dvergs. Veröld Bilbós umturnast þegar galdramaðurinn Gandálfur bankar upp á hjá honum einn daginn og platar hann í leiðangur ásamt þrettán dverg- um. Ævintýraheimur Tolkiens Hobbitinn sívinsæli eftir Tol- kien er til á mörgum tungu- málum víða um heim. Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.