SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 33
Russell Brand er oft á milli tannanna á fólki. Hann virðist varla mega gera nokk- urn hlut án þess að vera gagnrýndur úr öllum áttum. Hann segist leiða alla gagn- rýni hjá sér og myndi vilja gefa ungu fólki þau ráð að láta ekki stýrast af neikvæðni annarra. Sama er með frægðina, að hún er bara blekking. „Ég reyni að láta það ekki stíga mér til höfuðs ef fólk byrjar að hrópa og fagna úti á götu þegar það sér mig. Ég veit að jafnvel ef ég væri umkringdur af heilum hópi og Justin Bieber sæist í næstu götu, þá yrði ég eftir aleinn í þögninni.“ Gagnrýni er eitthvað sem fólk mun aldrei geta flúið, segir Russell. „Gagnrýn- israddir held ég að séu meira til marks um þá menningu gagnrýni og niðurrifs sem við höfum búið okkur til. Þetta er allt samtengt hugarfari neysluhyggjunnar og okkar einföldu og takmörkuðu skyn- færum sem fyrst og fremst voru gerð til þess að halda líkamanum gangandi. Þessi sömu skynfæri og neysluhvatir eru ekki gerð til að lyfta samfélaginu á hærra plan. Það er þess vegna sem við þurfum að leyfa hinu andlega að vísa okkur veg- inn í lífinu.“ Takmörkuð af skynfærunum Hefur Russell alltaf verið svona, uppljóm- aður og þenkjandi? „Það var enginn einn tímapunktur eða viðburður sem beindi mér á þessa braut. Lífið hefur verið einn stöðugur straumur af uppljómunum. Ég held að þetta sé það sem við erum stödd hér til að gera; að afla nýs skilnings, og skilja gömul sannindi á nýjan hátt.“ Þó var eitt sem Russell segir að hafi kannski mótað hugsunarhátt hans meira en annað: fíknin. „Það var mín ógæfa, en samt í raun mín mesta gæfa um leið, að hafa tilhneigingu til að ánetjast. Því þegar maður þarf að losa sig undan viðjum fíkn- arinnar kallar það á að hugsa djúpt, og finna út hvað það var sem líkaminn og sál- in voru að leita að,“ segir hann. „Einhver sagði mér eitt sinn að öll þrá sé óviðeigandi staðgengill þeirrar löngunar sem við höfum til að vera eitt með guði, og þá nota ég hugtakið „guð“ sem tákn fyrir hið óþekkta. Hvort sem ég verð að eignast tiltekna skó eða verð að öðlast ást tiltek- innar konu þá er það þetta sama hungur í einingu með almættinu sem er drifkraft- urinn að baki.“ En þeim sem vilja finna æðri sannleik er vandi á höndum á 21. öld. „Við búum í veraldlegum heimi þar sem skynfærin vísa okkur leiðina. Allt um kring eru mjög ljúf- feng íkon sem við getum neytt og teljum okkur þurfa á að halda. Þegar maður kveður fíknina áttar maður sig hins vegar á að maður þarf í raun ekki nokkurn hlut.“ Russell segist sjálfur ekki enn vera fær um aftengjast neysluheiminum. „Þetta er stöðugur róður upp í móti og skynfærin okkar draga okkur aftur til baka í neysl- una. Það er ekki út af engu sem við viljum þá hluti sem lagðir eru fyrir framan okkur. Eitt glas af kókakóla og við viljum fleiri glös. Einn McDonalds-borgari og við vilj- um fleiri borgara. Líkaminn er lítil eining gerð til þess að komast af, við erum bara litlir apar með lítinn neista af einhverju guðdómlegu.“ um, sem er jú það sem við gerum hvort eð er enda tilveran eitt endalaust samtengt orkuflæði.“ Hann bendir á annað húðflúr þar fyrir neðan: „Þetta er tákn Krishna, sem drottnar yfir því sem sést og ekki sést. Það eru hrein og klár raunvísidi að 70% heimsins eru ósýnileg, dökkt efni, og við sjáum ekki nema brot af tilverunni.“ Á enn öðrum stað er tilvitnun í Oscar Wilde. „Ef þú ætlar að segja fólki sann- leikann, fáðu það til að hlæja, því annars verðurðu drepinn,“ les Russell. „Og hér við hliðina er svo auðvitað merki West Ham United,“ bætir hann við og hlær. Upp eftir öðrum upphandleggnum eru svo chakra-tákn. „Hér neðst er hvötin til að lifa af, neðsta orkan í líkamanum sem liggur nálægt endaþarminum. Við þurfum jú að lifa af enda erum við dýr. Þar fyrir ofan er hin skapandi kynferðislega orka, sem drífur okkur áfram til að búa til nýjar kynslóðir. Svo kemur orkan úr kviðnum sem gefur okkur hugrekki, þá næst orka hjartans sem gefur okkur innsæi, og orka hálsins, samskiptanna,“ útskýrir Russell af miklum ákafa og innsæi. „Síðan er þriðja augað, þar sem við nemum það sem augu okkar og eyru fá ekki séð eða heyrt á þessu agnarsmáa bili ljóss og hljóðs sem við getum skynjað. Loka-chakran er svo efst, þar sem með- vitund einstaklingsins mætir meðvitund hins óendanlega.“ Þegar Russell talar um þessi háandlegu háfleygu hugtök örlar ekki á neinum vits- munalegum loftbólum sem skína svo oft í gegn hjá þeim sem aðhyllast nýaldar- heimspeki. Rusell talar af festu, sannfær- ingu og einlægni og þar er erfitt að hrífast ekki með. „Það er þessi meðvitund hins óendanlega sem Carl Jung og Joseph Campbell komu auga á, þegar þeir skildu að goðsagnir og erkitýpur eru þær sömu þvert á fjarlægar þjóðir og samfélög, og virðist eins og við deilum öll einum ómeðvituðum hug.“ Brand ofursvalur með sólgleraugu á frumsýningunni sem áreiðanlega eru líka brand. AFP Russell Brand sýnir tilþrif sem Aldous Snow í Get Him to Greek. Helen Mirren sem Hobson og Brand í hlutverki Arthurs í samnefndri gamanmynd. Jason Segel, Kristen Bell og Brand í Forgetting Sarah Marshall. Rupert Everett og Brand í gamanmyndinni St. Trinians. Brand, Julianne Hough sem Sherrie Christian, Diego Boneta sem Drew Bolley og Baldwin í Rock of Ages. Alec Baldwin sem Dennis Dupree og Brand sem Lonny Barnett í Rock of Ages.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.