SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 45
15. júlí 2012 45
Lesbók
Heildarverk Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar,Gunnars Gunnarssonar, Guðmundar Kamban og JónsTrausta skipa veglegan sess í bókasafni mínu. Þessi verkeignaðist ég rúmlega tvítug á þeim árum þegar sölu-
menn bönkuðu upp á og buðu bækur til sölu. Þeir drógu fram sýn-
ishorn og tunguliprir útskýrðu þeir fyrir manni að þeir sem vildu
skapa sér menningarheimili yrðu að eignast einmitt þessar bækur,
sem þar að auki byðust á kostakjörum með þægilegum afborgunum.
Það myndi reyndar taka bókaorminn nokkur ár að greiða þær upp,
en að þessum árum loknum myndi honum verða ljóst að kaupin
hefðu margborgað sig. Hann væri
kominn með lífstíðareign.
Árin liðu og svo kom að því að búið
var að borga bækurnar. Þá var ljóst að
þarna hafði ekkert skrum á verið ferð.
Sölumennirnir höfðu einfaldlega haft
á réttu að standa. Áratugum seinna
eru bækurnar á fínasta stað í stofunni,
enda fallega innbundnar og þannig frá
þeim gengið að þær njóta sín einkar
vel í bókahillunum.
Sölumennirnir eru löngu horfnir.
Ekki veit ég hvernig þeim gekk að lifa
af sölunni. Ég veit ekki heldur hvort
þeir höfðu lesið þær bækur sem þeir
auglýstu svo vel og rækilega. Ég veit
bara að þeir gegndu mikilvægu hlut-
verki og það var alltaf gaman að fá þá í heimsókn.
Enginn bankar lengur upp á og býður til sölu heildarsöfn skálda og
reyndar er það nú svo að lítið er um útgáfu á slíkum verkum. Sem er
synd því það er verulega ánægjulegt að eiga heildarútgáfur í fallegu
bandi. Þær bækur njóta sín í bókahillum og þegar maður lítur á þær
eru þær eins og góðir kunningjar sem maður heilsar vinalega.
Ég get með sanni sagt að ef ég hefði ekki kynnst sölumönnunum á
sínum tíma þá hefði ég ekki eignast heildarverk Jóns Trausta og
Guðmundar Kamban, en sennilega megnið af bókum Laxness, Þór-
bergs og Gunnars, en þó alls ekki allar. Það eru fyrst og fremst sölu-
mennirnir sem sáu til þess að þessir höfundar eiga sess á heimilinu.
Horfnir
sölumenn
’
Árin liðu og
svo kom að
því að búið
var að borga bæk-
urnar. Þá var ljóst
að þarna hafði
ekkert skrum á
verið ferð. Sölu-
mennirnir höfðu
einfaldlega haft á
réttu að standa.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Á fyrstu árum skólagöngu minnar stofn-
aði ég leynifélag með nokkrum bekkj-
arsystkinum mínum. Við héldum einn
eða tvo fundi þar sem við hittumst og
reyndum að finna okkur glæpamál til að
leysa. Við komumst meira að segja einu
sinni í feitt þegar við rákumst á hjólför í
snjó og fannst það hljóta að vera hjólför
sendiferðabíls sem notaður var til að
flytja þýfi á milli felustaða óprúttinna
glæpamanna.
Þessi uppátæki okkar voru algjörlega í
boði Enid Blyton og þeirra fjölmörgu
bóka hennar um hina misfjölmennu
barnahópa sem leystu hverja ráðgátuna á
fætur annarri. Þetta var mín fyrsta al-
vöru lestrarupplifun. Sú næsta kom ör-
fáum árum seinna þegar ég fækkaði
meðlimum rannsóknarteymanna niður í
tvo bræður: Frank og Jóa. Ráðgátur
þeirra bræðra og háskaleg ævintýrin sem
þeir lentu í trekk í trekk heilluðu mig
gjörsamlega. Ekki skemmdi fyrir tíð
notkun orðasambandsins „að hleypa
brúnum“ og barnalegur – en á þeim tíma
sprenghlægilegur – misskilningur minn
á þessum sömu orðum. En það voru þó
aðallega ævintýri þeirra sem heilluðu
mig.
Ég gat gleymt mér við lesturinn svo
tímunum skipti – svo mikið að ég vissi í
alvörunni ekkert hvað ég átti við tíma
minn að gera þegar ég loksins lauk við
seinustu Frank og Jóa bókina sem til var á
skólabókasafninu. En þetta gat í stunda-
töflu æsku minnar var aldrei lengi opið,
því á næstu árum átti ég eftir að ferðast
með hóp dverga í leit að drekagulli, berj-
ast með barnungum töframönnum gegn
illum öflum og reyna með hjálp höfrunga
og tölvu á stærð við plánetu að átta mig
svarinu við lífinu, alheiminum og öllu.
Með hjálp þeirra bóka og sagna sem
fylgt hafa mér í gegnum árin hef ég kom-
ist nær svarinu en ég nokkurn tímann
hefði gert án þeirra. En það nagar mig
samt ennþá að vita ekki sannleikann um
hjólförin í snjónum.
Lesarinn Einar Sv. Tryggvason
Barnið vex og bókin með því
Enid Blyton var fyrsti rithöfundurinn sem Einar tók ástfóstri við.
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
Listasafn Reykjanesbæjar
MILLILANDAMYNDIR
45 verk eftir ýmsa listamenn
2. júní – 19. ágúst
Bátasafn Gríms Karlssonar
100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
VERTÍÐIN - Ný sýning
um sögu svæðisins til 1940
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Kvikmyndasýning sunnudaginn 15. júlí kl. 15:
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Fjölbreyttar sýningar:
Björgunarafrekið við Látrabjarg - ljósmyndir Óskars Gíslasonar
Aðventa á Fjöllum - ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár
Damaskushnífar og dálkar
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17.
Síðasta abstraktsjónin
Eiríkur Smith 1964 - 1968
Hús
Hreinn Friðfinnsson
Sýningarnar standa til 19. ágúst
Opið 12-17
fimmtudaga 12-21
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
Húsið á Eyrarbakka í borðstofu:
Sunnlendingar á Ólympíuleikum
sumarsýning Byggðasafns
Árnesinga
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Draumur um bát
sýning í forsal
Opið alla daga kl. 11-18
Sími 483 1504
www.husid.com
SAGA TIL NÆSTA BÆJAR
Úrval íslenskrar vöruhönnunar
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
NAUTN OG
NOTAGILDI
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið alla daga kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012
„SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
FORNMENN
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM
OPIÐ 10-14 ALLA VIRKA DAGA TIL 1. SEPTEMBER
SAFNBÚÐ, listaverkabækur og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is