SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 38
38 15. júlí 2012 Í sland hefur ósjaldan freistað frægðarfólks sem kýs að eiga hérnokkra góða daga fjarri heimsins glaumi og látalátum. Stund-um berast fréttir af heimsóknum heimsfrægra leikara, popparaeða stjórnmálamanna sem hingað koma. Mörgum er til dæmis minnisstætt þegar Mick Jagger söngvari Rolling Stones birtist fólki á reiðhjóli vestur á Ísafirði fyrir rúmum áratug. Mættust þá á götu- horni goðið mikla og Ólafur Helgi Kjartansson sem á þessum tíma var yfirvald Ísfirðinga. Þegar Ameríkuvél Icelandair kom til landsins einn morgun í ágúst 1997 var í hópi farþega ungur maður sem kunnugir voru ekki lengi að bera kennsl á. Þetta var John F. Kennedy, sonur og alnafni hins dáða Bandaríkjaforseta sem myrtur var í Dallas í Texas haustið 1963. „Helst ekki neitt, þetta er einkaheimsókn,“ sagði Kennedy yngri við blaðamann Morgunblaðsins þegar hann var spurður hvort hann vildi segja nokkur orð. Að svo mæltu sneri hann frá og vildi fá að vera í friði.John F. Kennedy yngri og Lilja Ósk Sigurðardóttir á góðri stundu í Grunnavík í Jökulfjörðum. Morgunblaðið/Kristinn Myndasafnið 21. ágúst 1997 Myndarlegasti karlmaðurinn Flestir Íslendingar í kringum þrítugt og eldri þekktu Matlock semeinn af föstu punktum í tilverunni kringum 1987 og var hann álíkagóður heimilisvinur og Cosby-fjölskyldan að ógleymdum HemmaGunn á sjónvarpskvöldum fjölskyldunnar. Persónan Benjamin Matlock þurfti ekki langan tíma til að vinna hug og hjörtu Íslendinga, tæpum mánuði eftir að þátturinn fór í loftið mældist hann með meira áhorf en Heilsubælið í Gerva- hverfi. Þættirnir voru sýndir á sama tíma á fimmtudagskvöldum, Matlock á ríkisrásinni en íslenska fyndnin á Stöð tvö sem var að stíga sín fyrstu skref. Þetta þótti tíðindum sæta á sínum tíma, í DV var ítarleg umfjöllun, 7. nóvember 1987 undir yfirskriftinni „Lögfræðingurinn bráðgáfaði sem slær við íslenskri fyndni.“ En hvað var svona heillandi við persónuna Matlock sem varð til þess að fólk valdi að horfa á heldri mann leysa morðmál fram yfir galsafengið leikið sjónvarpsefni að uppskrift Gísla Rúnars Jónssonar? Þegar þættirnir fóru í loftið á NBC-sjónvarpstöðinni í Bandaríkjunum 1986 fengu þeir ágæta dóma en sérfræðingar töldu þá gamla lummu sem hefði ekkert nýtt fram að færa. Kannski var það einmitt sá sjarmi sem Íslendingar féllu fyrir? Matlock var venjulegur ekkjumaður sem bjó í úthverfi og hafði sterkar taugar til æskuslóðanna. Hann var klókur lögfræðingur en örlítið klaufskur í senn og náði að kalla fram bros í hversdagslegum athöfnum. Yfirbragðið var blíðlegt en ákveðið sem virkaði vel á skjólstæðinga sem hann gjarnan þurfti að tukta til og veita föðurlegt aðhald. Segja má að vörumerki hans hafi verið grár; hárið, jakkafötin, Ford-kagginn allt í stíl við ljósa skyrtu og gljáfægða spariskó. Í þessum glerfína fatnaði leysti hann eitt mál í hverjum þætti á 40 mínútum. Byggingin var svipuð og fékk áhorfandi að skyggnast inn í líf hans jafnt inn- an dómsalar sem utan. Ósjaldan sat hann seint að kvöldi í stofunni að kryfja málið maulandi á góðgæti þegar lausnin birtist ljóslifandi. Yfirleitt var hann mál- svari saklauss einstaklings en sönnunargögnin voru hon- um ekki í vil, en þá beitti hann kænsku og náði að afhjúpa hinn raunverulega morðingja í vitnastúkunni undir lok þáttarins. Matlock hafði góðar hjálparhellur sér við hlið, dóttur sína lögfræð- inginn, Charlen leikna af Lindu Purl og hinn hörundsdökka, Tyler Hud- son leikin af Kene Holliday. Andy Griffith lék lögmanninn geðþekka Ben Matlock í samnefndum þáttaröðum og var ekki lengi að heilla íslenskar fjölskyldur upp úr skónum á níunda áratugnum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Frægð og furður Matlock lifir í lögmönn- um sjónvarpsþátta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.