SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 40
40 15. júlí 2012 Lífsstíll Þegar þú lest þetta lesandi góðurer ég annaðhvort á leiðinni tileða komin til Vestfjarða og það ífyrsta skipti á ævi minni. Já, þú last rétt. Ég ætlaði að komast fyrir þrí- tugsafmælið en það skeikar jú ekki svo miklu. Því býst ég fastlega við að Vest- firðingar verði glaðir að sjá mig og að sól- in láti sjá sig. Síðustu daga hef ég kynnt mér svæðið. Náttúruna og skemmtileg söfn sem þar er að finna. Sýnist sem af nógu sé að taka. Held það sé t.d. ómiss- andi að sigla út í Vigur. Jafnvel þó að þar sé hellingur af kríum sem ég er síður en svo hrifin af. En náttúran og fuglalífið þar sýnist mér og heyrist vera of stórbrotið til að sleppa eyjunni. Eins ætla ég að koma við á Hrafnseyri og hver veit nema ég gefi servíettusafnið mitt á Dellusafnið á Flateyri. Verst að ég henti öllum strok- leðrunum hér um árið. Auðvelt er að vera vitur eftir á þegar skúffur eru farnar að láta undan síga. Hvers vegna leið mín hefur ekki áður legið á þetta landsvæði á ég erfitt með að svara. Ef til vill vegna þess að það er svo stutt austur fyrir fjall. Eða að flest sumur í æsku varði ég fríum í Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Svo var farið norður þess á milli. Þaðan sem maður á jú ættir að rekja og ættingja til að sinna. Rétt eins og á Vesturlandinu góða. Þetta gæti allt haft sín áhrif. Plús að sumarið verður alltaf jafn pakkað og margir að gifta sig og djöflast í bænum. Síðastliðin ár í það minnsta. En nú er loksins komið að Vestfjörðum. Náttúrufegurð, afslapp- elsi og (vonandi) góðu veðri í tjaldi. Nátt- úrulaugum, góðum mat og nesti úti á næsta græna bala. Ó hvað ég elska ís- lenska sumarið og allt sem því fylgir, best að njóta þess alveg í botn. Þessar kindur á Rauðasandi virðast vera á leið í eins konar könnunarferð, fjórfættir landkönnuðir ef til vill hér á ferð. Morgunblaðið/Ómar Landkönnuður á ferð Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þá er loksins komið að því að pistlahöfundur geri garðinn frægan á Vestfjörðum. Falleg náttúra, söfn og tjald- vera heilla á íslensku sumri. ’ Eins ætla ég að koma við á Hrafnseyri og hver veit nema ég gefi servíettusafnið mitt á Dellusafnið á Flateyri. Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier vekur oftast athygli hvert sem hann fer og er nýjasta haust- og vetrarlínan frá honum algjörlega í hans anda. Innblásturinn að línunni fékk hönnuðurinn knái frá kvikmyndinni Confession of a Child of the Cent- ury sem gerist í París í kringum1830. Gætir slíkra einkenna í línunni m.a. með pípuhöttum og síðum jökkum. Líkt og aðalpersóna myndarinnar, spjátr- ungur mikill leikinn af Pete Doherty, klæðist. Við þetta blandar Gaultier sterkum litum og dálítið ævintýralegum klæðnaði. Minnir ein fyrirsæt- anna í það minnsta nokkuð á blómálf. Blómálfar og spjátrungar Gaultier AFP

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.