Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 105

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 105
LISTIR 241 yrt sé, að það er einum manni aðeins aS þakka, aS íslendingum gafst aS þessu sinni kostur á aS heyra þetta fagra tónverk í jafn ágætum og sér- staklega jafn íslenzkum búningi og raun bar vitni. Það vill svo til, að þessi maður er úilendingur, dr. Victor tíon Urbantschitsch. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti, sem hann færist mikið í fang, síðan hann kom hingað og fór að starfa fyrir Tónlistarfélagið, en þó mun þetta GrettistakiS mest. Hann hefur unnið það vandasama verk, að fella íslenzku textana við tóna Bachs, auk þess sem hann stjórnaði flutningi verksins og hafði á hendi allar æfingar með kór, hljómsveit og 12 einsöngv- urum, sem flestir voru lítt söngvanir. Mun þaS erfitt fyrir þá, sem ekki þekkja gerla til, að gera sér grein fyrir því, hver óhemju vinna þetta er og hvílíkt afrek að sigrast á öllum erfið- leikum, sem á því voru,' að flutning- urinn gæti orðið tónverkinu samboð- inn. ÞaS eitt, að færa verkið í íslenzk- an hátíðabúning, hefði nægt til þess að gera hlut Urbantschitschs í þessum tónleikum mikinn og veglegan, ekki sizt, þegar þess er gætt, að verkið er unnið af erlendum manni, en krefst staðgóSrar þekkingar á íslenzkri tungu og bókmenntum, auk tónlistarþekking- ar. Urbantschitsch hefur tekizt að fá á textann fagran heildarsvip og íslenzkt yfirbragð, sem þó hæfir ágætlega hinu þýzka meistaraverki, en handbragðið er þannig, að varla verður sagt, að fyrir komi í verkinu óviðfelldnar áherzlur né neitt það annað, sem gæti gefið til kynna, aS lögin hafi í upp- hafi verið samin við annan texta en þann íslenzka. Það eina, sem þýtt er eftir þýzka frumtextanum, eru hugleið- mgar trúuðu sálnanna og greftrunar- sálmurinn í niðurlagi verksins. VerSur því ekki neitað, að þessi hluti textans sker sig hörmulega úr heildinni, bæði uð efni og einkum þó orðfæri, og vek- ur leiðan grun um þann búning, sem HELCAFELL 1943 verkið hefði fengið, ef horfið hefði ver- ið að því ráði að íslenzka frumtextann í stað þess að hafa þá aðferð, sem Ur- bantschitsch valdi. Flutningur verksins tókst eins vel og framast mátti vænta með þeim kröft- um, sem á er að skipa, og að sumu leyti reyndar mun betur. Kórinn var góður og hljómsveitin með bezta móti, en einsöngvararnir því miður nokkuð misjafnir og flestir þó illa vaxnir þeim vanda, sem þeim var lagður á herðar, enda lítt söngvanir og alls óvanir aS standa í stórræðum sem þessu. Undan- teknir hljóta þó að verða þeir tveir, sem mestur vandinn hvíldi á, Þorsteinn H. Hannesson, sem fór með hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns, og GuS- mundur Jónsson, sem flutti orð Jesú Krists. Eins og áður er getið, hvíldi á herð- um Þorsteins allur þungi frásagnar- innar, sem bæði er löng og vandsung- in. Einn þeirra manna, sem skrifaS hafa um flutning passíunnar, lét þau orð falla, að þetta verkefni muni vera hiS erfiðasta, sem nokkru sinni hefur verið fengið söngvara hérlendis, og mun það ekki of mælt, en Þorsteinn leysti það af hendi með þeim myndar- skap og röggsemi, en þó svo smekk- lega og látlaust, að almenna aðdáun vakti meðal dómbærra manna. Má óhætt fullyrSa, að leitun yrði á öðr- um söngvara í þessum bæ, sem lík- legur væri til þess að gera þessu vanda- sama hlutverki betri skil eða jafngóð. Hlutverk Guðmundar var mun minna en Þorsteins og hvergi nærri eins erfitt, en það leyndi sér þó ekki, að þar var að verki maður, sem lík- legur er til stórræða, þegar fram líða stundir. Flutti hann orð Krists með þeim hætti, að ekki mun gleymast þeim, er á hlýddu, enda er röddin frá- bærlega fögur og mikil og meSferðin öll meS því yfirbragði, sem er ein- kenni góðra söngmanna. Þeir Þorsteinn og GuSmundur voru 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.