Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á dögunum veiddi Haukur Böðv-
arsson stærsta urriða sem veiðst
hefur á stöng í Veiðivötnum, en
hann vó 8,2 kíló eða 16,4 pund.
Fiskurinn var 83 cm langur og 50
cm að ummáli. Hann tók fluguna
Svartan kött í Grænavatni.
„Þetta er sá stærsti sem vitað er
til að hafi veiðst á stöng, sá næsti
var einu ensku pundi léttari og
veiddist í Hraunvötnum,“ segir
Örn Óskarsson sem heldur úti
vefnum Veiðivötn.is. „Menn vita að
það eru margir stórir í Græna-
vatni, og örugglega enn stærri en
þessi,“ bætir hann við. „Þegar
maður sér þá stökkva þarna minn-
ir það á sel, enda eru þetta afar
feitir fiskar og vel haldnir, haus-
litnir en skrokkmiklir.“ Örn segir
að í klakveiði í Veiðivötnum á
haustin hafi fengist enn stærri urr-
iðar, og svo séu sagnir um fiska
sem hafi vegið allt að 25 ensk pund
sem hafi veiðst upp úr 1970 þegar
starfsmenn Veiðimálastofnunar
voru að rannsaka vötnin.
Þarf að hræra upp í vötnunum
Veiðin í Veiðivötnum fór rólega
af stað í sumar, miðað við und-
anfarin ár, en hinsvegar hefur hún
batnað þegar liðið hefur á og að
sögn Arnar var sjöunda veiðivik-
an, sú sem nú var að ljúka, sú
besta frá upphafi skráningar en
þá komu 2.581 silungar á land.
„Ég held að aðalástæðan fyrir
því hvað veiðin var róleg í byrjun
hafi verið að bitmýið klaktist
óvenju snemma og fiskurinn var
aftur kominn niður á botn í annað
æti þegar veiðimenn komu upp
eftir,“ segir Örn. Þá hafi Litlisjór,
sem er helsta veiðivatnið, verið
óvenju kaldur lengi fram eftir og
það telur Örn stafa af sífelldu
logni á fjöllum í sumar. „Það vant-
ar að hræra upp í þessum miklu
vötnum,“ segir hann, en í kjölfarið
kemur urriðinn upp í gruggið að
éta, bæði hornsíli og skötuorm en
þá veiðist oft vel. „Nú hefur verið
logn meira og minna í allt sumar
og þegar svo er þá er Litlisjór
ekki svipur hjá sjón, en hann tók
þó við sér eftir lægðarskotið fyrir
tveimur vikum,“ segir Örn. Hann
bætir við að í sumar hafi verið
feiknaveiði í Stóra Fossvatni, þar
sem bara er veitt á flugu, og ekki
síst nú í liðinni viku. Langmesta
veiðin var einmitt þar, 1.017 fiskar
í vikunni, en var um 1.300 eftir
fyrstu sex. Um 560 fiskar veiddust
í Litlasjó í vikuni, sem er ágætt,
en nú er heildarveiðin í Veiðivötn-
um komin í 16.276 fiska.
Undanfarin ár hefur bleikju
fjölgað mikið í nokkrum vatnanna
og þegar hún er í tökustuði er
„hún á í hverju kasti“ að sögn
Arnar. En talsvert af bleikjunni er
smátt og hann segir aðdráttarafl
Veiðivatna fyrst og fremst vera
urriðann, sem getur verið fádæma
sterkur og er spennandi bráð fyrir
veiðimenn. Meðalþungi veiddra
fiska í sumar er um tvö pund.
Ánægðir silungsveiðimenn
Á sama tíma og fréttir um lax-
veiði hafa í sumar mikið til snúist
um niðursveiflu og lélegar göngur,
hafa silungsveiðimenn víða veitt
vel. Nú um helgina stóðu veiði-
menn á nánast hverju nesi í þjóð-
garðslandinu við Þingvallavatn í
blíðunni og blaðamaður hefur
aldrei séð jafn marga við Öf-
ugsnáða; taldi þar á annan tug
sveiflandi stöngum. Og sumir voru
að lenda í góðum skotum. Við
Nautatanga gekk einn að bíl sín-
um með um tíu bleikjur í neta-
poka, sagði þær hafa tekið á
skömmum tíma, og annar sagðist
hafa fengið „nokkrar vænar“.
Einn og einn urriði hrifsar líka í
flugur veiðimanna og þegar línur
og hnútar halda tekst stundum að
landa öflugum fiskum sem geta
vegið á annan tug punda.
Þá hafa veiðimenn lent í æv-
intýrum í Hraunsfirði, þegar þeir
finna hvað vandlát sjóbleikjan vill
éta, en talsvert mun vera af henni.
Bleikjan í Hlíðarvatni í Selvogi
hefur verið dyntótt í sumar, og
tekið illa, en einn og einn veiði-
maður hefur lent í skoti og fengið
nokkrar í beit. Tveir félagar
reyndu fyrir sér í Botnavík í vik-
unni, lönduðu tíu og sögðu mikið
af bleikju þar. Venjulega dregur
úr sókninni í Hlíðarvatn síðsum-
ars en full ástæða er þó til að
hvetja menn til að veiða á þessum
tíma, því þá er hægt að lenda þar í
ævintýrum.
Bleikjuflekkir
Þegar laxinn tekur illa, eins og
verið hefur í ánum á Norðvest-
urlandi í sumar, beina veiðimenn
gjarnan athyglinni í auknum mæli
að sjógengnum silungi. Og að sögn
veiðimanna hefur til að mynda
verið mikið af sjóbleikju í Vatns-
dalsá og Víðidalsá.
„Ég sá svarta flekki af bleikju á
nokkrum stöðum og við fengum
nokkrar mjög fallegar, um þrjú
pund,“ sagði veiðimaður sem var í
Vatnsdalsá.
Sá stærsti á stöng í Veiðivötnum
Meturriðinn vó 8,2 kíló og var 83 cm langur „Menn vita að það eru margir stórir í Grænavatni,
og örugglega enn stærri en þessi“ Sjöunda veiðivika sumars var sú besta frá upphafi skráningar
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja.
Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma.
Er heitt og þungt
loft á þínum
vinnustað eða í
tölvurýminu?
Loftkæling er þá svarið
Verð frá
kr. 187.932 m.vsk.
Á dögunum var opnaður fisk-
vegur við Steinbogann í Jöklu,
þar sem fyrirstaða var fyrir lax-
inn. Fiskur gekk greinilega strax
upp fyrir og hefur nú numið þar
land – og er tekinn að veiðast á
nýjum veiðistöðum.
Eftir að rennan var opnuð
reyndu breskur veiðimaður og
sonur hans fyrir sér ofan stigans
og fengu strax þrjá laxa, þar á
meðal maríulax sonarins. Þá
reyndi íslenskur veiðimaður fyrir
sér á ýmsum stöðum sem hon-
um þótti líklegir og landaði fimm
löxum. Laxar hafa sést á ýmsum
stöðum og hafa því gengið greið-
lega eftir hinum nýja fiskvegi.
Maríulax of-
an Steinboga
FISKVEGUR Í JÖKLU VIRKAR
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Þrjár nauðganir voru kærðar um
helgina á þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um. 22 ára maður var handtekinn
vegna nauðgunar sem átti sér stað á
föstudagskvöld en honum var sleppt
eftir skýrslutöku. Tvær nauðganir
áttu sér stað á sunnudagskvöldið en
árásarmennirnir hafa ekki fundist.
Tvö fórnarlambanna eru á tvítugs-
aldri en eitt á þrítugsaldri. Lögregl-
an í Vestmannaeyjum er að ræða við
vitni og vinna upp úr öðrum upplýs-
ingum en gefur annars ekkert upp
um gang rannsóknarinnar.
„Eftir hverja þjóðhátíð förum við
yfir alla verkferla, skoðum öll mál
sem upp koma og setjum niður það
sem við teljum að laga megi. Í dag er
rannsóknarlögreglumaður sem situr
yfir upptökum úr eftirlitsmyndavél-
um og reynir að afla gagna um þessi
kynferðisafbrotamál. Við vonumst til
þess að myndavélarnar aðstoði við
rannsókn á þessum málum,“ segir
Tryggvi Már Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri þjóðhátíðarnefndar,
og bætir við að eftirlitsmyndavélar
hafi sannað gildi sitt í ár og mikil-
vægt sé að þeim verði fjölgað á
næsta ári.
Myndavélar og Bleiki fíllinn
Á þjóðhátíð á síðasta ári komu upp
fimm kynferðisafbrotamál sem þó
voru ekki öll framin á hátíðarsvæð-
inu. „Við tökum kynferðisofbeldi
gríðarlega alvarlega og eftir hátíðina
2011 ákváð þjóðhátíðarnefnd að
kaupa eftirlitsmyndavélar,“ segir
Tryggvi. Jóhannes Ólafsson, yfirlög-
regluþjónn í Vestmannaeyjum, stað-
festir t.a.m. að eftirlitsmyndavélar
hafi reynst afar hjálplegar við rann-
sókn á líkamsárás í Herjólfsdal á
föstudag. Þeir Jóhannes og Tryggvi
eru á því að myndavélarnar eigi eftir
að nýtast enn betur og nú taki við
vinna við að greina hvort beita megi
þeim enn betur m.t.t. fjölda og stað-
setninga.
Tryggvi segir að nokkur ár fyrir
2011 hafi fá kynferðisafbrotamál
komið upp. „Þetta er mannleg mein-
semd sem erfitt er að ráða við. Ef
menn koma í þessum tilgangi er erf-
itt að verjast slíku, jafnvel þótt við
værum með þúsund gæslumenn.“
Í ár stóð þjóðhátíðarnefnd fyrir
átaksverkefninu Bleiki fíllinn sem
miðaði að því að berjast gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi. „Þetta var gríðar-
lega öflugur forvarnarhópur sem
vakti athygli á landsvísu og vann gott
starf. Hópurinn var mjög sýnilegur í
aðdraganda helgarinnar sem og á
hátíðinni sjálfri. Við nýttum okkur
risaskjáina við sviðið til að varpa upp
skilaboðum í forvarnarskyni. Við
teljum okkur hafa lagt okkur eins vel
fram og nokkur var kostur.“
Þarf öflugri forvarnir
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, samtaka sem berjast
gegn kynferðisofbeldi, segir að alltaf
megi gera betur. „Þar er ég fyrst og
fremst að hugsa um öflugar forvarn-
ir. Við sjáum frábær dæmi um að
hægt sé að breyta hegðun með
fræðslu og forvörnum. Samanber
bætt umferðarmenning, reykingar
og umhverfismál, í þessum mála-
flokkum hefur verulegur árangur
náðst. Þar þurfa stjórnvöld og sam-
félagið í heild að koma saman,“ segir
Guðrún. Hún hrósar Eyjamönnum
fyrir Bleika fílinn og segir eftirlits-
myndavélar af hinu góða en á meðan
nauðganir eigi sér stað nægi það ekki
til. „Hver nauðgun á útihátíð sem
annars staðar er einni of mikið.“
Þjóðhátíðarnefnd
fer yfir verkferlana
Þrjár nauðganir á þjóðhátíð Tveir árásarmenn ófundnir
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Svartur blettur Þjóðhátíðarnefnd fer yfir öll kynferðisafbrotamál sem upp
koma. Í ár var myndavélum komið upp til að auka eftirlit í Herjólfsdal.
Þjóðhátíð
» Þrár nauðganir voru kærðar
á þjóðhátíð í ár.
» 2011 komu upp fimm kyn-
ferðisafbrotamál.
» Fyrir hátíðina í ár keypti
þjóðhátið öflugt eftirlits-
myndavélakerfi.