Morgunblaðið - 08.08.2012, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
TILBOÐSVERÐ Á ELDHÚSTÆKJUM
KF 3296-90
175cm hvítur
kæli- og frystiskápur
Verð 124.700
Tilboðsverð 106.000
OM60-36TRF
Stál uppþvottavél
Hljóðlát - aðeins 44 dB(A)
Verð 163.300
Tilboðsverð 138.000
OM60-36T
Hvít uppþvottavél
Hljóðlát - aðeins 44 dB(A)
Verð 148.750
Tilboðsverð 126.000
KF 3296-90X
175cm Stál
kæli- og frystiskápur
Verð 144.800
Tilboðsverð 123.000
Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23
MJÓLKURÍS
GAMLI ÍSINN
Helmingur allra gatna í Manila á
Filippseyjum var undir vatni í gær
vegna aftakarigningar og flóða sem
hafa lamað borgina. Að minnsta
kosti sextán manns hafa látið lífið og
um 250.000 manns hafa flúið heimili
sín vegna aurskriðu og vatnsflaums
sem hefur hrifið með sér hús. Bjarga
þurfti fólki af húsþökum vegna flóð-
anna. Sums staðar náði vatnið á göt-
unum fólki upp að hálsi. Loka þurfti
skólum og flestum skrifstofum í
borginni.
Vatnið sem féll á borgina á einum
sólarhring samsvaraði rúmum helm-
ingi meðalúrkomu á einum mánuði,
að sögn fréttaveitunnar AFP.
Um 250.000 manns flúðu heimili sín í Manila vegna aftakarigningar og flóða
Höfuð-
borgin
lamaðist
AFP
Aftakaflóð Íbúar þorps nálægt Manila flýja heimili sín eftir að úrhelli olli flóðum í borginni og nágrenni hennar.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,
ræddi í gær við hátt settan sendi-
mann frá Íran og hét því að brjóta
uppreisnarmenn á bak aftur og
„hreinsa landið af hryðjuverka-
mönnum“.
Íranski sendimaðurinn Saeed Ja-
lili, sem fer fyrir þjóðaröryggisráði
klerkastjórnarinnar í Teheran, lofaði
stuðningi við Sýrlandsstjórn, sagði
að Íranar teldu hana hluta af banda-
lagi, „öxli andspyrnu“, sem mætti
aldrei riðlast. Jalili skírskotaði þar
einkum til klerkastjórnarinnar í Ír-
an, stjórnarflokka sjíta í Írak og Hiz-
bollah, samtaka sjíta í Líbanon, auk
Sýrlandsstjórnar. Talið er að það
yrði mikið áfall fyrir klerkastjórnina
í Íran ef stjórn Assads færi frá og
sýrlenskir súnnítar kæmust til valda.
Jalili gagnrýndi Bandaríkin,
Tyrkland, Sádi-Arabíu og Katar fyr-
ir að hafa stutt uppreisnarmennina í
Sýrlandi. Hann sagði að þessi ríki
bæru ábyrgð á örlögum 48 Írana sem
uppreisnarmenn rændu í árás á rútu
í Damaskus á laugardaginn var.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðust hafa miklar áhyggjur
af örlögum óbreyttra borgara í
Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands,
sem hefur orðið fyrir mannskæðum
sprengjuárásum stjórnarhersins síð-
ustu daga.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) sagði að mikill skortur væri á
lyfjum sem nauðsynleg væru til að
bjarga mannslífum í Sýrlandi. Talið
er að 1,5 milljónir Sýrlendinga þurfi
á matvælaaðstoð að halda á næstu
þremur til sex mánuðum.
bogi@mbl.is
Íranar lofa
stjórn Assads
stuðningi
Gagnrýna afskipti annarra ríkja
AFP
Bandamenn Assad (t.h.) ræðir við
sendimann Írana í Damaskus.
Örsmá kónguló,
sem fannst ný-
lega í Ástralíu,
hefur verið
nefnd eftir
breska sjón-
varpsmanninum
sir David Atten-
borough.
Kóngulóarteg-
undin nefnist
Prethopalpus
attenboroughi, er rúmur milli-
metri á lengd og finnst aðeins á
Horn-eyju, undan strönd Queens-
land.
Attenborough sagði það mikinn
heiður fyrir sig að áttfætlan skyldi
vera nefnd í höfuðið á honum. Vís-
indamennirnir, sem fundu
kóngulóartegundina, sögðust hafa
nefnt hana eftir Attenborough til
að „þakka honum fyrir að gera líf-
fræði aðgengilega fyrir sjónvarps-
áhorfendur síðustu sex áratugi“.
Kónguló nefnd eftir
David Attenborough
Attenborough-
kónguló.
ÁSTRALÍA
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna
birti í gær fyrstu myndirnar sem
bárust frá geimvagninum Curiosity
sem lenti á Mars á mánudag. Á
myndunum sjást lendingarstað-
urinn og fjall sem vagninn á að fara
upp á til að rannsaka hvort að-
stæður séu eða hafi verið heppileg-
ar fyrir örverulíf. Curiosity er tvö-
falt lengri en fyrri marsvagnar
NASA, Spirit og Opportunity, og
öflugasta tæki sem komið hefur
verið fyrir á annarri reikistjörnu.
Fyrstu myndirnar
frá geimvagninum
AFP
Líf á Mars? Mynd frá geimvagninum
Curiosity af yfirborði reikistjörnunnar.
MARS