Morgunblaðið - 08.08.2012, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
á hagstæ›u ver›i.
armarekkarOPIÐ HÚS
EIGN Í SÉRFLOKKI – 3ja herb. glæsiíbúð - Laus fljótlega
KIRKJUVELLIR 7 Hf - íbúð 0203
Verð 24,4 millj. Fæst með ca 2,9 millj. útborgun og yfirtöku á 21,5 millj. láni
frá Íbúðalánasjóði. Óvenju vönduð, falleg og vel með farin 104,5 fm þriggja
herbergja glæsiíbúð á annarri hæð í góðu nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í
bílageymslu í kjallara.
Halldóra (GSM 865-2006) tekur vel á móti gestum í dag miðvikudag,
og sýnir íbúðina milli kl. 17:00 og 19:00.
2,9
m
. ú
t
og
ÍL
S
lán
Hinn leynilegi Bil-
derberg-hópur sem
kenndur er við hótel í
Hollandi kom fyrst
saman 1954, einn af
upphafsmönnum hóps-
ins var Joseph Ret-
inger, og síðan kom
þessi leynilegi hópur
sér saman um að skapa
Evrópska efnahags-
bandalagið. Árið 1957
var Rómarsáttmálinn
svo undirritaður er skapaði grund-
völlinn fyrir Evrópska efnahags-
bandalagið og arkitektinn á bakvið
hann var enginn annar en Bilderber-
gerinn Joseph Retinger, síðan komu
allar hugmyndir að Evrópusamband-
inu (ESB) frá Bilderberg-hópnum,
þ.e.a.s. Maastricht-sáttmálinn, Evr-
ópska myntbandalagið ásamt ESB-
banka (The Global Economic Crisis
eftir Michel Chossudovsky og And-
rew G. Marshall, bls 267-269). Í gögn-
um sem opinberuð voru 2001 frá
fimmta og sjötta áratugnum kemur
fram að stórar fyrirtækjasamsteypur
ásamt Ford- og Rockefeller-
stofnunum hafi staðið fyrir fjárhags-
legum stuðningi við að koma á Evr-
ópuþingi og sameiginlegri mynt. For-
maður Bilderberg-hópsins, Etienne
Davignon, viðurkenndi í EU Obser-
ver 16. mars 2009, að evran hefði ver-
ið rædd á fundum allt frá miðjum
fimmta áratugnum og menn hefðu
ákveðið að koma evrunni á sem sam-
eiginlegri mynt, en hún komst svo á
1998. Lissabon-sáttmálinn, öðru nafni
Stjórnarskrá ESB, frá 2004 var
reyndar í aðalatriðum ritaður af Bil-
derbergernum og fyrrverandi forseta
Frakklands, Valéry Giscard d’Esta-
ing, er lýsti því yfir í Independent.
Það er reyndar haft eftir honum, að
Evrópuráðið breytti upprunalegu
Stjórnarskrá ESB yfir í þennan
Lissabon-sáttmála með því að skipta
öllu efninu niður í aðskilda kafla (In-
dependent 30. okt. 2007). Þannig var
reynt að koma öllu efninu inn aftur
svo ESB fengi frekari völd yfir full-
veldi aðildarríkja. Í þessum sáttmála
kemur fram að ESB eigi að hafa for-
seta og ekki leið á löngu uns hann var
skipaður á bakvið tjöldin því að eftir
Bilderbergfundinn 2009 er Herman
Van Rompuy sótti reyndar var hann
svo skipaður sem forseti ESB. Fyrsta
ræða hans sem skipaðs forseta ESB
fjallaði um, að loftslagsráðstefnan í
Kaupmannahöfn væri
fyrsta skrefið fram á við
í átt til heimsrík-
isstjórnar. Það er hins
vegar vitað að menn eru
ekki kosnir í þessa
strengjabrúðu-
framkvæmdastjórn
ESB heldur skipaðir á
bakvið tjöldin, og marg-
ir af þeim ef ekki allir
hafa sótt Bilderberg-
fundi, eins og t.d. Carl
Bildt, Olli Rehn, José
Manuel Barroso og Pet-
er Mandelson svo ein-
hver nöfn séu nefnd. Þrátt fyrir að
það muni líklegast kosta um 8% af
vergri þjóðarframleiðsla að vera í
þessu ESB eða álíka mikið og Bretar
greiða árlega til ESB þá skiptir það
Evrópusinna hér engu máli. Því að
aðalatriðið er bara að komast inn,
sama hvað, svo hægt sé að byrja á því
að greiða til báknsins og öllum þess-
um skipuðum strengjabrúðum elít-
unnar svo og skipuðum mönnum í
ESB-banka, ESB-dómstólum og
hvað eina.
Lokatakmarkið er sósíal-
istaeinræði á heimsvísu
Þrátt fyrir að vitað sé til þess að
elítan sé á bakvið ESB þá er það al-
mennt vitað að elítan heldur uppi
ýmsum öðrum félögum og samtökum
öðrum en Bilderberg-hópnum, eins
og t.d. Trilateral Commission og Co-
uncil of Foreign Relation (CFR) er
vinna einnig að því koma á þessu fabi-
aníska sósíalistaeinræði. Gordon
Brown, fyrrverandi forsætisráð-
herra, hefur reyndar talað um að um-
breyta Sameinuðu þjóðunum, Al-
þjóðabankanum,
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öllum
G7-ríkjunum yfir í Nýja heims-
skipulagið (New World Order, NWO)
og fleiri ESB-sinnar, eins og t.d. fyrr-
verandi forseti Frakklands, Sarkozy,
hafa talað um að koma á heimsrík-
isstjórn á sömu nótum og Gordon
Brown. Gideon Rachman, yfirmaður
hjá Financial Times, hefur reyndar
óskað eftir því að ESB-fyrirkomulag-
ið færist yfir á heimsvísu („go glo-
bal“).
Í fréttum frá því í mars 2005 lýstu
forsetar Mexíkó, Kanada og Banda-
ríkjanna því yfir að koma skyldi á í
Norður-Ameríku efnahags- og ör-
yggissamfélaginu 2010 (2001-
2009.state.gov/p/wha/rls/prsrl/2005/
69850.htm). Síðan gaf CFR út skýrsl-
una „Building a North American
Community“ en í henni kemur fram
að unnið skuli að „dýpri aðlögun“ að
myndun Norður-Ameríkusamfélags-
ins (cfr.org/canada/building-north-
american-community/p8102). Í Am-
eríkuráðinu (Council of the Am-
ericas) vinna stjórnarmenn
stórfyrirtækja að þessari aðlögun. Af
þessu að dæma þá virðist stefnt að
þessu Norður-Ameríkusambandi
(NAU) sem reyndar fyrrverandi
seðlabankastjóri Kanada hefur mælt
með. Í bókinni Union Now eftir Clea-
rence K. Streit frá árinu 1939 er mælt
með að koma á Trans-Altantshafsráði
áður svo hægt sé að koma á heimsrík-
isstjórn. Þegar þetta er skrifað er
ekki vitað hvernig þetta á eftir að
þróast með öll þessi sambönd, Evr-
ópusambandið, Afríkusambandið og
Asíusambandið, en þann 20. apríl
2007 undirrituðu þau Angela Merkel,
kanslari Þýskalands og forseti Evr-
ópuráðsins, Barroso forseti fram-
kvæmdarstjórnar ESB og Bush for-
seti samkomulag milli Bandaríkjanna
og ESB um að koma á Trans-
Altantshafsefnahagsaðlögun og -ráði.
Það má því segja að spádómur
munksins Paisios frá Athos hafi kom-
ið fram með að síonista banka- og við-
skiptaelíta stjórni ESB á bakvið
tjöldin. Vonandi kemst þessi heims-
ríkisstjórn Nýja heimsskipulags
(NWO) aldrei á þar sem banka- og
fyrirtækjaelítur eða fyrirtækjaismi
(Corporatism) hefur öll völdin.
Elítan er á bakvið ESB
og báknið fyrir elítuna
Eftir Þorstein Sch.
Thorsteinsson » Í gögnum kemur
fram að stórar fyr-
irtækjasamsteypur
ásamt Ford- og Rocke-
feller-stofnunum hafi
staðið fyrir fjárhags-
legum stuðningi við að
koma á Evrópuþingi og
sameiginlegri mynt.
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
Höfundur er formaður Samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði og
meðlimur í Félagi áhugamanna um
bólusetningar
Lega Íslands er auð-
lind vegna þeirrar að-
stöðu og tækifæra, sem
hún býður upp á. Í
kringum Ísland eru ein
gjöfulustu fiskimið
heims. Íslendingar
verða að nýta sér tæki-
færin sem uppbygging
„Nýja norðursins“ mun
skapa. Stjórnvöld verða
að gera sér grein fyrir
þeim gríðarlegu tæki-
færum sem uppbygg-
ing og umsvif á norð-
urslóðum munu skapa
okkur á komandi ára-
tugum. Áhugi Evrópu-
sambandsins (ESB) á
norðurslóðum er skilj-
anlegur en ESB er
efnahagslegt og póli-
tískt stórveldi og á mik-
illa hagsmuna að gæta
vegna nýrra sigl-
ingaleiða og nátt-
úruauðlinda sem þar er
að finna.
Efnahagsleg tækifæri
Hnattstaða Íslands er ákjósanleg til
umskipunar í Norður-Atlantshafi
vegna fyrirsjáanlegra frakt-flutninga
yfir norðurskautið. Lega landsins get-
ur verið lykillinn að nýju fyr-
irkomulagi heimsverslunar ef Íslend-
ingar kjósa svo. Norðuríshafsleiðin
mun færa samfélögum á norð-
urslóðum mörg ný tækifæri og þörf er
á að kortleggja efnahagsleg umsvif og
áhrif nákvæmlega. Á Grænlandi t.d.
bíður íslenskra fyrirtækja gríðarleg
tækifæri og gæti Ísland vel þjónað
grænlenskum fyrirtækjum sem og al-
þjóðafyrirtækjum, sem eru að stinga
niður fótum, á margþætta vegu og eig-
um við að taka upp mun nánari sam-
vinnu við Grænlendinga og stuðla
þannig að hagsæld beggja.
Geopólitísk bylting
Nauðsynlegt er að framkvæma sér-
staka framtíðaráætlun með tilliti til
nýrra siglingaleiða sem gætu haft eins
byltingarkenndar afleiðingar fyrir
efnahagslíf veraldarinnar, verslun og
viðskipti milli heimsálfa og Panama-
skurðurinn og Súesskurðurinn höfðu á
sínum tíma. Sérstaklega
er þörf fyrir regluverk og
alþjóðlega samninga um
slíkar siglingar, viðbrögð
við hugsanlegri mengun
og umhverfisslysum.
Uppbygging umskip-
unarhafna og þjónustu-
miðstöðva fyrir skipa-
félög er óumflýjanleg.
Samkomulag verður
einnig að nást um nýt-
ingu auðlinda, orkumál
og samstarf í öryggis- og
björgunarmálum. Nýja
stjórnmálahreyfingin
Hægri grænir, flokkur
fólksins telur að Íslend-
ingar geti gegnt leiðandi
hlutverki í tengslum við
rannsóknir og hagnýtar
kannanir á hagkvæmni
siglingaleiða til norðaust-
urs og öllum þeim við-
skiptum sem þeim fylgja.
Vinir okkar Banda-
ríkjamenn
Ljóst er að skipasigl-
ingar á norður-
skautssvæðinu munu
hafa aukna umhverfisáhættu í för með
sér sem verður að leysa með al-
þjóðlegu mengunareftirliti. Efla verð-
ur varnir gegn slysum, en risaskip sem
flytja sífellt stærri farma af olíu og
annarri frakt eru hættuvaldar á svæð-
inu. Efla verður viðbúnað og hæfni til
að bregðast við neyðarástandi og bæta
tækni og tækjabúnað í ljósi vaxandi
skipaferða. Hreinsun á svæðum eftir
umhverfisslys eru fokdýr og verða Ís-
lendingar að vera búnir við hinu
versta. Íslendingar verða að gæta að
strandríkin fimm haldi okkur ekki ut-
an við innsta hring þegar um málefni
norðurskautsins ber á góma og í raun-
inni eru Bandaríkjamenn einu vinir
okkar í því samhengi og getum við ver-
ið þeim þakklátir fyrir það. Þessi litla
þjóð verður að gæta þess að ESB
gleypi okkur ekki með húð og hári og
þ.a.l. nái óverðskulduðum yfirráðum
yfir auðlindum okkar. Stefna Hægri
grænna, flokks fólksins er skýr í mál-
efnum norðurslóða, en hana má nálg-
ast á www.XG.is
Nýja norðrið
Eftir Guðmund F.
Jónsson
Guðmundur F.
Jónsson
» Þessi litla
þjóð verður
að gæta þess að
ESB gleypi okk-
ur ekki með húð
og hári og þ.a.l.
nái óverðskuld-
uðum yfirráðum
yfir auðlindum
okkar.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins.