Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Atvinnuauglýsingar
Vélstjóri óskast
Yfirvélstjóri og fyrsti vélstjóri óskast á 250
tonna netabát. Uppl. veittar í síma 891 6963.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
!"# $%
& %'
" %
( ' #% )
* "
+ & &
,(,'-.
!"## /
% 0 % -
%%&
)12 3'4
$ % & /
%
-
$' &( & )0
% ,'4 2
5 '
- 6
- /5% )* + 7
( 3 6
8
3 )0'
% '4 28
&
, - %
% ( /
-
9 % -
,* . / /
%
9 9 5
%%
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell
Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar.
Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting.
Sími 456 1600.
gisting@hotelsandafell.com
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Verslun
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
GESTABOÐ HALLGERÐAR
Sögusetrinu á Hvolsvelli
11. ágúst kl. 17:00. 11. ágúst
kl. 20:00. 12. ágúst kl. 17:00.
17. ágúst kl. 20:00.
www.njala.is / njala@njala.is
487 8781 / 618 6143.
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Vandaðir ökklaskór úr leðri, fóðraðir.
Stakar stærðir.
Tilboðsverð: 9.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ
Teg. 11152 - sport-haldarinn vinsæli
- mjög haldgóður í D,E skálum á kr.
5.500.
Teg. 21323 þunnur og glæsilegur í
B,C,D skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl
á kr. 1.995.
Teg. 301048 - léttfylltur og mjúkur í
B,C skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á
kr. 1.995.
Teg. 9016 - léttfylltur blúnduhaldari
í B,C skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl
á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Bátar
Quicksilver Weekend hraðbátur
til sölu. Stórglæsilegur og mjög lítið
notaður árg. 2007 Mercury 115 hp
Optimax mótor, gengur ca 28 mílur,
galvaiseraður vagn, mikið af tækjum
og öryggisbúnaði. Verð áður 4,7 m en
tilboðsverð núna er 3,4 m, frábær á
svartfuglinn og í allt sjósport.
Uppl. lallihemm@hotmailcom
Lárus 898-3005
Bílar
Jeep Grand Cherokee
Til sölu er svartur Cherokee, ‘95-
árgerð. Þarfnast smá-viðgerðar, er
keyrsluhæfur. Fer á 250 þús. strax.
Uppl. í síma 843 9930 & 660 2589.
Bílaþjónusta
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Trúlofunar- og giftingarhringar í
úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a.
titanium og tungstenpör á fínu verði.
Sérsmíði, framleiðsla og
viðgerðaþjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Kæri afi. Þegar ég var barn
þótti mér mjög gaman að fara í
heimsókn til ykkar ömmu á
Kársnesbrautina. Ég man eftir
þér, afi minn, sem afar hlýjum
og elskulegum manni sem
ávallt var tilbúinn að leika við
okkur barnabörnin. Það var
alltaf gaman með afa. Þú áttir
það stundum til að hrekkja
okkur með því að taka út úr
þér fölsku tennurnar. Það þótti
okkur nú skrítið og man ég eft-
ir miklum bollaleggingum okk-
ar systkinanna á milli um þá
gjörninga. En ekki minnist ég
þess að þú hafir nokkurn tíma
skammað okkur, enda hefðum
við líklegast ekki fundið það í
okkur að vera óþæg nálægt svo
blíðum og góðum manni.
Þegar ég óx úr grasi kynnt-
ist ég þér á nýjan hátt. Þú
Gunnar J.
Kristjánsson
✝ Gunnar JóhannKristjánsson
fæddist á Vindási í
Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi 6. ágúst
1930. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 27.
júlí 2012.
Gunnar var jarð-
sunginn frá Kópa-
vogskirkju 2. ágúst
2012.
varst glettinn og
glaðlyndur maður
sem gott var að
ræða við um öll
heimsins mál. Ég
leit stundum inn
hjá ykkur í kvöld-
verð þegar ég var
einn heima og
ræddum við þá
ýmis merkismál.
Það voru góðar
stundir. Ég man
líka hversu gaman það var að
heimsækja þig fyrir veiðiferðir,
fá lánaðar gömlu veiðigræjurn-
ar og þiggja góð ráð. Þá þóttist
ég þekkja löngunarglampa í
auga þínu yfir tilhugsuninni
um að fara í veiði, þó svo að þú
hafir þá verið búinn að leggja
stöngina á hilluna.
Ég hefði gjarnan viljað
halda áfram að kynnast þér, en
veikindi þín undanfarin ár
settu strik í reikninginn. Ég
þekkti þig þó það vel að vita
hvaða mann þú hafðir að
geyma. Þú varst fyrst og
fremst góðhjartaður maður. Ég
tel mig ríkari fyrir að hafa
þekkt þig. Þegar við hittumst á
ný hlakka ég til að halda áfram
að kynnast þér.
Vertu sæll afi minn. Ég
sakna þín.
Hallur Örn.
Mér er það bæði ljúft og skylt
að minnast Gests Guðmundsson-
ar.
Foreldrar mínir, Gunnar
Þórðarson og Elísabet Sveins-
dóttir voru góðir vinir Gests og
eiginkonu hans Kristínar Katarí-
nusardóttir. Sú vinátta hófst er
foreldrar mínir auglýstu eftir
meðleigjendum á Reynimel í
Reykjavík. Það hefur verið í
kringum 1945. Gestur minntist
oft á það hve sambúðin hafi
gengið vel og vináttan trygg alla
tíð. Gestur og mamma voru
reyndar skyld, bæði úr Dölun-
um.
Síðan fluttust Gestur og Krist-
ín í Kópavoginn, en foreldrar
mínir byggðu í Smáíbúðahverf-
inu.
Þegar ég var barn fór ég oft
með foreldrum mínum í Kópa-
Gestur
Guðmundsson
✝ Gestur Guð-mundsson
fæddist í Rauð-
barðaholti í
Hvammssveit,
Dalasýslu, 12. febr-
úar 1923. Hann lést
23. júlí síðastliðinn.
Útför Gests fór
fram í kaþólsku
kapellunni á Egils-
stöðum 4. ágúst
2012.
voginn til þeirra,
fyrst á Skjólbraut-
ina og síðan á Með-
albraut 8. Góð
vindlalykt situr í
minningunni frá
þeim heimsóknum,
en Gestur reykti
lengi vel vindla,
hljómfagrar raddir
þeirra hjóna,
hlátrasköll,
skemmtilegar sam-
ræður og góðar veitingar. Vin-
irnir hittust alltaf næstu árin
með reglulegu millibili.
Eftir að Gestur lét af störfum
fluttust þau Kristín til Írlands til
að vera nálægt einkasyninum
Gesti Valgeiri, sem þar bjó.
Á Írlandi bjuggu þau um ára-
tuga skeið en fluttu síðan heim
til Íslands, en þá var heilsu
Kristínar farið að hraka. Þau
settust að fyrir austan þangað
sem sonur þeirra hafði flust.
Eftir að Kristín lést, fyrir
nokkrum árum bjó Gestur á Eg-
ilsstöðum. Hann var alla tíð mjög
handlaginn og hafði þá fallegustu
rithönd sem ég hef séð, var góð-
ur skrautskrifari. Hann var dug-
legur að skrifa bréf bæði frá Ír-
landi og síðan frá Egilsstöðum.
Ég mun geyma þau bréf. Einnig
saumaði hann út, sagði það betra
en að gera ekki neitt. Sagðist
vera búin að sauma ansi mikið og
vissi ekki hvað hann ætti að gera
við það allt. Hann spilaði einnig
brids með nokkrum vinum fyrir
austan. Þegar hann nú hin síðari
ár kom í bæinn kíkti hann ávallt
við hjá okkur þ.e.a.s. eftir að
pabbi og mamma voru bæði lát-
in, í kaffi eða mat. Fannst honum
alltaf of mikið fyrir sér haft, sem
var alls ekki.
Einn er sá litur sem tengist
Gesti mjög en það er græni lit-
urinn, Kópavogsbúi með græna
merkið, Framsóknarmaður mik-
ill, bjó á Írlandi, eyjunni grænu
og síðast en ekki síst stofnaði
Gestur ásamt tveimur öðrum fé-
lögum, á afmælidaginn sinn 12.
febrúar, Ungmennafélagið
Breiðablik, þar sem einkennislit-
urinn er grænn. Börnunum mín-
um sem spiluðu fótbolta með
Breiðablik til margra ára fannst
það skemmtilegt að Gestur
frændi hefði stofnað Breiðablik.
Gestur fylgdist alla tíð vel með
Breiðabliki, og einstökum leik-
mönnum, þar á meðal syni mín-
um. Hann gladdist mjög þegar
þeir urðu Íslandsmeistarar.
Það var ávallt ánægjulegt að
fá Gest í heimsókn. Hann sagði
okkur frá mörgu skemmtilegu
frá fyrstu árum Breiðabliks og
frá frumbýlisárum hér í Kópa-
vogi. Gestur eltist vel, var alla tíð
glæsilegur maður.
Ég kveð vin og frænda, með
virðingu og þökk .
Gesti yngri og fjölskyldu sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Gunnur Rannveig
Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar