Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 34

Morgunblaðið - 08.08.2012, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Hin ástkæra söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, á af-mæli í dag. Hún er fædd 8. ágúst 1955 og er því 57 ára. Af-mælisdeginum verður eytt skýjum ofar en Diddú flýgur út í dag með hluta af fjölskyldu sinni í smá frí. Diddú segir afmælisdag- inn oft lenda á nánast árlegri utanlandsferð fjölskyldunnar. Spurð hvort hún muni syngja afmælissönginn fyrir sjálfan sig hlær Diddú og segist láta aðra sjá um það. Hún segist sjaldan gera sér dagamun þegar hún á afmæli nema um stórafmæli sé að ræða. Um nýliðna verslunarmannahelgi dvaldi Diddú í Trékyllisvík þar sem hún tróð upp með hljómsveitinni Blek og byttur á árlegu balli í félagsheimilinu á staðnum. Eiginmaður hennar spilar í þeirri hljóm- sveit. „Þetta er í þriðja sinn sem þeir halda uppi fjörinu um versl- unarmannahelgina í Trékyllisvík. Við höfum tekið ástfóstri við þennan einstaka stað og orðið árvisst að fara þangað þessa helgi.“ Eftir utanlandsferðina taka við ógrynni af verkefnum hjá Diddú. „Ég verð nokkrum sinnum í Eldborg í vetur með Sinfóníuhljóm- sveitinni og á tvennum minningartónleikum. Svo ætlum við Kristinn Sigmundsson að syngja í Salnum í nóvember.“ Spurð hvernig henni finnist að eldast svarar Diddú kankvís: „Ég er eins og gott vín, batna bara með árunum.“ ingveldur@mbl.is Sigrún Hjálmtýsdóttir er 57 ára Morgunblaðið/Kristinn Afmælisbarnið Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir mun eyða afmæl- isdeginum á flugvöllum og í flugvél með fjölskyldu sinni. Verður skýjum of- ar á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sjötugur er í dag, Ing- ólfur Karlsson, fv. skipstjóri, Hólmvaði 8b, Reykjavík. Eig- inkona hans, Sigrún Dagmar Jóhanns- dóttir, varð einnig 70 þann 15. maí síðast- liðinn. Þau ætla að eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Árnað heilla 70 ára Bíldudal Elísa Lára fæddist 16. mars kl. 11.52. Hún vó 12 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Signý Sverrisdóttir og Fannar Freyr Ott- ósson. Nýir borgarar Þeir félagarnir Brynjar Hauksson, sjö ára, og Högni Héðinsson, sex ára, færðu Rauða krossinum 5.212 kr. sem þeir söfnuðu með tombólu sem þeir héldu fyrir utan ísbúðina í Álfheimum og fyrir utan Sólheimasafn. Þeir seldu sitt eigið dót. Hlutavelta H rannar Örn fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Brekkubæjarskóla til níu ára aldurs, síðan í Grundaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lauk þaðan stúdents- prófi 1992. Hjá Loftmyndum ehf. Hrannar stundaði síðan há- skólanám og sinnti ýmsum störfum í Reykjavík, m.a. hjá sprotafyr- irtækinu Look and book, á árunum 2005-2007, starfaði við Arion banka 2008 og hefur starfaði hjá Loft- myndum ehf. frá 2008 þar sem hann starfar m.a. við loftmynda- og kortagerð, s.s. gerð mynda- korta, hefðbundinna landakorta og þrívíddarkorta, fyrir Landsvirkjun, sveitarfélög og ýmsa fleiri aðila. Hrannar Örn Hauksson, tölvunarfræðingur og ljósmyndari, 40 ára Fegurð himinsins Þessa mögnuðu kvöldstemningu fangaði Hrannar Örn í sumar við bæinn Belgsholt í Melasveit. Himinn og haf í sigt- inu og allt þar á milli Fjölskyldan Hrannar, eiginkona og dæturnar eins og vanar fyrirsætur. Ljósmynd/Hrannar Örn Hauksson Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.