Morgunblaðið - 08.08.2012, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Killer Joe er byggð á sam-nefndu leikriti TracyLetts sem skrifaði einnighandrit kvikmyndarinn-
ar. Leikritið var sýnt í Borgarleik-
húsinu árið 2007 og fór leikarinn
Björn Thors þar mikinn í hlutverki
leigumorðingjans Joe Cooper. Leik-
ritið, líkt og kvikmyndin, er ekki
fyrir viðkvæma. Ofbeldið er all-
svakalegt á köflum, morðinginn Jói
gengur í skrokk á vitgrönnum sak-
leysingjum, sannkallaður djöfull í
mannsmynd. Með hlutverk Jóa í
kvikmyndinni fer hinn fjallmynd-
arlegi Matthew McConaughey og
sýnir hann á sér nýja hlið sem leik-
ari. McConaughey hefur einkum
túlkað á ferli sínum smjörgreidda
súkkulaðitöffara ofhlaðna sjálfs-
trausti en er heldur betur laus við
kynþokkann í þessari mynd.
Í Killer Joe segir af fjölskyldu
einni í Dallas í Texas, hvítu hyski
eins og það er stundum kallað sem
er algjörlega sneitt siðferðiskennd
og vitgrannt með endemum. Fjöl-
skyldufaðirinn, Ansel, er iðinn við
bjórþamb og sjónvarpsgláp og ber
heldur litla umhyggju til barna
sinn, sonarins Chris og dótturinnar
Dottie sem er á táningsaldri og
greindarskert. Chris skuldar
glæpaforingja háar fjárhæðir og
fær hann þá hugmynd að láta
myrða móður sína, fyrrum eig-
inkonu föður síns, og hirða trygg-
ingarféð sem renna á til systur
hans. Ansel líst vel á ráðabruggið
og fá feðgarnir rannsóknarlögreglu-
manninn og leigumorðingjann Joe
Cooper til verksins. Joe vill fá
greitt fyrirfram en feðgarnir geta
ekki reitt fram svo háa fjárhæð.
Þeir samþykkja því að Joe megi
taka Dottie sem tryggingu og flytur
morðinginn nánast inn á heimilið,
sviptir Dottie meydómnum og nýtir
hana kynferðislega eins og honum
þóknast, án þess að faðirinn hafi
neitt við það að athuga. Chris sér
þá eftir öllu saman og vill þyrma lífi
móður sinnar en það reynist um
seinan.
McConaughey í hlutverki Jóa og
Temple í hlutverki Dottie stela sen-
unni í Killer Joe, samtöl þeirra og
samskipti eru afar eftirminnileg. Í
byrjun myndar er leikur þeirra
Thomas Haden Church (Ansel) og
Emile Hirsch (Chris) heldur stirður
og ósannfærandi en þeir bæta sig
þegar á líður. Gina Gherson, í hlut-
verki eiginkonu Ansel, Shörlu, á
fantagóðan leik og reynir sér-
staklega á hana þegar Joe svalar
kvalalosta sínum (djúpsteiktur
kjúklingur kemur þar við sögu).
Killer Joe er spaugileg á köflum
og það dregur nokkuð úr slagkrafti
kolsvartrar sögunnar og myndin er
fullhæg framan af og sögulokin
óljós. Að öðru leyti er þetta prýði-
leg mynd hjá hinum margreynda
Friedkin.
Óþokkinn Matthew McConaughey
fer með hlutverk leigumorðingjans
Joe Cooper í Killer Joe og stendur
sig afar vel, að mati gagnrýnanda.
Djöflinum boðið
upp í dans
Laugarásbíó, Háskólabíó og
Borgarbíó
Killer Joe bbbmn
Leikstjóri: William Friedkin. Aðal-
hlutverk: Matthew McConaughey, Emile
Hirsch, Gina Gershon, Juno Temple og
Thomas Haden Church. Bandaríkin,
2012. 103 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Útgáfutónleikar
hljómsveitar-
innar In Siren,
vegna plötunnar
In Between
Dreams, verða
haldnir á Gamla
Gauknum í kvöld
kl. 22. Platan var
gefin út á vefn-
um gogoyoko 12.
júní sl. og kemur
brátt út í föstu formi. Liðsmenn In
Siren eru Ragnar Ólafsson, Kjartan
Baldursson, Karl James Petska, Er-
ling Orri Baldursson og Kristján
Einar Guðmundsson. Á tónleik-
unum koma fram gestaspilarar,
Hallgrímur Jónas Jensson sem leik-
ur á selló og Jón Elísson sem leikur
á píanó. Upphitunarhljómsveit tón-
leikanna er rokksveitin Memoir.
In Siren
fagnar plötu
Ragnar
Ólafsson
Hljómsveitin Moses Hightower gef-
ur út aðra breiðskífu sína á morgun
og ber hún titilinn Önnur Mósebók.
Fyrsta breiðskífa hljómsveit-
arinnar, Búum til börn, kom út fyr-
ir tveimur árum og féll vel í kramið
hjá gagnrýnendum. Önnur Móse-
bók hefur að geyma 10 lög og verð-
ur fáanleg bæði á geisladisk og
vínyl en vínyllinn er væntanlegur
eftir viku. Moses Hightower var
stofnuð árið 2007 og er skipuð
Andra Ólafssyni, Daníel Friðriki
Böðvarssyni, Magnúsi Tryggvasyni
Eliassen og Steingrími Karli
Teague.
Önnur Mósebók gefin út
Móses Moses Hightower gefur út Aðra Mósebók á morgun.
· Brúðkaup
· Fermingar
· Árshátíðir
· Afmæli
· Ættarmót
· Útskriftir
· Erfidrykkjur
Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is
Erum staðsett
í hjarta
Reykjavíkur
Bjóðum upp á
veislusali
fyrir allt að
100 manns
Litlabrekka
Kornhlaðan
Er veisla í vændum?
TOTAL RECALL Sýnd kl. 8 - 10:20
KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20
ÍSÖLD4HEIMSHÁLFUHOPP3D Sýnd kl. 4 - 6
INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 5 - 6 - 8 - 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
KOLSVÖRT SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA THE EXORCIST
OG THE FRENCH CONNECTION
42.000 MANNS!
VINSÆLASTA MYND SUMARSINS!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
ÍSL TEXTI
ÍSL TAL
12
16
12
L
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐA
Á
42.000 MANNS!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
TOTAL RECALL KL. 8 - 10.15 12
KILLER JOE KL. 8 - 10 16
ÍSÖLD 3D KL. 5.50 L
INTOUCHABLES KL. 5.50 12
TOTALL RECALL KL. 5.20 - 8 - 9 - 10.35 12
TOTALL RECALL LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.35 12
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL. 3.45 - 5.50 L
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.45 - 5.50 L
TED KL. 8 - 10.20 12
SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10
TOTAL RECALL KL. 6 - 9 12
KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10