Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Rekin í kjölfar myndbirtingar
2. Glæsilegt Íslandsmet Ásdísar
3. Íslendingur smitaðist af selapest
4. Varð bráðkvaddur í Eyjum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Jazzhátíð Reykjavíkur verður hald-
in dagana 18. ágúst til 1. september
og er miðasala hafin á heimasíðu há-
tíðarinnar. Á síðunni má einnig finna
glæsilega hátíðardagskrá og upplýs-
ingar um helstu listamenn hennar.
Morgunblaðið/Eggert
Miðasala á Jazzhátíð
Reykjavíkur hafin
Kammertón-
leikar á Kirkju-
bæjarklaustri
bjóða upp á sann-
kallaða sönghátíð
um helgina en á
henni koma meðal
annars fram
söngvarar úr ýms-
um áttum og
flytja verk íslenskra og erlendra tón-
skálda. Allir tónleikarnir eru haldnir í
félagsheimilinu Kirkjuhvoli og hefst
hátíðin kl. 21 á föstudagskvöld.
Mannsröddinni beitt
á mismunandi vegu
Plötusnúðurinn og tónlistarmað-
urinn Ívar Pétur Kjartansson mun
standa fyrir þemakvöldunum Ívar
Pétur undir áhrifum á
Kaffibarnum öll þriðju-
dagskvöld í ágúst-
mánuði. Hvert kvöld
verður helgað einum
áhrifavaldi Ívars úr ís-
lensku tónlistar-
lífi og fær hann
einnig til sín
gesti á borð við
Ghostigital.
Ívar Pétur undir
áhrifum í ágúst
Á fimmtudag Suðvestan 8-13 m/s og rigning eða súld, en bjart
með köflum um landið austanvert. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á NA- og
A-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s. Bjartviðri á austanverðu
landinu, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil súld. Hiti
10 til 20 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.
VEÐUR
Helgi Már Magnússon,
landsliðsmaður í körfu-
knattleik, segir það hafa
komið flatt upp á sig að
vera boðið að vera spilandi
þjálfari hjá KR í úrvals-
deildinni á komandi
tímabili. Helgi er rétt
tæplega þrítugur að
aldri en er nýkominn heim
eftir þrjú ár í atvinnu-
mennsku í Svíþjóð. Hann
mun hafa Gunnar Sverr-
isson sér til aðstoðar. » 1
Helgi hissa á að fá
þjálfarastöðuna
Fyrir hádegið í dag verður orðið ljóst
hvort Ísland spilar til úrslita um verð-
laun í handboltakeppninni á öðrum
Ólympíuleikunum í röð.
Ísland og Ungverjaland
mætast í London
klukkan 10. Sigurliðið
heldur áfram keppni
í undanúrslitunum
á föstudaginn en
tapliðið er á leiðinni
heim. »2-3
Spilað um verðlaun á
öðrum leikunum í röð?
Stefán Jóhannsson, hinn reyndi þjálf-
ari Ásdísar Hjálmsdóttur, segist allt
eins hafa búist við því að hún næði að
bæta Íslandsmet sitt í spjótkasti á
Ólympíuleikunum í gær eins og raun-
in varð. „Auðvitað er maður alsæll
með þetta. Það var alveg frábært að
gera þetta í fyrsta kasti,“ sagði Stef-
án meðal annars við Morgunblaðið í
gær. »1
„Það er frábært að gera
þetta í fyrsta kasti“
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
gunnhildur@mbl.is
„Ég vil kalla þetta minningarreit
um gróður og grjót sem var
sökkt í Hálslóni,“ segir Völundur
Jóhannsson, náttúruunnandi og
hálendishöfðingi í Grágæsadal,
norðaustan við Vatnajökul. Á
hann þar við sérstaklega afmark-
aðan reit á landi hans sem til-
einkaður er gróðri sem fór undir
vatn við gerð Kárahnjúkavirkj-
unar.
Rabarbari og fleira í um 640
metra hæð yfir sjávarmáli
Undanfarin 17 ár hefur Völ-
undur, sem er manna fróðastur
um svæðið norðaustan Vatnajök-
uls, ræktað upp fjölmargar
plöntur á landi sínu í Grágæsa-
dal. Liggur dalurinn í um 640
metra hæð yfir sjávarmáli og því
ekki einsýnt að hægt sé að rækta
þar allar plönturnar sem hann
hefur flutt þangað í gegnum tíð-
ina. „Ég geri þetta nú mest mér
til skemmtunar en einnig til að
sjá hvort þær þrífast hérna,“ seg-
ir Völundur. „Að sumu leyti var
ræktunin í upphafi reyndar líka
gerð til að mótmæla virkjunar-
framkvæmdum á svæðinu,“ bætir
hann við.
Þrífast plönturnar gríðarlega
vel í Grágæsadal og kennir ým-
issa grasa þar núorðið. Er þar
m.a. að finna ýmsar trjátegundir
á borð við reyni, birki, víði og
furu, auk rabarbara og ýmissa
annarra plantna og blóma á borð
við baldursbrár, fjólur og hóf-
sóleyjar.
Fært frá maí og
fram í nóvember
Um þriggja klukkustunda akst-
ur er frá Egilsstöðum, þar sem
Völundur er búsettur, í Grágæsa-
dal. Setur hann aksturinn ekki
fyrir sig enda þaulkunnugur öræf-
unum eftir yfir 50 ár á ferðalögum
þar um. Sækir hann Grágæsadal
nánast vikulega heim yfir sum-
artímann en fært er á þessar slóð-
ir frá lokum maí og jafnvel fram í
nóvember.
Hægt að biðja fyrir landinu
Ferðamenn gera gjarnan hlé á
akstrinum þegar gróðursæll hekt-
ari Völundar birtist þeim eins og
vin í hrjóstrugu landslaginu á leið
um þessar slóðir. Auk gróðursins
er einnig ýmislegt annað að sjá í
dalnum en þar er m.a. að finna
heimagert bænahús sem upp-
haflega var reist sem áhaldahús
o.fl. Segist Völundur kankvís m.a.
hafa boðið virkjunarsinnum að
leggjast þar á bæn á sínum tíma
og biðja fyrir landinu.
Gróðurvin í íslenskri eyðimörk
Hefur ræktað
upp fjölda plantna
í 640 metra hæð
Ljósmynd/Broddi B. Bjarnason
Vin í eyðimörk Ekki er annað að sjá en að plönturnar hans Völundar þrífist vel í öræfunum. Á myndinni má sjá
Völund ásamt Sóleyju Guðmundsdóttur virða fyrir sér gróðurinn, með bænahúsið í baksýn.
Hér til hliðar er vikið að sérafmörkuðum reit á
landi Völundar í Grágæsadal sem sérstaklega er
tileinkaður plöntum og grjóti sem fór undir Háls-
lón við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
Að sögn Völundar, sem ötullega hefur mælt
fyrir verndun öræfanna og hálendisins, viðaði
hann smátt og smátt að sér jurtum og grjóti úr
því sem verða átti lónsstæðið meðan á virkj-
unarframkvæmdunum stóð. Er jurtunum og
grjótinu nú haldið til haga í fyrrnefndum reit til
minningar um svæðið sem fór undir vatn. Nefnir hann reitinn „Bjargað úr
Hálslóni“.
Var m.a. sagt frá því í fjölmiðlum á sínum tíma þegar Völundur flaggaði
í hálfa stöng á ársafmæli samningsins um virkjun Kárahnjúka.
„Bjargað úr Hálslóni“
PLÖNTUR OG GRJÓT ÚR LÓNSSTÆÐI