Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meirihluti þingmanna VG er nú þeirrar skoðunar að staldra beri við í Evrópumálum og endurmeta stöð- una. Misjafnt er hversu langt þessir þingmenn vilja ganga en allir eiga það sameiginlegt að horfa til kosn- inga og stöðu ESB-umsóknar þá. Eins og komið hefur fram telja VG-ráðherrarnir Svandís Svavars- dóttir og Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður VG, að endurmeta beri að- ildarviðræðurnar við ESB og stöðu þeirra í ljósi „breyttra forsendna“. Ummælin sæta tíðindum en þau koma í framhaldi af þeirri kröfu Ög- mundar Jónassonar innanríkis- ráðherra á flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar að niðurstaða fáist í Evrópumálunum fyrir kosningar, þannig að hægt sé að „koma þessu óþurftarmáli út úr heiminum“. Flokkssystir hans, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, gekk lengra í maí þegar hún lagði fram bókun í utan- ríkismálanefnd, sem var samþykkt, um að þjóðin skyldi spurð að því í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áramót hvort halda skyldi aðildar- viðræðunum áfram. Kröfu Ögmundar var fálega tekið hjá Samfylkingunni og taldi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra „villiketti“ á ferð innan VG. Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur ef til vill gengið lengst með þingsályktunartillögu um að aftur- kalla beri ESB-umsóknina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er mikil spenna innan VG vegna Evrópumálanna og er þá m.a. horft til þess að samningsmarkmið í landbúnaðarmálum verða tekin fyrir í utanríkismálanefnd í dag. Spurður út í ummæli Svandísar og Katrínar vísaði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, á aðstoðar- menn sína. Þeirra væri að meta hvort tilefni væri til þess að formað- urinn gæfi kost á viðtali í fríi sínu. Leitað var til aðstoðarmanns sem kom erindinu áleiðis en lengra náði málið ekki. Árni Þór Sigurðsson, for- maður utanríkismálanefndar, kvaðst ekki mundu ræða við fjölmiðla vegna málsins. Þá náðist ekki í Ögmund né Þráin Bertelsson eða Björn Val Gíslason, þingflokksformann VG. Átta af tólf vilja endurskoðun Vinstri grænir fengu 14 þingmenn kjörna í síðustu kosningum en eiga nú 12 þingmenn eftir að Atli Gísla- son, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir gengu úr VG en Þráinn Bertelsson kom inn í staðinn. Með yfirlýsingum sínum hafa þær Katrín og Svandís gengið til liðs við endurskoðunarsinna í flokknum þar sem fyrir eru Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason. Fyrir- spurnir Morgunblaðsins benda til þess að telja megi minnst þrjá þing- menn VG til viðbótar í þessum hópi, eða samanlagt 8 af 12 þingmönnum. Má þar fyrst nefna að Lilja Rafn- eyju Magnúsdóttir, þingmaður VG, telur tilefni til að endurmeta stöðuna í Evrópumálum. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði til flokksráðsfundar VG í ágúst. Þá tók Álfheiður Ingadóttir, þing- maður VG, undir málflutning Svandísar og Katrínar. „Ég er fyllilega sammála þeim stallsystrum mínum um nauðsyn þess að endurmeta stöðuna. Mér finnst það eðlilegt, nauðsynlegt og sjálfsagt. Það þarf að fara yfir stöð- una eins og hún er núna og það verð- ur gert í utanríkismálanefnd á morg- un [í dag] og væntanlega líka á flokksráðsfundinum hjá okkur í næstu viku og hjá þinginu líka þegar þar að kemur,“ segir Álfheiður en fundurinn fer fram 23.-24. ágúst nk. Átti að ljúka á kjörtímabilinu Álfheiður segir margt hafa breyst. „Það eru auðvitað bæði ytri og innri aðstæður sem hafa breyst. Þegar lagt var af stað með þetta ferli var að því stefnt og menn bjuggust við því og þótti nokkuð sjálfgefið að það myndi takast að ljúka viðræðun- um fyrir lok kjörtímabilsins. Nú sýn- ist flestum að það verði ekki unnt. Það er auðvitað mikil eðlisbreyting og það þarf að skoða málið út frá því. Aðstæður á evrusvæðinu og hjá Evrópusambandinu sjálfu hafa auð- vitað breyst verulega. Svo spila óskyld mál inn í og þá m.a. samskipti okkar að öðru leyti við Evrópusam- bandið og þá er ég að vísa til mak- rílsins og þess að við eigum von á dómi í Icesave-málinu. Þannig að það er ýmislegt sem þarf að skoða sem og samspil allra þessara þátta.“ Þriðji þingmaður Vinstri grænna til að lýsa yfir stuðningi við Katrínu og Svandísi er Þuríður Backman. „Ég styð orð Katrínar og Svandís- ar varðandi endurmat á umsóknar- ferli að Evrópusambandinu. Mín af- staða til Evrópusambandsins hefur alltaf legið fyrir og eins og lang- flestir innan Vinstri grænna þá tel ég okkur betur borgið utan Evrópu- sambandsins en innan. Í þessu stjórnarsamstarfi var niðurstaðan sú að leggja inn umsókn skv. ákveðnu ferli og samningsmark- miðum. Lagt var upp með að fara í þyngstu kaflana fyrst og fá nið- urstöðu einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Því miður hefur það ekki gengið eftir og óljóst hvort samningsniðurstaða fæst fyrir næstu alþingiskosningar eins og stefnt var að og makríldeilan auð- veldar ekki samningsferlið. Frá því að umsóknin var lögð inn hefur margt breyst, sérstaklega inn- an Evrópusambandsins. Ég tel að það eigi að endurmeta stöðuna í vet- ur. Ég tel að það eigi ekki að hætta viðræðum út frá óljósu mati. Það verður að vera nokkuð ljóst hvernig niðurstaða aðildarsamnings liti út þannig að hægt sé að spyrja þjóðina hvort halda eigi viðræðum áfram, en samningsmarkmiðin gætu einnig verið runnin út í sandinn af þeirri ástæðu einni að Evrópusambandið hefur þróast á annan veg en útlit var fyrir þegar umsóknin var lögð fram. Ég tel aðkomu þjóðarinnar for- sendu þess að viðræðum verði hætt, við þurfum að ljúka afgreiðslu um- sóknarinnar, fá hana út af borðinu – hvort sem það verður með því að halda viðræðum áfram eða draga umsóknina til baka.“ Formaðurinn að einangrast Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir formann VG að einangrast. „Það er búið að senda út dagskrá flokksráðsfundarins og Evrópu- málin eru ekki á dagskrá. Í því boði sem sent var út er ekki gert ráð fyrir almennum umræðum né heldur ályktunum. Hins vegar fagna ég því auðvitað að þessir tveir ráðherrar skuli vera komnir með efasemdir um umsóknina og aðildarferlið. En þær hafa stutt hvert skref í því mjög dyggilega hingað til. Það er gott að þær skuli átta sig á því að þetta hef- ur verið feigðarflan fyrir VG frá upphafi. Með þessu vilja þær skapa fjarlægð frá formanninum og nán- asta hópi hans sem hefur rekið þetta af mikilli ákveðni fyrir Samfylk- inguna þvert á stefnu VG og gefin kosningaloforð. Þær eru að þrengja að formanninum og nánustu sam- starfsmönnum hans.“ Átta af tólf vilja staldra við  Meirihluti þingmanna VG vill endurmeta stöðu aðildarviðræðna við ESB í ljósi breyttra forsendna  Þrír af fjórum ráðherrum Vinstri grænna vilja fara yfir málið fyrir þingkosningarnar á næsta ári Örlagadagur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól Alþingis 16. júlí 2009. Aðildarumsókn að ESB var þá til umræðu. Morgunblaðið/Ómar 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, telur raunhæft „að allar útlínur verði orðnar skýrar og komin niðurstaða í öllum þessum veigamestu köflum, landbúnaði, sjávarútvegi og peningamálum“ fyrir næstu kosningar. Spurður hvort ólíkar skoðanir um Evrópumálin hafi áhrif á áhuga samfylkingarmanna á að starfa áfram með VG í ríkisstjórn, falli at- kvæði á þann veg, svarar hann svo: „Samstarfið hefur gengið þokka- lega í öllum aðalatriðum þó svo að þessir flokkar séu ólíkir um margt. Því held ég að það sé ekki óeðlilegt að þeir setjist niður eftir kosningar og ráði fram úr því hvort vilji og forsendur séu til áframhaldandi samstarfs, áður en þeir ræða við aðra flokka um slíkt. Gengi í kosn- ingum og málefnastaða ræður síð- an framhaldinu.“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, segir ekki rétt að hlaupa til þótt hnökrar verði. „Ég tek í sjálfu sér undir með Ögmundi Jónassyni og Jóni Bjarna- syni að því meira sem við fáum út úr viðræðunum og því lengra sem við komumst í þeim, þeim mun betra er það fyrir kosningarnar. En það er ekkert gefið í þessu og menn verða að taka því sem upp kemur án þess að taka til fótanna við minnstu hnökra,“ sagði Mörður en flokkssystir hans Valgerður Bjarnadóttir vildi ekki tjá sig um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir umsóknina erfiða VG. „Það kemur ekki á óvart að Vinstri grænir skuli vera farnir að velta þessu fyrir sér núna enda hafa þeir gert sér grein fyrir því að þeir geti ekki farið inn í næstu kosningar með óbreytta stöðu í Evrópumálum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks, telur að dregið geti til tíðinda. „Í ljósi yfirlýsinga Svandísar og Katrínar og annarra liggur það beinlínis við að það hlýtur að fara að myndast nýr meirihluti fyrir breyttri stefnu á Alþingi í Evrópu- málum og þá er um að gera að láta reyna á það.“ Raunhæft að fá meginlínur viðræðna fyrir kosningar AFSTAÐA ÞINGMANNS SAMFYLKINGAR Morgunblaðið/Ómar Alþingi Mótmæli vegna ESB- atkvæðagreiðslunnar 2009. Jón Bjarnason Álfheiður Ingadóttir Þuríður Backman Katrín Jakobsdóttir Ögmundur Jónasson Svandís Svavarsdóttir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Lilja Rafney Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.